Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Síða 17

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Síða 17
 VIRK Framfærslukerfi vegna veikinda og slysa Matskerfi ÁHRIFAÞÁTTUR Flækjustig og skortur á samhæfingu. Framfærslukerfið hér á landi ef um heilsubrest er að ræða er brotakennt og flókið og kemur ekki nægilega skýrum skilaboðum til einstaklinga um ábyrgð og þátttöku í starfsendurhæfingu. Réttur til veikinda og réttur til vinnu. Langur veikindaréttur. Tregða hjá atvinnurekendum að taka við einstaklingum aftur eftir langvinn veikindi. Endurhæfingarlífeyrir – kröfur og tengsl við endurhæfingu. Ákvarðanir um endurhæfingarlífeyri eru ekki alltaf skýrar og valda vanda í endurhæfingarferli einstaklinga. ÁHRIFAÞÁTTUR Starfsgetumat í stað örorkumats. Örorkumatsstaðall sem beinir sjónum sínum að vangetu fólks og færniskerðingu. Tengsl starfsendurhæfingar og starfsgetumats. Auka þarf samvinnu ólíkra aðila undir hatti samræmdrar stefnumörkunar í þessum málaflokki. Endurskoða og einfalda þarf framfærslukerfi vegna skertrar starfsgetu. Tryggja betur rétt einstaklinga til vinnu þegar um heilsubrest er að ræða þannig að auðveldara verði fyrir launamenn að koma aftur til starfa í kjölfar veikinda og slysa. Mikilvægt er að endurskoða vinnulag við ákvörðun endurhæfingarlífeyris til að tryggja samhæfingu og stuðla að faglegum ákvörðunum í endurhæfingarferlinu. Innleiða starfsgetumat í stað örorkumats ásamt skýrri sýn á hlutverk örorkulífeyris innan velferðarkerfisins. Samhliða þarf að vinna að því að breyta viðhorfum, þjónustuframboði og nálgun í þjónustu. Mikilvægt er að þróa starfsgetumat í samhengi við bæði endurhæfingu og starfsendurhæfingu. Á sama tíma þarf að gæta að rétti einstaklings í öllu ferlinu, tryggja sanngjarna málsmeðferð og möguleika á áfrýjun ákvarðana. AÐGERÐ Starfsendurhæfing og vinnumiðlun ÁHRIFAÞÁTTUR Halda áfram að efla og byggja upp þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Skortur á samhæfingu milli starfsendurhæfingar og atvinnuleitar fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Halda áfram að efla og bæta þjónustu á sviði starfsendurhæfingar bæði hjá VIRK og öðrum aðilum. Það er mikilvæg forsenda ýmissa kerfisbreytinga að einstaklingum bjóðist góð þjónusta og stuðningur út á vinnumarkaðinn. Efla starfsendurhæfingarþjónustu og gera hana í meira mæli atvinnutengda. Auka samstarf VIRK og Vinnumálastofnunar með það að markmiði að auka og bæta sérhæfða þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu. AÐGERÐ AÐGERÐ 17virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.