Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 13
Gullkálfurinn tilbeðinn. hann sig á skip sem stundaði fisk- flutninga og var síðast við bygg- ingavinnu við gullnámurnar norð- vestan við Þrælavatn og hjá Hud- son-félaginu. En ætíð vakti hjá honum löngun- in að fara aftur heim til Islands. Heimþráin óx eftir því sem aldur- inn færðist yfir og 1959 lét hann verða af því að fara í heimsókn á æskuslóðirnar. Ekki festi hann yndi í Kanada eftir að hann kom þangað úr þeirri ferð og flutti alkominn til íslands 1961. Hann fluttist til frændfólks á Höfn í Hornafirði. Eft- ir heimkomuna stundaði Guðjón aðallega trésmíðavinnu, mest við- gerðir og viðhald á húsum. Hann byggði lítið hús sem hann flutti að Fagurhólsmýri og setti niður stutt fyrir neðan hamarinn. Hafði hann húsið fyrst sem sumarbústað en frá árinu 1972 var hann skráður heim- ilisfastur á Fagurhólsmýri og bjó þar í litla húsinu það sem eftir var ævinnar. I blaðaviðtali segir Guðjón að hann hafi byrjað að skera út og búa til brúður og smíða leikföng þegar hann var 10 ára gamall. En það er ekki fyrr en hann er kominn um sjötugt og farið að hægjast um hjá honum við vinnu, að hann fer að fást við að búa til styttur úr tré, skreyta þær og mála. Sagt er að hann hafi þá í frítímum byrjað á að smíða leikföng og smá- dót sem hann gaf börnum, en hann var mjög barngóður. Síðar fór hann út í styttugerðina, þær smíðaði hann venjulega úr furuplönkum. Smám saman fór hann einnig að nota önnur efni og málningu til skreytinga á styttunum. Hann sagðist alltaf hafa haft ákveðnar persónur í huga þegar hann gerði styttur sínar, enda voru kunnugir fljótir að bera kennsl á nágranna, vini og ættingja og höfðu gaman af. A síðustu árum sínum sótti Guðjón einnig oft hugmyndir að styttum sínum í þjóðsögur og sagnir. Ekki var Guðjón nostur- samur og smámunasamur við gerð verka sinna, enda hæfði það ekki hans stíl. Með einfaldri smíð og út- færslu náði hann einmitt að tjá það sem hann ætlaði sér í það og það skiptið. Frumleiki og sköpunar- gleði einkenndu verk Guðjóns. Framan af gekk honum ekki vel að selja stytturnar og var sama þó verðið væri lágt. En þetta breyttist. Fólk alls staðar að af landinu vildi eiga tréstyttur eftir Guðjón og falaði þær af honum. Kom þar að hann hafði vart undan að búa til allar þær styttur sem fólk vildi fá keyptar. Haldnar voru sýningar á verk- um Guðjóns í sýningarsalnum í Hafnarborg og Nýlistasafninu, vöktu þær mikla athygli. Guðjón R. Sigurðsson var mjög sjálfstæður persónuleiki og vildi Grettir Ásmundarson. sem lengst búa og bjarga sér hjálp- arlaust, enda vanur því á langri og viðburðaríkri ævi. Hann var ó- kvæntur og barnlaus. Síðustu árin naut hann umhyggju og aðstoðar ættingja sinna á Fagurhólsmýri. Guðjón lést árið 1991. Þórir Signrðsson Myndir: Guðmundur Ingólfsson / ímynd Hugur og hönd 1996 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.