Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 35
„Paklaken" (Pachlachen) í kaup-
setningunum. ... A 18. öldinni
gengu aðalklæðategundirnar und-
ir nöfnunum Sars, Baj, Rask og
Kersei (nm.: Késsu kölluðu íslend-
ingar það)..."
Erfitt hefur reynst að segja ná-
kvæmlega til um hvernig mörg
þessi efni voru, þrátt fyrir að nöfn-
in á þeim gefi nokkuð til kynna
þar um.
Af margvíslegum rituðum
heimildum hefur verið ljóst, að ís-
lenskur almenningur átti klæðnað
úr erlendum efnum og oft í meira
mæli en yfirvöld töldu ráðlegt.
Aftur á móti eru það ný tíðindi að
geta með hjálp fyrrgreindra efna-
sýnishorna sagt til um, hvernig
mörg þessi erlendu efni voru og
varpa þannig skarpara ljósi á sögu
fatnaðar og vefnaðarvöru síðustu
alda á Islandi.
Hvað varð um efnin sem voru
í krambúðunum í Grindavík
og á Básendum árið 1752?
Haldbærustu heimildir þar um
eru líklega varðveittar uppskriftir
af dánarbúum frá seinni helmingi
18. aldar. Við andlát var skylt að
„uppskrifa og vurdera/reg-
istrera", þ.e. skrá og meta, eigur
hins látna. Þeim sem tekst að kom-
ast fram úr skriftinni á þeim upp-
skriftum, sem víða eru erfiðar af-
lestrar, verður óneitanlega margt
ljósara. Hér er hvorki staður né
stund til að sökkva sér djúpt í
þann fróðleik og mun ég því að-
eins stikla á stóru úr dánarbúum
frá árinu 1722 til 1786 og bera nöfn
á efnum sem þar koma fram sam-
an við nöfnin sem notuð voru yfir
álnavöruna í Grindavík og
Básendum 1752.
Hvaða flíkur átti allur þorri ís-
lendinga um og eftir miðja 18. öld?
Þegar Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal gaf íslenskum húsmæðr-
um heilræði sín í bókinni „Arn-
björg, æruprýdd dáindiskvinna á
Vestfjörðum íslands, afmálar
skikkan og háttsemi góðrar hús-
móður í hússtjórn, barnauppeldi
og allri innanbæjarbúsýslu", sem
hann skrifaði líklega um 1780,
sagði hann m.a. um háttsemi hús-
móður: „Ei þykir henni hjú sín
hafa nógan klæðnað nema hvert
þeirra eigi allan fatnað fornan (það
sem að fornvenju bænda og Búa-
lögum geti talist alfatnaður), tvenn
ígangsklæði hversdags til skipta,
einn helgidagaklæðnað og einn
hátíðaklæðnað" (bls. 466-467).
En hver var aðallega munur á
hversdags- og sparifatnaði?
Sveinn Pálsson segir nokkuð
þar um í Ferðabók sinni sem hann
skrifaði í lok 18. aldar. Sveinn lýsir
hversdagsfatnaði karla í Hegra-
nesþingi stuttlega og segir svo:
„Sparifötin eru eins, nema hvað
vestið er oft úr kalemanger eða
öðru röndóttu efni, ... og um háls-
inn bláir eða rauðir léreftsklútar"
(bls. 637). Röndótt kalemanger er
einmitt víða að finna í vöruúttekt-
um frá miðri 18. öld og hálsklútar
karlanna eru líka innflutt vara. Um
kvenfólkið norðan heiða segir
Sveinn: „A sunnudagsfötum
þeirra er ekki annar munur en sá,
að þau eru úr fínna efni" (bls. 637).
Líklega eru fínu efnin í sunnu-
dagafötum kvenna einnig að hluta
til innflutt, því að sjaldan hafa þær
látið karlana um að skarta meiru
en þær í fatnaði.
Sveinn talar lítið um hátíða-
klæðnað, þrátt fyrir að Björn í
Sauðlauksdal hafi talið hann með-
Hugur og hönd 1996 35