Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Síða 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Síða 15
15www.virk.is VIRK þættir verða metnir í framtíðinni þarf að sjálfsögðu að hafa það í huga að setja árangur í samhengi við mismunandi stöðu einstaklinga þegar þeir koma í þjónustu. Verið er að hefja sérstakt þróunarverkefni innan VIRK þar sem útbúa á staðlaða mælikvarða eða vísitölur sem bæði gefa réttar og raunhæfar upplýsingar og hægt er að nota til að skoða reglulega árangur og þróun í þjónustunni. Allir einstaklingar sem koma í þjónustu til VIRK eru beðnir um að fylla út þjónustu- könnun í lok þjónustu. Þessi könnun gefur mikilvægar upplýsingar um upplifun einstaklinga af þjónustunni, árangri hennar og einstökum þáttum hennar. Þannig er unnt að sjá hvernig einstaklingar upplifa bæði þjónustuna í heild sinni, þjónustu hvers og eins ráðgjafa sem og einstakra úrræða og úrræðaaðila. Á bls. 16 hér á eftir er gerð grein fyrir hluta af þeim niðurstöðum sem fram hafa komið í þessari þjónustukönnun. Til framtíðar Umfang starfsemi VIRK hefur vaxið mikið undanfarin fjögur ár og framundan er áframhaldandi vöxtur með mörgum stórum og mikilvægum verkefnum. Á sama tíma er unnið hörðum höndum að því að bæta vinnuferla og þróa árangursríkt vinnulag til framtíðar. Nú í byrjun árs 2013 finnum við fyrir meiri eftirspurn eftir þjónustu sem skýrist m.a. af auknu samstarfi við lífeyrissjóði, aukinni þjónustu við einstaklinga sem hafa verið lengi án atvinnu í tengslum við verkefnið „Liðsstyrkur“ og aukið hlutverk og ábyrgð VIRK á mótun, fjármögnun og samþætt- ingu á atvinnutengdri starfsendurhæfingu hér á landi. Þessar breytingar kalla bæði á aukinn mannafla og endurskoðun á ýmsum þáttum í starfseminni. Sú vinna er í fullum gangi þessa dagana. Einnig er verið að endurskoða ýmsa samninga við fagaðila á sviði starfsendurhæfingar s.s. starfsendurhæfingarstöðvar um allt land með það að markmiði að byggja upp gott faglegt samstarf við þessa aðila til framtíðar. Í dag á sér stað mikið mótunarferli í starfsemi VIRK – ferli þar sem mikilvægt er að halda öllum þráðum saman í ört vaxandi starfsemi og byggja upp rekstur sem er vel rekinn og bæði faglegur og árangursríkur til framtíðar. Starfsendurhæfing snýst um samvinnu og lausnir. Mál einstaklinga eru oft á tíðum flókin og við búum um margt í flóknu velferðarkerfi þar sem einstaklingum reynist erfitt að átta sig á möguleikum og leiðum í erfiðri stöðu. Innan kerfisins starfa margir ólíkir aðilar, svo sem fag- aðilar sem gjarnan horfa á veruleika einstaklinga út frá sinni eigin þekkingu og reynsluheimi, framfærsluaðilar sem leggja áherslu á að tryggja einstaklingum réttindi og greiðslur í samræmi við lög, reglur og kjarasamninga, opinberar stofnanir þar sem hver og ein stofnun hefur tiltekið ábyrgðarsvið í samræmi við lög og reglur og atvinnurekendur sem vilja byggja upp hagkvæman rekstur sem tryggir starfsfólki góð störf og eigendum arð af sinni fjárfestingu. Hver og einn þessara aðila horfir á einstakling með heilsubrest og skerta starfsgetu frá sínu sjónarhorni sem mótast af reynsluheimi, hagsmunum og hlutverkum hvers fyrir sig. Starfsendurhæfing snýst að hluta til um að breyta sýn, viðhorfum og stundum hlutverki þessara aðila og fá þá til að vinna saman að því að búa til aðstæður sem aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði á ný. Þessi samhæfing er ekki einföld en hún er vel möguleg ef menn taka þátt í verkefninu með það í huga að leita lausna en ekki vandamála. Ábyrgð okkar allra er að tryggja að svo sé.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.