Heimsmynd - 01.03.1988, Page 106

Heimsmynd - 01.03.1988, Page 106
VALD ÁN ÁBYRGÐAR framhald af bls. 14 miðjan febrúar, eða þar til hann kæmi úr veikindafríi. Um svipað leyti komst sú saga á kreik að Alþýðubandalagið hefði í hyggju að bjóða stuðning sinn við Sverri gegn því að Geir Gunnarsson yrði bankastjóri Búnaðarbankans, jafnvel þegar á þessu ári. Hins vegar hafði áður verið rætt um að Alþýðuflokkurinn myndi ráðstafa þeirri stöðu til Kjartans Jóhannssonar. Tryggvi er ekki trúaður á að þessi saga eigi við rök að styðjast, og telur að henni hafi einfaldlega verið komið af stað til að hafa áhrif á gang mála. Voru nú veður öll orðin válynd í bankaráði og bækistöðvum Sjálfstæðisflokksins. Vitað er að Árni Vilhjálmsson var þarna undir miklum þrýstingi frá forystu Sjálfstæðisflokksins, og þá ekki hvað síst Þorsteini Pálssyni, sem hafði þegar þarna var komið sögu fallist á að styðja Sverri. „Mér er kunnugt um að Árni var kallaður á fund flokksforystunnar, þar sem áhersla var lögð á það að forystan hefði tekið ákvörðun um málið, og þeirri ákvörðun yrði ekki breytt," segir Tryggvi. Árni Vilhjálmsson segist hafa gert sér vonir um að forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins snerist hugur. „Ég hélt satt að segja að vinnubrögðin spyrðust út og að til kæmi þrýstingur hins almenna flokks- manns, nú eða almennings, gegn þessum aðferðum," segir hann. „Hafi eitthvert samkomulag verið gert innan ríkisstjórn- arinnar um pólitíska skiptingu banka- stjórastóla, sem ég skal ekkert um segja, þá var ljóst að ég sem bankaráðsmaður var ekki aðili að því samkomulagi, og því bar mér engin skylda, hvorki sið- ferðileg né lagaleg, til að láta undan pólitískum hagsmunum. Mitt hlutverk var að huga að velferð bankans, og það taldi ég mig gera. Um hlutverk banka- ráða ríkisbankanna, sem og viðskipta- bankanna, er skýrt kveðið á í lögum. Samkvæmt þeim skal bankaráð ráða bankastjóra. Hvert ætti bankastjóri ann- ars að sækja vald sitt? Til ríkisstjórnar- innar eða æðstu yfirstjórnar bankans? Forysta Sjálfstæðisflokksins hefði að mínu áliti getað tekið sinnaskiptum, og afsakað vanefndir sínar með þeirri yfir- sjón að hafa ekki tryggt mitt jáyrði við slíku samkomulagi, hafi það á annað borð verið gert.“ En flokksforystan hafði tekið ákvörð- un, eins og fyrr sagði; ákvörðun sem ekki varð haggað. Mörgum þótti sem þar hefði myndast nokkur vegalengd á milli orða og athafna Þorsteins Pálssonar, minnugir orða hans í Albertsmálinu margfræga, þegar hann talaði um sið- ferðiskröfu nýrrar kynslóðar. Ef höfð eru auk þess í huga önnur ummæli hans í bankastjóramálinu, má draga þá ályktun að Þorsteinn Pálsson hafi á þessu stigi málsins verið kominn í erfiða stöðu. En þar sem Þorsteinn og aðrir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins höfðu nú tekið afstöðu með Sverri Hermannssyni, hefði það orðið nokkurt áfall fyrir flokksfor- ystuna ef Sverrir hefði ekki verið ráðinn. Þorsteinn var þó tæpast einráður, eins og málum var háttað, enda virtist það koma honum í opna skjöldu hversu harkalega málið var knúið fram. Með því að taka afstöðu með ráðningu Sverris Hermannssonar má þó segja að Þorsteinn vinni að minnsta kosti eitt: hann losnar við Sverri úr pólitíkinni, og í því er fólgin ákveðin persónuleg lausn fyrir hann. En eins og marga rekur minni til, þá gekk á ýmsu í þeirra sam- skiptum þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að koma sér niður á ráðherraskipan í kjölfar stjórnarmyndunarinnar á síðasta ári. Þorsteinn virðist því ekki eiga margra kosta völ, flokksins og sjálfs sín vegna. En það var ekki einungis að Þorsteinn Pálsson væri á þessu stigi farinn að hafa afskipti af gangi mála. Samkvæmt heim- ildum HEIMSMYNDAR sat Sverrir Hermannsson ekki auðum höndum held- ur. Samskipti þeirra Sverris og Kristins Finnbogasonar fóru ekki mjög leynt um þessar mundir, því vitað er að Sverrir fundaði með Kristni á skrifstofu þess síð- arnefnda þessa síðustu daga, og það var altalað í Framsóknarflokknum að Stein- grímur Hermannsson væri honum með- mæltur í bankastjórastöðuna. Sverrir ku meðal annars hafa haldið lokaðan fund með Kristni Finnbogasyni, Pétri Sigurðs- syni og Val Arnþórssyni, þar sem lagt var á ráðin. Hvort þeir Pétur og Sverrir hafa þar rifjað upp laxveiði- sögur frá sumrinu áður skal ósagt látið, en líklega hefur leynisamkomulag ríkisstjórnarinnar um skiptingu bankastjórastóla borið hærra, því auk stöðu Jónasar Haralz mun staða Helga Bergs í Landsbankanum einnig losna innan tíðar, og áðurnefnd staða í Búnaðarbankanum. Þar af telja fram- sóknarmenn sig eiga stöðu Helga Bergs. Ekki verður annað séð en að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur- inn hafi komist að samkomulagi um mál- ið, og Þorsteinn Pálsson hafi með bein- um eða óbeinum hætti gengið inn í það samkomulag. En þá gerðist það að Árni Vilhjálms- son, bankaráðsmaður til fimmtán ára, tók þá örlagaríku ákvörðun að segja sig úr bankaráði Landsbankans. „Ástæðan var einfaldlega sú,“ segir hann, „að ég beygði mig undir vilja flokksforystu Sjálfstæöisflokksins." Afsögnin kom mörgum í opna skjöldu, ekki síst sjálfstæðismönnum, sem sjálfsagt hefur ekki órað fyrir að svona færi. Þetta varð til þess að Eyjólf- ur Konráð Jónsson lét þau orð falla á aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, að formaður Sjálf- stæðisflokksins, eða aðrir ráðherrar hans, hefðu ekkert umboð haft frá þing- flokknum til þess að semja um nokkurn hlut varðandi bankastjóramál Lands- bankans. Hann kvaðst hafa vissu fyrir því að verið væri að makka með banka- stjórastöðu Helga Bergs í Landsbankan- um, sem framsóknarmenn færu ekki dult með að ætti að falla í hlut Vals Arnþórs- sonar, stjórnarformanns SÍS, og „ef full- trúar Sjálfstæðisflokksins í bankaráði verða neyddir til að styðja hann, er held- ur farið að syrta í álinn," er eftir honum haft í Morgunblaðinu. Það kom einnig fram í máli Eyjólfs Konráðs að hann myndi gera athugasemdir við vinnu- brögð og framgang bankastjóramálsins á þingflokksfundi, vegna þess að Árni Vil- hjálmsson hefði tilneyddur sagt sig úr ráðinu. Um ástæður viðbragða sinna segir Eyjólfur Konráð: „Það hefur alltaf verið mitt grundvall- arsjónarmið að peningastjórn ríkisstofn- ana skuli ekki lúta pólitískri forsjá. Þeg- ar ég gerðist varaþingmaður árið 1967 var ég jafnframt varamaður í bankaráði Landsbankans og stóð til boða að taka aðalsæti í ráðinu. Ég afþakkaði hvort tveggja, aðalsætið og varasætið, því mér fannst það ekki samrýmast að sitja á þingi, og gegna jafnframt trúnaðar- og ábyrgðarstöðu innan Landsbankans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á sinni stefnuskrá að gera bankana að eign borgaranna en ekki ríkisins, og því eru þau vinnubrögð sem þarna voru viðhöfð ekki einungis ógeðfelld, heldur í hróp- legri andstöðu við stefnumið flokksins. Ég áleit það eitt mesta áfall sem sjálf- stæðisstefnan hefði orðið fyrir, þegar ákveðið var að setja sjálfstæðismann sem kommissar yfir Byggðastofnun eins og gerðist árið 1974, þegar Sverrir Her- mannsson fór þangað inn, og ég hef eng-~ um sinnaskiptum tekið.“ Eyjólfur Kon- ráð hefur áður rifjað upp þessa atburði, í fyrsta tölublaði Stefnis á síðasta ári, og sagði þá: „Framkvæmdastofnun, þar sem hrossa- kaupin voru í algleymingi, hefur gert mikla bölvun . . . Stjórnlyndið hefur síð- an hreiðrað um sig í þessu kerfi á kostn- að alþjóðar." Af þessum orðum hans má auðveldlega ráða, hver örlög hann telur Landsbankanum búin í ljósi þess sem þar gerðist. En með afsögn Árna voru úrslit ráðin. Staðan í bankaráði var nú þannig, að Pétur Sigurðsson var fjarverandi, Árni 106 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.