Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 47
þegar þær byrjuðu að vefa. Ég
hafði einmitt velt því fyrir mér
hvernig skeiðin væri notuð og
þarna sá ég það, þær notuðu báðar
hendur og slógu vefinn á mörgum
stöðum. Það er erfitt verk að
standa við vef og slá upp fyrir sig
og á móti þyngdarlögmálinu. En
þessar konur veigruðu sér ekki við
erfiði. Móðirin vann af miklu ör-
yggi og nákvæmni, hún hafði lært
vinnubrögðin af móður sinni og
ömmu og þær voru nákvæmnis-
manneskjur, allt skyldi vera ná-
kvæmt og vel unnið. Eitt sinn brá
hún sér frá og þegar hún kom aftur
og leit yfir handaverk dóttur sinn-
ar, sagði hún: „Það er lús í vefn-
um!" Þá hafði dóttirin brugðið ívaf-
inu tvisvar í sama skil og móðirin
sá það undireins og lét hana rekja
upp. Þetta tíðkast ekki lengur. Nú
orðið er ekki gengið eins eftir því
að vinna nákvæmlega og rétt.
Gamli vefstaðurinn er enn í
notkun á þessum bæ, því margir
voru áhugasamir að sjá vinnu-
brögðin þegar þeir heyrðu um
þessa gömlu verkkunnáttu. Ég
skrifaði bók um þessi gömlu
vinnubrögð og hélt fyrirlestra um
rannsóknir mínar og í framhaldi af
því fengu konurnar á bænum,
gamla ekkjan og dóttir hennar,
pantanir frá fólki sem vildi eignast
rúmteppi ofin á þennan forna hátt.
Dóttirin, Bertha Lie, vefur enn í
dag rúmábreiður í kljásteinavef-
staðnum og ekki eru mörg ár síðan
hún var fengin til að koma til Os-
lóar og vefa á handverkssýningu.
Arið 1956 ferðaðist ég um
Samabyggðir. Svo skemmtilega
vill til að hægt er að tímasetja það
nokkuð nákvæmlega hvenær
Samarnir kynnast vefstaðnum, því
að orðaforði þeirra um vefnað og
ýmsa hluta vefstaðarins bendir til
þess að þeir hafi vitneskju sína frá
fólki sem talaði norrænu og málið
er frá því í kringum árið 600. Um
það leyti varð breyting á tungu-
málinu, svo að þannig geta fræði-
menn komist að raun um að orða-
forði Samanna er frá því fyrir þá
breytingu. Þar varð ég vör við
þann mun sem ég nefndi áðan,
þegar ég spurði hvernig hitt og
þetta væri unnið. Þá var svarað:
„Það þarf ekki að vera svo ná-
kvæmt." Mér líkar ekki hvernig
handavinna er kennd í skólum í
Lesendur!
Hafið þið athugað að með því að gerast félagar í
Heimilisiðnaðarfélagi íslands fáið þið:
10% afslátt í versluninni
Islenskum Heimilisiðnaði
10% afslátt af námskeiðs-
gjöldum í Heimilisiðnaðar-
skólanum
Ársrit Hug og hönd
innifalið í árgjaldinu
Fréttabréf félagsins
og fréttabréf Handverks -
reynsluverkefnis með
upplýsingum um allt
sem er á döfinni varðandi
málefni handverksfólks,
um sýningar, kynningar o.fl.
Tekið er á móti skráningum á skrifstofu Heimilisiðnaðarfélagsins, í síma
551 5500 eða 551 7800. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Hug og hönd.
Nýir áskrifendur og félagar fá þrjú eldri blöð af Hug og hönd í kaupbæti.
dag. Það er ekki lögð nein áhersla
á nákvæmni í vinnubrögðum. Ég
tel að fólk þurfi að læra hvernig á
að vinna verkin rétt, síðar meir
getur það slakað á kröfunum ef
það vill það sjálft."
Eiginmaður Mörtu, Johan Hoff-
mann, sem var lögfræðingur, var
fenginn til að undirbúa stofnun
Húsnæðismálastofnunar hér á
landi á sínum tíma. Þar sem Marta
vissi að kljásteinavefstaður hafði
verið notaður hérlendis fyrr á tím-
um, slóst hún í för með manni sín-
um og dvaldist hér um tveggja
mánaða skeið árið 1962. Hún
minnist þess hve allir safnamenn
voru henni hjálplegir, bæði á Þjóð-
minjasafni og Landsbókasafni. Þar
voru til heimildir á norsku og
dönsku sem gerðu henni auðveld-
ara fyrir að viða að sér fróðleik um
íslenskar aðstæður.
I þessari ferð hófst einnig sam-
starf Mörtu og Elsu E. Guðjónsson,
en árið 1963 settu þær í samein-
ingu upp kljásteinavefstað í Þjóð-
minjasafninu, annan tveggja sem
til eru þar á bæ. Þar var um að
ræða gamlan vefstað sem þurfti að
endursmíða að hluta.
Þessi för varð Mörtu notadrjúg í
undirbúningi hennar undir dokt-
orsritgerð, sem hún varði árið
1964. Ritgerðin heitir The Warp-
Weighted Loom og fjallar um kljá-
steinavefstaðinn, sögu hans og út-
breiðslu. Ritgerðin hefur verið gef-
in út á bók, sem þegar hefur kom-
ið út í þremur útgáfum, en aðeins
á ensku. Þegar norskt útgáfufyrir-
tæki frétti af þessari ensku útgáfu
ritgerðarinnar og hafði fengið fyr-
irspurnir um hvort hún yrði fáan-
leg á norsku, var Marta þegar
komin lengra áleiðis í rannsóknum
sínum og farin að snúa sér að öðr-
um efnum, svo sem sögu línræktar
og línverkunar í Noregi og áhöld-
um sem línverkun tilheyrðu.
Henni fannst ekki fýsilegt að gefa
ritgerðina út óbreytta og gaf sér
ekki tíma til að gera á henni þær
breytingar sem henni þótti þurfa.
Þetta segir nokkuð um hve mikil-
virk Marta Hoffmann er, og nú, á
níræðisaldri, er hún enn ótrauð í
fræðistörfum sínum.
Gréta E. Pálsdóttir
Hugur og hönd 1996 47