Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Síða 72

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2017, Síða 72
Hér verður fjallað um bókina The Handbook of Salutogenesis. Bókinni er ritstýrt af Maurice B. Mittelmark, Shifra Sagy, Monica Eriksson, Georg F. Bauer, Jürgen M. Pelikan, Bengt Lindström og Geir Arild Espnes og er gefin út af Springer bókaforlaginu í New York árið 2017. Formála skrifar Ilona Kickbusch. Bókin er alls 461 blaðsíða, hún skiptist í sjö hluta og 49 kafla. Í lok hvers kafla er heimildaskrá og aftast í bókinni er atriðaorðaskrá. Bókina er hægt að fá á rafrænu formi endurgjaldslaust. Alls koma 87 fræðimenn að kaflaskrifum, meðal annars frá Ísrael, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Austurríki, Hollandi, Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Kína. Eins og bókartitillinn gefur til kynna er hér um að ræða handbók um bætta heilsu þar sem áhersla er á þá þætti sem stuðla að heilbrigði og velferð í stað þess að einblína á orsakir og sjúkdóma. Salutogenesis er myndað af orðunum salus, sem merkir heilsa eða heilbrigði og genesis, sem merkir sköpun eða myndun. Hugmyndafræðin er stundum nefnd uppspretta heilbrigðis eða heilbrigðisefling (Salutogenis model of Health) og beinist að því hvernig hægt er að stuðla að bættri heilsu og fá sem flesta til að stunda heilsueflandi lífsstíl á öllum sviðum, líkamlega, andlega og félagslega. BÓKARÝNI The Handbook of Salutogenesis ÞÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR MA í náms- og starfsráðgjöf og atvinnulífstengill hjá VIRK HÉR ER UM YFIRGRIPSMIKLA HANDBÓK AÐ RÆÐA UM RANNSÓKNIR OG HUGMYNDAFRÆÐI HEILSUEFLINGAR (SALUTOGENESIS) OG HVERNIG BEITA MEGI HENNI TIL AÐ STUÐLA AÐ HEILBRIGÐI OG VELFERÐ Í DAGLEGU LÍFI. HANDBÓKIN Á ERINDI TIL ÞEIRRA SEM HAFA ÁHUGA Á LÝÐHEILSU ALMENNT, FAGFÓLKI Á SVIÐI UMHVERFISMÁLA, STJÓRNUNAR (ÞJÓNANDI FORYSTU), MENNTA- OG HEILBRIGÐISMÁLA OG STARFSENDURHÆFINGAR SVO EITTHVAÐ SÉ NEFNT.“ 72 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.