Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 54
Heimilisiðnaðarbúðir
Heimilisiðnaðarbúðirnar voru í Færeyjum
þetta árið. Þar voru saman komnir ellefu ís-
lendingar auk 118 annarra áhugamanna sem
komu frá öðrum Norðurlöndum. Búðirnar voru
haldnar í Þórshöfn 7.-13. júlí, í Skúlagarði Hand-
elsskúlans. Boðið var upp á námskeið í útskurði, tré-
smíði, matreiðslu, þæfingu, horn- og beinvinnu, tó-
vinnu, prjóni, að flétta bönd, skógerð og munsturgerð.
Einnig voru námskeið fyrir börnin. Svo var farið í
Listasafn Færeyja, á menningarkvöld í Norræna hús-
inu, rútuferð til Þrándar í Götu og til Kirkjubæjar.
Ég fór þessa ferð ásamt foreldrum mínum, systur
og systursyni. Laugardaginn 6. júlí lentum við á flug-
vellinum á Vágey í blíðskaparveðri. Þaðan fórum við
með rútu til Þórshafnar.
Ég, sem hélt að Færeyjar væru svo sem alveg eins
og einhver hluti Islands, komst auðvitað að því að svo
var ekki. Þar er grænt upp á efstu tinda og lækirnir
renna eftir láréttu berginu.
Þegar til Þórshafnar kom, sá ég að þar bjó fólk „úti
á landi" inni í miðjum bænum. Hestur var á beit í
garðinum við heimavistina, hanar göluðu og kindur
voru hér og þar í húsagörðum. Yndislegt!
Færeyingar tóku vel á rnóti okkur. Við fengum góð
námskeið, allt of fínan og mikinn mat og margt var að
skoða. Hver stund var fullbókuð. Fólkið mitt var yfir
sig áriægt með ferðina, sem lauk 13. júlí. Það er þegar
farið að safna fyrir næstu ferð í heimilisiðnaðarbúðir.
Vegna hvers? Astæðan er sú að þar kynnist maður
handverksmenningu hinna Norðurlandanna á mjög
skemmtilegan hátt. Margt er líkt með okkar gömlu
handverksaðferðum sem við erum jafnvel löngu búin
að týna niður. Við kynntumst handverksfólki og kenn-
ururn og það auðveldar manni að leita upplýsinga ef
með þarf, auk þeirrar ánægju sem það gefur. Það er
stórkostlegt að fara með börn í þessar búðir, þar kynn-
Einn hópurinn í búðunum fékk það verkefni að túlka
fyrstu áhrif Færeyjadvalarinnar í flókateppi. Hér má sjá
hluta af útfærslu eins þátttakandans, ásamt brúðuhöfði
frá einu barnanna.
Færeyskir skolitigar. Hvort skolingur er prjónaður með
tvöföldu prjóni og tveir skór prjónaðir og settir hvor inn
í annan, þannig að skolingarnir eru fjórfalt prjónles. Þar
að auki eru saumaðir undir þá leppar úr tvöfaldri, vel
þæfðri ullarpeysu, sem hægt er að skipta um og endur-
nýja eftir þörfum. Þennan fótabúnað notuðu Færeyingar
í bjargsigi og þegar hálka var mikil.
ast þau handverkinu á þann skemmtilegasta hátt sem
hugsast getur. Sumir ánetjast þessu, hafa mætt í öll 13
skiptin.
Guðriín Hadda Bjarnadóttir
Líklega eru heimilisiðnaðarbúðir einhver besta leiðin til
að kynnast landinu sem heimsótt er, og börnin nutu sín
til fullnustu. Þau unnu margvísleg verk undir leiðsögn
handverksfólks, ferðuðust á eigin vegum og með hinum
fullorðnu. Það var því samhentur og hress krakkahópur
sem vann þessi verk.
54 Hugur og hönd 1996