Ársrit um starfsendurhæfingu - 2013, Blaðsíða 26
26 www.virk.is
VI
RK
Ég hef alltaf verið mjög félagslynd og
ýmislegt gert í lífinu, unnið mikið og
„verið dugleg“, eins og það er kallað.
Notaði lengstum „íslensku leiðina“
kastaði öllu um öxl jafnóðum án þess
að vinna úr því,“ segir Íris Jónsdóttir,
39 ára, sem býr á Ísafirði og hefur
starfað þar um langt árabil.
Lífgjöfin
Íris Jónsdóttir
„Einn daginn varð allt í einu mælirinn fullur,“ bætir
hún við. „Endapunkturinn var sjálfstæður rekstur
sem ég var með en gekk ekki upp. Mér leið mjög
illa. Ég fór til læknis að áeggjan vinkonu minnar.
Þá var ég orðin þannig að ég komst varla út í búð,
átti erfitt með svefn og var mjög þreytt, en gat
þó sinnt móðurhlutverkinu og því sem ég þurfti
að gera inni á heimilinu. Það sem var utan þess
réði ég ekki við. Hjá lækninum var mér bent á að
líklega væri ég komin í „yfirkeyrslu“; álagið væri
orðið alltof mikið. Ég fór eftir þetta til Akureyrar á
sjúkrahús og greindist þar með áfallastreitu, sem
var valdur að kvíða mínum, gríðarlegri félagsfælni
og ótta við umhverfið.
Fólk verður að átta sig á að eftir svona
andlegt niðurbrot eru fyrstu skrefin til bata
ekki stór, bara það að fara ein út í búð er
talsvert verkefni.“