Heimsmynd - 01.03.1988, Page 88
Helgi Þorgils Friðjónsson
málaði þessa sjálfsmynd
árið 1983 með olíu
á striga.
öld urðu miklar breytingar á afstöðu
listamanna til sjálfsmynda. Leiðandi
listamenn þess tíma álitu ljósmyndavél-
ina geta séð um nákvæmar eftirlíkingar
og fjarlægðust því fyrirmyndina í verkum
sínum og lögðu sig fram við að undir-
strika gildi málverksins. Málverkið af
höfundinum var umfram allt eftir lista-
manninn. Kemur þetta skýrt fram í verk-
um eftir Cézanne og Van Gogh, en sá
síðarnefndi gerði fjölda frægra sjálfs-
mynda af þeirri einföldu ástæðu að hann
hafði ekki aðra fyrirmynd og var orðinn
þreyttur á að mála landslagsmyndir, eins
og hann orðaði það í bréfi til bróður sín
Theos.
að er ekki nokkrum vafa und-
irorpið að sjálfsmyndin fékk
endurnýjað gildi í byrjun 20.
aldar þegar listamenn kynnt-
ust kenningum Freuds um undirmeðvit-
undina, - hinn falda innri mann. Spurn-
ingin var ekki lengur eingöngu að líkjast
fyrirmyndinni eða sviðsetja hana í gefnu
umhverfi, heldur að túlka og myndgera
þær kenndir sem bærðust innra með
listamanninum. Hann málaði nú ekki
Sjálfsmyndin fékk endumýjað
gildi í byrjun 20. aldar þegar
listamenn kynntust
kenningum Freuds um
undirmeðvitundina, - hinn
falda innri mann.
aðeins það sem hann sá eða virtist sjá,
heldur málaði hann á dýptina, jafnframt
því sem áhorfendum var boðið upp á
raunverulegan myndlestur.
essi áhugi á sjálfsmyndinni
hélst fram til þess tíma er
abstraktmálverkið og formal-
isminn varð ríkjandi um mið-
bik aldarinnar, en sú myndgerð gat auð-
vitað ekki þjónað hinni hefðbundnu
sjálfsmyndagerð. Þó eru til þeir lista- og
fræðimenn sem álíta „tilvistarverknað"
Jackson Pollocks vera dæmi um hina
fullkomnu og algeru sjálfsmynd!
Á síðastliðnum tveimur áratugum,
með endurkomu manneskjunnar inn í
málverkið, hefur aftur farið að bera á
sjálfsmyndum listamanna, og þá sérstak-
lega í conceptlistinni og performance þar
sem listamaðurinn er oft í senn formræn
stoð og megin myndefnið. Eru þessar
sjálfsmyndir gjarnan settar fram í ljós-
myndum.
í okkar stuttu listasögu hafa flestir
listamenn dregið á blað eða málað eigið
andlit, en þó af mismunandi mikilli al-
vöru. Margir hafa aðeins leitast við að