Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Page 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Page 27
 VIRK STYRKIR VIRK SÉRSTAKLEGA VERÐUR HORFT TIL UNGS FÓLKS 2017 VIRK veitti í fyrsta sinn haustið 2016 styrki til virkniúrræða sem styðja við og auka árangur í starfsendurhæfingu. Markmið styrkjanna til virkniúrræðanna er að stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heilsubrest sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra. Styrkirnir til virkniúræðanna eru viðbót við styrki sem VIRK hefur veitt undanfarin ár til rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna en VIRK er heimilt samkvæmt lögum 60/2012 að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu m.a. með styrkveitingum. Sérstaklega verður horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rannsóknar- og þróunarverkefna tengdu ungu fólki í styrkveitingum VIRK árið 2017 m.a. vegna þess að hlutfall yngra fólks meðal einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hefur farið vaxandi undanfarin ár. Framkvæmdastjórn VIRK úthlutar styrkjum tvisvar á ári í þessu skyni í samræmi við rannsóknarstefnu VIRK og þurfa umsóknir um styrki að hafa borist sjóðnum fyrir 15. janúar eða 15. ágúst ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar í framhaldinu af framkvæmdastjórn að fenginni umsögn frá sérfræðingum VIRK og liggja fyrir í mars og október. Á vefsíðu VIRK má finna rannsóknarstefnu starfsendurhæfingar- sjóðsins, reglur um úthlutun styrkja og umsóknareyðublöð. 27virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.