Heimsmynd - 01.03.1988, Side 109
AFTUR TIL ORÐANNA
framhald af bls. 74
að miklu leyti er sprottið upp úr hreyfi-
leikhúsinu, hefur svipaða hagsmuni og
stofnanaleikhúsin: að rækta áhorfand-
ann; ná sambandi við hann. Fjöldinn
gefur fjölbreytni og peninga. I framúr-
stefnu-leikhúsinu hafa menn nú tekið
inn söguna; þar sem áður var hreyfing er
nú hreyfing og saga. Svona blanda fellur
Islendingum sérstaklega vel í geð, ekki
síst ef sagan er sögð á góðri íslensku.
Pað er sameiginlegt leikurum sem vilja
ná lengra, ná meiri þroska í listsköpun
sinni, að vilja ná áhorfandanum með í
dæmið. Þess vegna ætti ekki að vera
mikil hætta í því fólgin að treysta ungum
leikurum fyrir fjármagni. Við viljum
góða og marga áhorfendur.“
Það leynir sér ekki að hér hefur orðið
viðhorfsbreyting hjá leikaranum, sem
ekki alls fyrir löngu var að daga uppi í
útlöndum við að rannsaka hreyfingar án
orða. Er hann ekki einfaldlega að upp-
götva gömul sannindi?
„Vissulega er mikið til í því. Ég vissi
til dæmis ekki hvort ég átti að ganga
áfram eða afturábak í fyrsta leikritinu í
Leikistarskólanum. Það voru Þrjár syst-
ur Tjekovs, sem er heilmikið textaleik-
rit. Þetta var algjörlega nýtt í mínu hug-
skoti. Nú veit ég að hægt er að hræra
upp í áhorfandanum með einni setningu.
Það er eins og að galdra. Þrátt fyrir allt
imbakassagláp Islendinga getum við enn
skynjað mátt orðanna. Hinu myndræna
hefur enn ekki tekist að sigra tungumál-
ið. Það er frábært! Annars verð ég að
bæta því við hér, að ég hef í rauninni
ekkert vit á þessu. Mér finnst ágætt að
vera eiginlega draumóralaus og hafa lítið
krassandi að segja í HEIMSMYNDAR-
viðtali!“
IKontrabassanum vinna saman
persónur svipaðs sinnis. Hvað tek-
ur við? Áfram veginn á bassatón-
unum eða fullum seglum bakdyra-
megin inn í Þjóðleikhús? Hamletinn?
„í raun er ég til í allt, svo framarlega
sem ég hef gaman af því. Konan mín
segir að kannski sé ég að komast upp úr
sandkassanum. Hver veit? Ég er tilbúinn
að fórna ansi miklu til að fá að gera það
sem ég þrái. Jafnvel öllu. Mig langar til
dæmis að setja upp Jeppa á Fjalli eftir
Holberg. í nýjum búningi. Og þá myndi
ég sjálfur leika Jeppa. Það yrði ekki til
að halda við þessum hundleiðinlega
texta eins og hverjum öðrum minjagrip.
Það er ekki hægt að láta fólk vera að
punta sig upp til að fara í leikhús og
stynja svo út um allan sal heilt kvöld - úr
leiðindum."
Nú vill fólk utan af landi, sem áður fór
rakleiðis í leikhúsið þegar það kom til
borgarinnar, frekar fara á einhverja
skemmtistaðasýningu; nota peningana til
að skella í sig úr nokkrum glösum og
tímann til að spjalla saman á meðan. Er
nokkur grundvöllur fyrir sterkar sýning-
ar?
„Öll stóru skemmtiverkin; Sfldin,
Vesalingarnir og svo skemmtistaðasýn-
ingarnar, sinna ákveðinni þörf. En hitt
gengur líka; Pinter, Dagur vonar. Það er
pláss fyrir öðruvísi sterkar sýningar. Sýn-
ingar sem snerta sálarstrengina sem ekki
bæra á sér við sjónvarpið, eða á stjórsýn-
ingunum. Ég er kannski ekkert svo ólík-
ur þessum áhorfendahópi. Ég geri stund-
um svipaðar kröfur til Matlocks og, ja,
til dæmis Vesalinganna. Þá á ég eftir að
sjá en finnst að ég verði endilega að
skella mér eitthvert kvöldið. Þá fer ég
ekki með leikhúsfólki, heldur til dæmis
með móðursystur minni sem elskar svo
leikhúsið að hún stynur af vellíðan þegar
eitthvað er vel gert á sviðinu. Þá breytist
ég strax við hliðina á henni í venjulegan
leikhúsáhorfanda og fæ réttu tilfinning-
una út úr öllu saman. Ég efast ekki um
að þetta á eftir að gerast á Vesalingun-
um. Svoleiðis útrás er ég rétt farinn að fá
aftur, eftir meira en fimmtán ára hlé.
Fyrir þann tíma var aðeins tvennt til
spennandi: að fara með pabba og
mömmu með Ms. Gullfossi til Kaup-
mannahafnar og að fara í Þjóðleikhúsið.
Eftir fimmtán ára aldur hætti ég svo að
segja að fara í leikhús. Grotowski-//ippi<9
átti sér ekki stað á áhorfendabekkjun-
um. Blómabörnin í menntaskólanum
fóru ekki í leikhús. Það var falskt, fannst
okkur. Þar lét ég hafa eftir mér að ég
ætlaði ekki að nota texta í leikhúsi fyrr
en ég væri kominn í hjólastól."
Á vissan hátt er Árni Pétur kominn í
hjólastólinn, eða svo telur hann að
minnsta kosti þegar ég spyr hvort búið sé
að slá hann út af laginu.
„Blessaður vertu, nú væri ég þess
vegna til í að vinna bara við útvarpsleik-
rit, með sígarettuna í annarri hendi og
kaffibollann í hinni. Ef slíkt skilaði ein-
hverjum árangri. Hér áður fyrr var mað-
ur að æfa leikverk með sex tíma líkams-
æfingum á dag í níu mánuði. Sýningar
sem kannski kolféllu og voru rándýrar
og ómögulegar. Það segir enginn og það
skrifar enginn um að sýning sé góð, að-
eins vegna þess að leikarinn hafi stundað
líkamsæfingar sex tíma á dag.“
Stemmningin í stofunni hjá Árna Pétri
er orðin hálf dapurleg. Ég tek mig til og
fer að smíða millifyrirsagnir í viðtalið.
Það ætlar að verða erfitt að fá gamla
flipparann til að segja eitthvað krass-
andi. Hvað um að setja titilinn Svo
bregðast krosstré sem önnur tré á viðtal-
ið, Árni? Eða Fúlistinn Árni fluttur á
skerið, eða Misheppnað frá upphafil
„Jú, það er ýmislegt til í þessu. Það er
ekki laust við að mín herskylda brenni
minna á mér en áður. Ég er farinn að
vilja hafa það svolítið gott. Búa í þægi-
legri íbúð. Konan mín hún Þóra er
ánægð í sinni vinnu, þar tekst hún á við
verkefni sem ekki buðust í Danmörku.
Ég vil fá að leika og engar refjar. Kom-
inn tími til að setja það niður fyrir sér
hvernig maður á að fara að því! I sið-
fræði hippanna fólst ákveðin mannfyrir-
litning: hvern ætlaði ég að frelsa?
Tengdapabba? Eða þá það fólk sem ég
vinn með í dag? Ef ég hefði haldið áfram
á sömu braut hefði ég orðið að gefa mér
að þetta fólk væri hálfvitar. Það geri ég
ekki. Mín braut hefur ekki gefið tilefni
til að álíta að ég sé nokkuð betri, nema
síður sé.“
á er málstað hinna kúguðu
væntanlega kastað fyrir borð -
frelsisbarátta Þriðja heimsins
skilin útundan og tilfinninga-
dauðinn við völd?
„Frelsisbarátta hippanna gekk held ég
meira út á að frelsa hver annan, þú veist,
sína nánustu og sambýlisfólkið í komm-
únunum." Hann lýsir lífi sínu sem „sand-
kassaleik" fram eftir öllum aldri, hann sé
yfirstéttarbarn, alið upp við það að mega
leika sér í raun og veru. „En leiknum fer
nú kannski að ljúka bráðum. Ég man
eftir að hafa séð ítalska kvikmynd um
yfirstéttarstrák sem ætlaði sér að taka
þátt í byltingunni en gat það ekki. Þegar
mótmælagangan þrammaði af stað eftir
götunum stóð hann í vegkantinum og
klappaði pent. Það fannst mér ofsalega
fyndið, og rétt lýst. Yfirstéttaruppeldið
veldur því að maður kann á tískuna og ef
maður vill, þá er maður staddur þar sem
hlutirnir eru að gerast. Hættan er hins
vegar sú, að yfirstéttarbarnið þurfi ekki
að sanna sig. Ég er í raun fæddur sann-
aður. Þetta hljómar kannski eins og
della, en þetta hefur komið mörgum úr
yfirstétt inn á geðveikrahæli, eða í upp-
þurrkun."
Hann segir það varða mestu að ráða í
kennileitin, „sigla rétt og gleyma ekki
sjálfum sér.“ Hann ætti að vita það, því
þeir eru ófáir snillingarnir sem hann
kveðst hafa unnið með og álitið sig
þekkja einu réttu leiðina til hins sanna
leikhúss.
„Það er kominn tími til að ég læri að
nota mér þetta fólk líka, fyrir mig. Því
það er fyrst og fremst ég sem þarf að
horfast í augu við skrímslið; áhorfand-
ann sem maður hræðist eins og ljón og
þarf að sigra - eða réttara sagt að ná
sambandi við. Áhorfandinn þarf að sigra
mig líka. Á bak við allt er það náttúrlega
kærleikurinn sem enn lifir í öllum sam-
skiptum. Þótt foreldrar okkar séu efnis-
hyggjufólk, erum við börnin ekki endi-
lega alveg eins. Benzinn sem við töluð-
HEIMSMYND 109