Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 44

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 44
Leppar eða barðar úr heimilisiðnaðarsafninu. eir eru ekki margir sem vita um tilvist heimilisiðnaðar- safnsins, enda er það geymt í eldtraustum skáp í versluninni Islenskum Heimilisiðnaði í Hafn- arstræti 3. Gerður Hjörleifsdóttir verslunarstjóri þekkir sögu safns- ins og tilurð. „Hér hefur í smáum stíl verið safnað hlutum, allt frá því að rekstur Islensks Heimilisiðnaðar hófst árið 1951 í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins," segir Gerður. „Við sem höfum haft á hendi verslunarstjórn höfum í ár- anna rás keypt hluti sem okkur hafa þótt sérstakir eða á einhvern hátt skara fram úr. Einnig hafa safninu borist gjafir víðs vegar að, margvíslegir handunnir gripir. Safnið á auðvitað talsvert marga mismunandi muni af sama tagi, fjölda af hyrnum og sjölum og mikið af leppum, en einnig eru til gripir sem eru einstakir í sinni röð." Nú er unnið að skráningu safn- muna, en hún hófst árið 1989. Elsti hlutur sem hægt er með vissu að tímasetja í safninu er silfurbúin svipa sem var fermingargjöf árið 1914. Söfnunin var ekki markviss fyrstu árin og ekki hugsuð sem grunnur að safni. Því má segja að skráning sé nokkrum erfiðleikum bundin, en Gerður hefur nokkuð góða yfirsýn yfir það sem safnast hefur í hennar verslunarstjóratíð. Heimilisiðnaðarfélagið skipaði sérstaka safnnefnd fyrir einum fjórum árum. Hana skipa: Gerður Hjörleifsdóttir, Margrét Gísladóttir og Sigrún Axelsdóttir. Einnig hef- ur Hildur Sigurðardóttir starfað með nefndinni. Safnið er orðið talsvert að vöxt- um og það brýna verkefni óleyst að finna því húsnæði við hæfi og ákveða framtíðarskipan þess. Vonandi tekst það fyrr en seinna því þarna er að finna forvitnilega gripi fyrir handverksfólk og augnayndi fyrir fagurkera og ferðamenn. Gréta E. Pálsdóttir 44 Hugnr og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.