Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Side 52

Hugur og hönd - 01.06.1996, Side 52
Efni: Kambgarn, um 70 g af ljósgrænum nr. 0946, um 50 g af dökk grænum nr. 0969 eða kambgarn, um 70 g af dökkbrúnum nr. 0906, um 10 g af dökkgrænum nr. 0969, Rowan lightweight, um 10 g af grænum nr. 73, um 10 g af ólívugrænum nr. 405, Rowan pure new wool, um 10 g af gulum nr. 8, Rowan Donegal lambswool, um 10 g af grænum nr. 481. Prjónar: sokkaprjónar nr 2 '/2 Prjónafesta: 12 lykkjur = 4 cm 13 umferðir = 4 cm. Lykkjufjöldi: Fitjið upp 56 lykkjur og prjónið stuðlabekk, 2 sléttar, 2 brugðnar, um 7 cm lang- an. I fyrstu sléttu umferð er aukið í 16 lykkjum með jöfnu millibili, þá eru 72 lykkjur á. Prjónið eftir teikningu, sem lesin er frá hægri til vinstri fyrir hægrihandar vett- ling, en frá vinstri til hægri fyrir vinstrihandar vettling. Eftir 19. umferð er prjónað í 14 lykkjur fyr- ir þumli. Bandúrtaka: 1. umferð prjónast þannig: 1. prjónn: prjónið fyrstu lykkju slétta, takið næstu af óprjónaða, prjónið næstu, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá lykkju, prjónið prjóninn á enda. 2. prjónn: prjónið þar til þrjár lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónið tvær saman sem eina, prjónið síðustu lykkju. 3. prjónn: prjónaður eins og 1. prjónn. 4. prjónn: prjónaður eins og 2. prjónn. Þumall: sprettið lausa endan- um úr, setjið þumallykkjurnar á 3 prjóna, prjónið 2 lykkjur upp í hvoru viki, svo ekki komi gat. Þá eiga lykkjurnar að vera 32. Frágangur: gangið vel frá öll- um lausum endum á röngu. Þvoið vettlingana úr volgu, mildu sápu- vatni. Sléttið þá vandlega á hand- klæði og látið þorna. Sæunn Þorsteinsdóttir Myndir: Sæunn Þorsteinsdóttir Til sölu vefstóll, glimákra, vefbreidd 110 cm. Sem nýr. Upplýsingar i síma 465 2117 52 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.