Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 6
skapandi listamenn. Heimili hennar er skammt frá vinnustofunni, það segir listakonan þægilegt, dagsverk- ið verði oft drýgra og það sé þá hægt að nýta betur þær stundir sem gefast til listsköpunar. Verk hennar eru mjög fjölbreytileg og bera gott vitni um rnikla sköpunargleði, hugmyndaflug, mikla þjálfun og hæfni til að hanna fallega listmuni, nytjahluti, skúlpt- úra og skrautmuni af ýmsum stærðum og gerðum. Hún hefur gert marga hluti þar sem hún blandar saman gleri og keramik en oftast býr hún til gripi sem eru annaðhvort úr gleri eða keramik. Líklega er kerta- stjakinn „Geysir" vinsælasti hluturinn sem hún hefur framleitt. Þó að hún hafi gert mörg eintök af stjakanum eru engin tvö eins, og grunnhugmyndin heldur stöðugt áfram að þróast og breytast. Undanfarið hefur Inga Elín lagt meiri áherslu á að vinna úr glerinu. Hún segir að það haldi áfram að heilla sig, möguleikar til hönnunar virðist vera ótæmandi. Hún segir að sig langi til að vinna meira með glerið í tengslum við ljós og lýsingu. Sumir listgripir sem eru til sýnis í galleríi hennar á Skólavörðustíg eru einfaldir og klárir í allri uppbygg- ingu bæði hvað snertir form, lit og skreytingu, aðrir flóknari, bæði myndbygging og skreyting. I þeim öllum er gott samræmi, form, litaspil og skreyting mynda góða heild.Verk hennar hafa vakið athygli fyrir sérstæða hönnun. Inga Elín hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið þrjár einkasýningar, þar af eina í Oriel galler- íinu í London. Islenskur markaður í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar kynnti hana sem „Listamann sumarsins 1992" í versluninni í flughöfninni. Hún hefur hlotið viður- kenningar fyrir verk sín bæði í Danmörku og Noregi. Inga Elín segir að sala á verkum sínum sé góð og að ágætt sé að geta komið verkum sínum á framfæri í eig- in sýningaraðstöðu. Það gefur auga leið að árangur Ingu Elínar byggist ekki aðeins á góðum hæfileikum, menntun, þjálfun og reynslu; þar liggja einnig að baki langir vinnudagar og mjög mikið starf sem ekki er miðað við hefðbundinn vinnutíma. Hún álítur mikla möguleika á að nota gler meira í alls konar byggingar og jafnvel húsgögn. Hún hefur margar hugmyndir um hvernig fegra megi kirkjur með lista- verkum úr gleri, nota það til dæmis í skírnarfonta og alt- aristöflur úr gleri þar sem gler, litur og ljós spila með formum og fallegri myndbyggingu. Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson / ímynd, Hreinn Hreinsson o.fl. 6 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: