Heimsmynd - 01.03.1988, Side 84
F
JjHnkenni listar
Lelands eru sterkir
litir, fólk, ákveðnir
fletir og línur. Hann
vill helst ekki flokka
list, segir einfald-
lega: „Það eru engir
ismar til, bara góð
og vond list.“
Leland fékk fljótt á sig orð fyrir að
vera málgefni eiginmaðurinn sem átti
þöglu konuna, Louisu, sem helst má
ekki einu sinni tala í viðtölum við sjálfa
sig. Og þannig vill fólk hafa það. Leland
skellihlær að þessu og segir: „Auðvitað
kann hún að tala, en það er eins og sum-
ir vilji endilega halda í ímyndina um að
Louisa segi aldrei neitt.“ Og þótt Leland
eigi létt með að koma fyrir sig orði eru
samræður við hann engin látlaus síbylja
af talanda. Hann er ekkert að tala nema
hann hafi eitthvað að segja. Hitt er svo
annað mál, að Leland liggur ýmislegt á
hjarta. En hann minnist þess einnig að
hafa setið þögull hjá.
„Mikið vildi ég að ég hefði getað talað
við Svavar Guðnason, Porvald Skúlason
og Scheving,“ segir Leland svolítið
raunalega. „En þegar ég kom hingað til
íslands fyrst, seint á fimmta áratugnum,
töluðu fáir ensku hérna. Ég varð að láta
mér lynda að sitja hjá. En það var gam-
an að koma hingað, sitja með listamönn-
unum sem áttu lengst af athvarf í Unu-
húsi eða hlusta á djass heima hjá Birgi
Möller, þar sem bóhemarnir áttu sama-
stað. Og segja svo sæll eða sæl og horfa í
kringum mig. Ég held að Nína Tryggva-
dóttir hafi verið lang hæfileikaríkust
þeirra listamanna sem störfuðu á Islandi
um þessar mundir, og þá undanskil ég
ekki Septem-hópinn sem var alls ráðandi
á næstu árum. Fyrir suma var arfur Sept-
em-sýninganna einungis þung byrði að
bera.“ Leland segist hafa ákveðna ein-
staklinga í huga en brosir skálkslega og
segir að þetta verði hver að meta fyrir
sig.
Leland og Louisa skutu ekki rótum á
íslandi, þótt þau hafi heimsótt landið
reglubundið síðan þau flugu þangað fyrst
saman í herflugvél árið 1946. Það var
margra klukkustunda ferð. Nú komast
þau yfir hafið á nokkrum klukkustund-
um. En heimili sitt eiga þau í New York.
Heimili sem þau eru nú óvænt að byggja
upp í annað sinn. Eins og menn rekur
minni til brann heimili þeirra síðastliðið
haust. I brunanum missti Leland stóran
hluta verka sem voru á leið á sýningu.
Alls eyðilögðust um áttatíu verk. En það
er eins og hann dvelji ekki lengi við þá
hugsun, hann fór fljótt að hugsa um upp-
byggingu. Manni dettur í hug Ólöf ríka
sem sagði: Eigi skal gráta Björn bónda
heldur safna liði. í þessu tilviki er liðið
iðnaðarmenn. „Ó, það er svo erfitt að fá
iðnaðarmenn í New York,“ segir Lel-
and. „Maður þarf að bíða í tvær vikur
eftir pípara þegar ekki er hægt að bíða
eftir pípara. Þetta er hrikalegt!!! 150 ára
gamalt gifsloft féll niður að hálfu. Að-
koman var ægileg. Meðan allt er í ólestri
er ekkert hægt að vinna. Ég brenn í
skinninu eftir að fara að vinna aftur.“
En hvers vegna New York?
„Ég er spilltur af eftirlæti," segir Le-
land. „Það er svo margt að gerast í New
York; ég vil geta stillt á eftirlætis djass-
rásina mína í útvarpinu, séð allar sýning-
ar sem ég hef áhuga á og kennt í skólan-
um þar sem ég kenni,“ bætir hann við.
Hann kennir framhaldsnemendum við
Parson‘s School of Design í New York til
meistaragráðu (Master of Fine Art).
Hann bindur einmitt miklar vonir við
einn nemanda sinn, íslendinginn Sigur-
björn Jónsson, sem nýlega lauk MFA
námi frá Parson's. „Sibbi er mjög
hæfileikaríkur, en ég geri ráð fyrir að
hann muni eiga erfitt með að fá viður-
kenningu. Hann tilheyrir engum lista-
klíkum á íslandi. En hann er einfaldlega
of góður til að hægt sé að hunsa hann.“
Leland Bell verður heitt í hamsi þegar
hann talar um klíkuskap í listum. „Mér
finnst út í hött þegar ein stefna yfirtekur
alla hugsun manna. Með hugmynda-
stefnunni átti málverkið að vera dautt og
allir voru að skrifa eða upplifa og fremja
gjörninga. Þetta gerðist hér og þetta
gerðist í New York. Nú eru aðrar bylgjur
en mér finnst gæta alltof mikillar per-
sónudýrkunar í myndlist. Rokkstjörnu-
metnaður í myndlist er alveg ótækur.
Myndlist er alltaf underground og góður
málari hugsar bara um að mála. Ýmis-
legt í myndlist er ekki hægt að læra, það
þarf að byggja upp ryþma eins og í djass-
inum.
Og þar með var Leland Bell farinn að
hugsa sér til hreyfings. Ætlaði í bíó með
Louisu. „Er ekki verið að sýna The Un-
touchables enn?“ spyr hann. Jú, ætli það
ekki, myndin hefur gengið býsna lengi.
„Fínt,“ segir Leland. Hann langar að sjá
son vinar síns og listbróður á hvíta tjald-
inu. Strák sem hann passaði stundum
þegar pabbi hans var úti að djamma í
Greenwich Village í New York. Strákinn
Robert DeNiro. „Pabbi hans var hús-
vörður í nútímalistasafni sem nú er
Guggenheimsafnið. Robert eldri lítur al-
veg eins út og strákurinn hans þegar
hann lék í Taxi Driver. Hann útvegaði
mér vinnu þar, sagði mér að klippa mig
og segja bara alls ekki frá því að ég væri
málari. Þar vann Jackson Pollock líka
við að gylla ramma. Við Pollock rifumst
um myndlist og svo var hann ekki nógu
góður í drykkjunni. Átti það til að vera
ansi illskeyttur. En Pollock kom fram á
réttum tíma og fyllti upp í ákveðið tóma-
rúm. Tvær af hverjum tíu myndum Pol-
locks eru virkilega góðar, en af því hann
sló í gegn hanga auðvitað allar myndim-
ar uppi. Gallinn við listastefnur er að
það sem er í tísku hverju sinni, hvort
sem það eru myndverk eða gjömingar,
tekur allt rými á söfnum, í miðlum, og
sogar til sín allt fjármagn. Annað kemst
ekki að. Og þetta styðja forráðamenn
flestra helstu safnanna. Á meðan er
varla von að fólk fái tækifæri til að njóta
allrar góðrar listar." □
84 HEIMSMYND