Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 35

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 35
„Paklaken" (Pachlachen) í kaup- setningunum. ... A 18. öldinni gengu aðalklæðategundirnar und- ir nöfnunum Sars, Baj, Rask og Kersei (nm.: Késsu kölluðu íslend- ingar það)..." Erfitt hefur reynst að segja ná- kvæmlega til um hvernig mörg þessi efni voru, þrátt fyrir að nöfn- in á þeim gefi nokkuð til kynna þar um. Af margvíslegum rituðum heimildum hefur verið ljóst, að ís- lenskur almenningur átti klæðnað úr erlendum efnum og oft í meira mæli en yfirvöld töldu ráðlegt. Aftur á móti eru það ný tíðindi að geta með hjálp fyrrgreindra efna- sýnishorna sagt til um, hvernig mörg þessi erlendu efni voru og varpa þannig skarpara ljósi á sögu fatnaðar og vefnaðarvöru síðustu alda á Islandi. Hvað varð um efnin sem voru í krambúðunum í Grindavík og á Básendum árið 1752? Haldbærustu heimildir þar um eru líklega varðveittar uppskriftir af dánarbúum frá seinni helmingi 18. aldar. Við andlát var skylt að „uppskrifa og vurdera/reg- istrera", þ.e. skrá og meta, eigur hins látna. Þeim sem tekst að kom- ast fram úr skriftinni á þeim upp- skriftum, sem víða eru erfiðar af- lestrar, verður óneitanlega margt ljósara. Hér er hvorki staður né stund til að sökkva sér djúpt í þann fróðleik og mun ég því að- eins stikla á stóru úr dánarbúum frá árinu 1722 til 1786 og bera nöfn á efnum sem þar koma fram sam- an við nöfnin sem notuð voru yfir álnavöruna í Grindavík og Básendum 1752. Hvaða flíkur átti allur þorri ís- lendinga um og eftir miðja 18. öld? Þegar Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal gaf íslenskum húsmæðr- um heilræði sín í bókinni „Arn- björg, æruprýdd dáindiskvinna á Vestfjörðum íslands, afmálar skikkan og háttsemi góðrar hús- móður í hússtjórn, barnauppeldi og allri innanbæjarbúsýslu", sem hann skrifaði líklega um 1780, sagði hann m.a. um háttsemi hús- móður: „Ei þykir henni hjú sín hafa nógan klæðnað nema hvert þeirra eigi allan fatnað fornan (það sem að fornvenju bænda og Búa- lögum geti talist alfatnaður), tvenn ígangsklæði hversdags til skipta, einn helgidagaklæðnað og einn hátíðaklæðnað" (bls. 466-467). En hver var aðallega munur á hversdags- og sparifatnaði? Sveinn Pálsson segir nokkuð þar um í Ferðabók sinni sem hann skrifaði í lok 18. aldar. Sveinn lýsir hversdagsfatnaði karla í Hegra- nesþingi stuttlega og segir svo: „Sparifötin eru eins, nema hvað vestið er oft úr kalemanger eða öðru röndóttu efni, ... og um háls- inn bláir eða rauðir léreftsklútar" (bls. 637). Röndótt kalemanger er einmitt víða að finna í vöruúttekt- um frá miðri 18. öld og hálsklútar karlanna eru líka innflutt vara. Um kvenfólkið norðan heiða segir Sveinn: „A sunnudagsfötum þeirra er ekki annar munur en sá, að þau eru úr fínna efni" (bls. 637). Líklega eru fínu efnin í sunnu- dagafötum kvenna einnig að hluta til innflutt, því að sjaldan hafa þær látið karlana um að skarta meiru en þær í fatnaði. Sveinn talar lítið um hátíða- klæðnað, þrátt fyrir að Björn í Sauðlauksdal hafi talið hann með- Hugur og hönd 1996 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: