Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 28
28 22. nóvember 2019FRÉTTIR Þ egar WOW air var sem stærst þá hafði það vikið frá mörgum þáttum sem einkenna lággjaldaflugfé- lög og var að mörgu leyti farið að haga sér eins og hefðbundið flug- félag eða eins og blanda af hefð- bundnu og lággjaldaflugfélagi. Icelandair starfar hins vegar mitt á milli rekstrarforms lággjalda- flugfélaga og hefðbundinna flug- félaga sem er í samræmi við þær skilgreiningar sem forsvarsmenn þess gefa sjálfir upp. Virkur mark- aður virðist vera til staðar fyrir lággjaldaflugfélag á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöð- um Braga Þórs Sigurðssonar en í tengslum við BS-ritgerð hans við Viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands kannaði hann flugmarkað- inn á Íslandi, eða nánar tiltekið rekstrarumhverfi og rekstrarform íslenskra flugfélaga. Fór hann yfir stöðu á íslenskum flugmark- aði, sem og framtíðarhorfur flug- markaðar á Íslandi. Víða heyrast efasemdir Aðstæður á alþjóðlegum flug- markaði eru afar krefjandi um þessar mundir. Eftir að tilkynnt var um stofnun Play í byrjun mánaðarins hafa víða heyrst áhygggjuraddir um ekki sé pláss fyrir lággjaldaflugfélag á íslenska markaðnum. Í niðurstöðum Braga kemur fram að athyglisvert sé að skoða hvernig rekstrarform Icelandair og WOW air kemur út þegar það er borið saman við skilgreiningar um lággjaldaflugfélög og hefð- bundin flugfélög. „Icelandair hefur verið að þró­ ast meira í áttina að lággjalda­ flugfélagi með nýju farrými þar sem töskur eru ekki innifaldar en samkvæmt skilgreiningum eru þeir samt ennþá líkari hefð­ bundnu flugfélagi. Vöxtur lággjaldaflugfélaga hefur hins vegar gert það verkum að hefð­ bundin flugfélög verði að leita leiða til að bjóða upp á samkeppnishæf verð.“ Bilið fer minnkandi Bragi bendir á að athyglistvert væri að gera könnun á því hvort farþegar Icelandair haldi að fé- lagið sé hefðbundið flugfélag eða lággjaldaflugfélag þar sem Íslendingar og erlendir ferða- menn virðast hafa ólíka mynd af Icelandair. „Í huga Íslendinga er Icelandair hefðbundið flugfélag en í huga annarra virðist það vera lággjaldaflugfélag. Þegar WOW air var sem stærst var það komið langt frá þeirri lággjalda­ hugmynd sem það lagði upp með í byrjun og ljóst að það var búið að hverfa frá mörgum þeim gild­ um sem lággjaldaflugfélög vinna eftir. WOW air er ekki eina dæm­ ið um það en það má segja að Norwegian hafi farið nákvæm­ lega sömu leið, en það fór að bjóða upp á fría þráðlausa nettengingu í sínum flugum ásamt því að taka inn stærri flugvélar og bjóða upp á Premium farrými. ( Norwegian, e.d.b) (Norwegian, e.d.c). Það er því ljóst að bilið hjá mörg­ um hefðbundnum og lággjalda­ flugfélögum er að minnka, hins vegar eru ennþá flugfélög á borð við Emirates sem halda fast í sitt rekstrar form sem hefðbundið flugfélag.“ Þá bendir Bragi á að rekstrar- umhverfi íslenskra flugfélaga sé krefjandi. Íslenska krónan og breytilegt gengi hennar getur haft veruleg áhrif á rekstrarafkomu ís- lenskra flugfélaga þar sem launa- kostnaður er yfirleitt í íslenskum krónum á meðan uppgjör eru yfir leitt í Bandaríkjadollara. „Þau flugfélög sem starfa eða hafa starfað á Íslandi eru ekki öfundsverð vegna þess gífurlega launakostnaðar sem því fylgir að hafa starfsemi hér á landi. Áhugavert væri að sjá hvort hér gæti starfað lággjaldaflugfélag sem væri þó með höfuðstöðv­ ar annars staðar en á Íslandi. Ásamt launakostnaði er elds­ neytiskostnaður hæsti gjalda­ liður flugfélaga og sú hækkun sem hefur verið á eldsneytisverði undanfarin tæp tvö ár hefur gert rekstrarumhverfi flugfélaga verra svo um munar. Viðskiptavinir flugfélaganna hafa fengið að gjalda fyrir hæga uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og hefði verið athyglisvert væri að sjá hvernig staðan væri í dag ef byggð hefði verið ný stærri flugstöð í stað þess að leggja áherslu á uppbyggingu stæða.“ Lítil ógn af nýliðum Fram kemur að mikil samkeppni ríki í flugi yfir Atlantshafið og þurfa íslensk flugfélög að vera vel í stakk búin til að takast á við þá samkeppni. „Þessi samkeppni sem hefur aukist mikið undanfarin ár hefur gert það að verkum að rekstrar­ afkoma margra flugfélaga hefur versnað. Lítil ógn er af nýliðum á flugmarkaði þar sem yfirleitt tek­ ur tíma að byggja upp leiðakerfi og viðskiptavinahóp. Sú mikla samkeppni sem hefur verið í flug­ heiminum getur leitt til lítillar arðsemi.“ Þá segir Bragi að miðað við viðbrögð almennings við falli WOW air virðist sem íslenskir neytendur séu sammála um að hér á landi þurfi að vera starfrækt lággjaldaflugfélag og hefur verið athyglisvert að fylgjast með um- ræðunni undanfarna mánuði. „Það væri jákvætt fyrir neyt­ endur ef það kæmist á laggirnar flugfélag sem nær að fylgja betur eftir þeim þáttum sem einkenna lággjaldaflugfélög en WOW gerði seinustu árin því það sýndi fyrstu árin að það er svo sannarlega markaður fyrir lággjaldaflug­ félag á Íslandi. Flugiðnaður er gífurlega mikil vægur til að halda uppi þeirri miklu uppbyggingu og fjár­ festingu sem hefur orðið í ferða­ þjónustu á Íslandi. Landfræðileg staðsetning Íslands er sérstaða og lykilatriði í áframhaldandi starfsemi flugfélaga á Íslandi og með fólksfjölgun jarðarinnar og vænkandi hag jarðarbúa geta leynst ýmiss konar tækifæri. Ljóst er að þau flugfélög sem hér á landi starfa, bæði nú og í fram­ tíðinni, þurfa að halda áfram að markaðssetja sig með áherslu á góða landfræðilega staðsetningu sem bjóði flug yfir Atlantshafið á lágu verði. Vilji fólk gera sér stopp á leið sinni yfir Atlantshaf­ ið skemmir náttúran ekki fyrir.“ n 甀爀爀椀爀 䄀䜀䴀 攀愀 猀يح爀甀 爀愀昀最攀礀洀愀爀 昀礀爀椀爀 琀欀椀 漀最 爀切氀氀甀爀 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 䴀椀欀椀 切爀瘀愀氀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀 혀昀氀甀最椀爀 猀琀愀爀琀 爀愀昀最攀礀洀愀爀  洀爀最甀洀 猀琀爀甀洀䠀氀攀猀氀甀琀欀椀 䬀䰀섀刀䤀刀 촀 䈀섀吀䄀一䄀℀ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Virkur markaður virðist vera til staðar fyrir lággjaldaflugfélag“ n Mun Play lifa af? n Bragi skrifaði BS-ritgerð um rekstrarumhverfi og rekstrarform íslenskra flugfélaga M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Kátir með sig Forsvarsmenn Play. Ævintýrið búið WOW-ævintýrinu lauk og nú virðist Play ætla að taka við keflinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.