Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Síða 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Síða 50
IPS-LITE rannsóknin Við slembiröðuðum 123 sjúklingum annars- vegar í IPS og hinsvegar í IPS-LITE og söfnuðum gögnum frá 120 þeirra. Allir sjúklingarnir voru á þeim tíma í tengslum við geðheilbrigðisþjónustu og höfðu verið atvinnulausir í meira en sex mánuði. Sömu fjórir atvinnuráðgjafarnir sáu um íhlutunina en þjónustan við þá sem völdust í IPS-LITE var takmörkuð við 9 mánaða stuðning til að finna starf. Ef þeir höfðu ekki fundið starf á þeim tíma, þá benti atvinnuráðgjafinn á að e.t.v. væri tíminn ekki réttur og að þeir ættu Kostnaðarhagkvæmniplan Ódýrari Dýrari Meiri árangur Minni árangur IPS-LITE Mynd 1. Kostnaðarhagkvæmniplan Mynd 2. Tími að útskrift úr IPS þjónustu HR (Hazard Ratio); IPS (Individual Placement and Support); IPS-LITE (tíma-afmarkað IPS) 0 – 9 mánuðir HR=4.66 (95% CI=1.52-14.24); p<0.01 10 -18 mánuðir HR=22.26 (95% CI=9.40-52.75); p<0.01 Fj öl di s jú kl in ga e nn í IP S þj ón us tu IPS IPS-LITE 62 47 31 15 0 0/12 9/12 18/12 Tími (mánuðir) að hætta í IPS og að sjúklingarnir ættu að halda áfram í sinni geðheilbrigðisþjónustu að minnsta kosti um tíma. Þeim væri hins vegar hjartanlega velkomið að koma aftur í verkefnið ef þeir teldu að aðstæður hefðu breyst. Ef þeir voru hins vegar búnir að finna starf þá varði stuðningur í starfi aðeins í 4 mánuði. Tilgátan okkar var sú að IPS-LITE væri hugsanlega ekki eins árangursrík og IPS en vegna aukinna afkasta mundi hún vera hagkvæmari út frá fjárhagslegum sjónarmiðum þar sem fleiri sjúklingar myndu fá vinnu með afmörkuðum fjölda af IPS starfsmönnum. Tilgáta okkar var sú að hún myndi falla í vinstra hornið neðst á kostnaðarhagkvæmniplaninu (cost effectiveness plan) – minni árangur en ódýrari (mynd 1). Niðurstöður okkar voru kynntar árið 2015 og voru þær betri en við höfðum búist við (Burns, Yeeles, Langford, Vazquez Montes, Burgess og Anderson 2015). Tíðni atvinnu eftir 18 mánuði var nokkurn vegin sú sama (IPS-LITE 24 (41%), IPS 27 (46%)). Eins og gert hafði verið ráð fyrir, þá höfðu mun fleiri sjúklingar úr IPS-LITE verið útskrifaðir eftir 18 mánuði (57 (97%) samanborið við 16 (28%) úr IPS (mynd 2). Einungis 11 sjúklingar fengu vinnu eftir 9 mánuði (4 IPS-LITE, 7 IPS). Allir í IPS-LITE hópnum og 2 sjúklingar í IPS hópnum fengu vinnu eftir að hafa verið útskrifaðir frá atvinnuráðgjafa – í raun fundu sjúklingarnir störfin af sjálfsdáðum. Einungis 5 sjúklingar (10%) fengu því vinnu vegna áframhaldandi þjónustu frá IPS atvinnuráðgjafa. Við fundum engan mun á öðrum niðurstöðum, svo sem líðan, félagslegri virkni, ánægju o.s.frv. Útreikningar okkar sýndu að ef nýju sjúklingunum sem kæmu inn í þessa tvo hópa gengi jafn vel að finna sér vinnu þá myndu þeir í IPS-LITE hópnum fá 36 störf og það jafnvel innan fyrstu 18 mánaðanna í þjónustu samanborið við þá í IPS hópnum sem myndu fá 31 starf. Það er nokkuð ljóst að sú hagræðing sem fylgir því að fleiri geta farið í gegnum IPS-LITE þjónustu mun aukast hratt eftir því sem tíminn líður og að hin IPS þjónustan mun ávallt sitja uppi með helming sjúklinga sinna sem eiga líklega aldrei eftir að finna vinnu. Vandamál og lausnir við innleiðingu IPS IPS, eins og henni var líst hér að framan, er mjög álitleg að mati yfirvalda og stefnumótenda. Einfaldleiki IPS og skyn- semi mæla með henni. Sannleikurinn er samt sá að IPS aðferðafræðin er mun sjaldnar innleidd en maður mundi halda. Fyrirtæki sem gefa sig út fyrir að leiðbeina um framkvæmd á IPS virðast ganga mjög vel en reiða sig á reynslumikla sölumenn og yfirfærsla á aðferðafæði IPS í almenna þjónustu er vandfundin. Það er nokkuð algengt að finna svokallaðar IPS þjónustur sem eru það alls ekki, oft eru þetta einfaldlega venjulegar vinnumiðlanir sem taka sér merki IPS. Það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að staðfestar IPS 50 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.