Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 95
x
o
TJ
C_
o
T1
c
33
X
n
>
co
o
Hrafnhildur Schram listfræðing-
ur er hér í svartri kvölddragt úr
flaueli. „Þar sem ég er fremur
grönn vel ég oft efnismikil föt.“
aðrir sem eru alltaf svo fínir að þeir eiga
á hættu að vera uppnefndir.
Þar sem tískuiðnaður er vart til á ís-
Iandi, þessu landi lítilla hefða nema í
sagnalist og skuldasöfnun, er sjaldan
bryddað á umræðuefninu um stfl eða stíl-
leysi. Þegar einhverjum á ritstjórn
HEIMSMYNDAR fannst tilvalið að
setja saman skemmtilega grein um best
klædda fólkið hér á landi, var sú hug-
mynd drepin á hálfu síðdegi. í fyrsta lagi
fannst fólkið ekki. í öðru lagi var óhugs-
andi að það fyndist. í þriðja lagi var ljóst
að hefðbundnar forsendur útlendra í
slíkum úrskurðum voru ekki fyrir hendi.
Og meira að segja í útlöndum eru listar
yfir slíkt fólk lítt marktækir. Nancy
Reagan lendir alltaf í efstu sætum í
Bandaríkjunum og Di prinsessa hinum
megin Atlantsála. Madonna og Eliza-
beth Taylor lenda síðan á lista þeirra
verst klæddu án þess að kippa sér upp
við það. Stíll er nefnilega afstæður þótt
hann þyki eftirsóknarverður.
Sé blaðað í gegnum erlenda tískudoðr-
anta eða 500 síður af Vogue kemur orð-
ið stíll mun oftar fyrir á síðum þess en
orðið tíska. Auglýsendur sem vilja mark-
aðssetja varning sinn tengja hann hug-
myndinni um stíl, ekki eingöngu stíl í
klæðaburði heldur og lífsstíl. Skart-
gripafyrirtæki sem auglýsir eftirlík-
ingar af skartgripum hertogaynjunnar af
Windsor birtir mynd af henni og frægu
armbandi hennar með orðunum: Fyrir
konuna sem veit hvað hún vill og fœr
það\ Annar auglýsandi sem vill undir-
strika stfl fatnaðar síns segir: Áhrif þess
að draga úr, sýna að það sem ekki er
notað er álíka mikilvœgt og það sem er
notað. Önnur slagorð sem tengjast stfl í
huga markaðsfræðinga tískunnar eru
einfaldleiki og látleysi yfirvegaðs klæðn-
aðar. Konan sem er táknræn fyrir stflinn
er hins vegar framakonan, greind, falleg
og spennandi. „/ do not become my clot-
hes. They become me,“ er slagorð frægs
tískuhönnuðar. Og annar segir: „Kona
þarf aðeins hvítagull, perlur og mikinn
stíl.“
HEIMSMYND Q.R