Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 44
Leppar eða barðar úr heimilisiðnaðarsafninu. eir eru ekki margir sem vita um tilvist heimilisiðnaðar- safnsins, enda er það geymt í eldtraustum skáp í versluninni Islenskum Heimilisiðnaði í Hafn- arstræti 3. Gerður Hjörleifsdóttir verslunarstjóri þekkir sögu safns- ins og tilurð. „Hér hefur í smáum stíl verið safnað hlutum, allt frá því að rekstur Islensks Heimilisiðnaðar hófst árið 1951 í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins," segir Gerður. „Við sem höfum haft á hendi verslunarstjórn höfum í ár- anna rás keypt hluti sem okkur hafa þótt sérstakir eða á einhvern hátt skara fram úr. Einnig hafa safninu borist gjafir víðs vegar að, margvíslegir handunnir gripir. Safnið á auðvitað talsvert marga mismunandi muni af sama tagi, fjölda af hyrnum og sjölum og mikið af leppum, en einnig eru til gripir sem eru einstakir í sinni röð." Nú er unnið að skráningu safn- muna, en hún hófst árið 1989. Elsti hlutur sem hægt er með vissu að tímasetja í safninu er silfurbúin svipa sem var fermingargjöf árið 1914. Söfnunin var ekki markviss fyrstu árin og ekki hugsuð sem grunnur að safni. Því má segja að skráning sé nokkrum erfiðleikum bundin, en Gerður hefur nokkuð góða yfirsýn yfir það sem safnast hefur í hennar verslunarstjóratíð. Heimilisiðnaðarfélagið skipaði sérstaka safnnefnd fyrir einum fjórum árum. Hana skipa: Gerður Hjörleifsdóttir, Margrét Gísladóttir og Sigrún Axelsdóttir. Einnig hef- ur Hildur Sigurðardóttir starfað með nefndinni. Safnið er orðið talsvert að vöxt- um og það brýna verkefni óleyst að finna því húsnæði við hæfi og ákveða framtíðarskipan þess. Vonandi tekst það fyrr en seinna því þarna er að finna forvitnilega gripi fyrir handverksfólk og augnayndi fyrir fagurkera og ferðamenn. Gréta E. Pálsdóttir 44 Hugnr og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: