Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 32

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 32
Islenskur skógarhnífur Samkeppni á vegum Landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktar ríkisins. Nokkrir hnífar úr keppninni ásamt slíðrum. Myndin er tekin á sýningu í Miðhúsum við Egilsstaði. Skógrækt ríkisins og Land- búnaðarráðuneytið efndu á vordögum til samkeppni um íslenskan skógarhníf. Skóg- ræktin opnaði nýlega „íslenska viðarmiðlun" í húsakynnum Landgræðslusjóðs við Suðurhlíð í Reykjavík og var keppnin haldin af því tilefni. Þótti skógræktar- mönnum tilhlýðilegt að kynna hið íslenska hráefni fyrir handverks- fólki. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, 60 fullsmíðaðir hnífar bár- ust í keppnina, auk tillagna í formi teikninga. I auglýsingu um keppnina segir svo: „Með skógarhníf er átt við hníf sem nýtist vel til starfa í skógi og til útivistar. Hann situr í slíðri sem hægt er að festa við belti eða á hnapp. Hann er að hámarki 23 sm langur. Hnífsblaðið má ekki vera lengra en 12 sm samkvæmt 3. gr. reglugerðar urn skotvopn og skot- færi nr. 474/1988 sem sett var með heimild í lögum um skotvopn, sprengiefni og flugelda nr. 46 frá 1977. Hnífurinn þarf að vera gerður úr íslensku efni að undanskildu blað- inu. Eingöngu má nota íslenskan við í skaft og íslenskt efni í slíður. Við val á bestu tillögunum verð- ur sérstaklega tekið mið af hönnun og formi hnífsins, efnisgerð, útliti, hvernig hann fer í hendi og að auðvelt sé að festa hann og losa úr slíðri." Ekki er að orðlengja það að fjöl- breytnin í tillögum þeim sem bár- ust var ótrúleg. Norrænir skóg- ræktarmenn sem sáu hnífana á sýningu sem haldin var í tengslum við ráðstefnu þeirra í Borgarleik- húsinu í júní töldu víst að hér væri saman komið úrval af íslenskum skógarhnífum gegnum tíðina eða frá tilteknum árafjölda. Þeir áttu bágt með að trúa að þetta væri af- rakstur einnar samkeppni. Dóm- nefndarinnar, sem var skipuð þeim Þór Þorfinnssyni skógar- verði, Guðmundi Einarssyni iðn- hönnuði og Omari Sigurbergssyni innanhússarkitekt, beið því erfitt hlutverk. Niðurstaða þeirra þre- menninga varð á endanum sú að verðlauna hníf Hlyns Halldórs- sonar frá Miðhúsum, „Sigga". Hlaut „Siggi" þar með sæmdar- heitið „íslenski skógarhnífurinn 1996." Sex aðrir hnífar hlutu við- urkenningu. Höfundar þeirra voru þeir George Hollanders og Helgi Þórsson, Bergsteinn Ás- björnsson, Lene Zachariassen og Beate Stormo, Hlynur Halldórs- son, Páll Sveinsson og Bergsveinn Þórsson. Hnífarnir hafa verið almenn- ingi til sýnis víða um land í sumar. Það hefur vakið athygli gesta á þessum sýningum hve hnífarnir eru fjölbreyttir og vandaðir. Nú er hafinn undirbúningur að fjölda- framleiðslu á „Sigga" og er vonast til að skógræktarmönnum og öðr- um unnendum góðs handverks gefist kostur á að kaupa hann sem allra fyrst. Gréta E. Pálsdóttir Myndir: Skógræktin/ ÓlafurOddsson. 32 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.