Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 20

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 20
Hreindýraleður síðustu árum hefur æ meira borið á vörum úr hreindýraleðri á íslandi, einkurn þó á Fljótsdalshéraði. Húðirnar sem notaðar eru, eru af villtum dýrum sem veidd eru á heiðurn austanlands og síðan full- unnar í Skinnaverksmiðjunni á Akureyri. Hreindýraleðrið er mjög skemmtilegt hráefni. Leðrið er mjög mjúkt og þjált, líkist mest lambsskinni en er mun sterkara. Aferðin er grófari, til að mynda er skemmtileg gróf áferð á efri hluta húðanna, á hálsi og efri hluta hryggjar. Þá njótum við þess hér á landi að dýrin eru ekki bitin af flugu eins og í Skandinavíu og Grænlandi. Hugnabitin eyðileggja skinnin þannig að þau bera ör þétt yfir hrygginn. Eins og flestir vita lifa hreindýr- in eingöngu austan- og norðaust- anlands og á því svæði fer veiðin fram. Veiðitímabilið er frá 1. ágúst til 15. september ár hvert. Síðasta ár var eingöngu leyfilegt að veiða tvö hundruð dýr og því er upplag skinna takmarkað. Þá hefur tilhög- un veiðanna verið að taka stakka- skiptum undanfarin ár. I stað þess að bændur fái úthlutað leyfum og nýti þau sjálfir, geta þeir lagt leyfin inn. Sér þá Hreindýraráð um að selja leyfin til þeirra sem sækjast eftir að komast á veiðar og hafa sýrstakir eftirlitsmenn eftirlit með veiðunum. Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku er sá maður sem á allan heiður af því að leður þetta er orð- ið að markaðsvöru. Fyrir um það bil tíu árum beitti Aðalsteinn sér fyrir því að húðir af hreindýrum voru hirtar, en áður var þeim fleygt. Reyndi hann að selja þær í skinnaverksmiðjur hér á landi en ekki reyndist áhugi fyrir því af hálfu verksmiðjanna. Afleiðingin varð sú að Aðalsteinn lét sjálfur vinna skinnin og stóð undir öllum kostnaði af því. I framhaldi af þessu keypti Aðalsteinn sauma- Herravesti og samkvæmiskj óll úr hreindýraleðri frá Signýju Ormarsdóttur. vélar og fékk konur til að prófa sig áfram með leðursaum. I fyrstu gekk framleiðslan frekar hægt. Mikilvægt var að læra réttu hand- tökin og í því skyni voru haldin námskeið fyrir það fólk sem áhuga hafði á að prófa sig áfram í fram- leiðslu þessari. Kennarar voru fengnir víða að, meðal annars frá Danmörku og var undirrituð ein af þeim sem að kennslunni kom. Nú er svo komið að framleidd er fjöl- breytt vara á nokkrum stöðurn og færri fá skinnin en vilja. Hópur sem kallar sig „áhuga- hóp um vinnslu hreindýraleðurs" er skipaður fólki sem bæði sér um að afla skinna, þ.e. kaupa húðirn- ar af veiðimönnum, koma þeim í vinnslu og að framleiða söluvöru. Það eru þó eingöngu konurnar sem framleiða vöruna og vinnur hver kona sjálfstætt. Hver og ein er með sína vinnustofu og sína fram- leiðsluvöru. Þessar konur eru: Olavía Sigmarsdóttir, Klaustur- seli, Jökuldal. Hún rekur vinnu- stofu og gallerí að heimili sínu og sérhæfir sig í töskum og höttum af öllum stærðum og gerðum. Auk þess er nú í Klausturseli hægt að skoða villt dýr, svo sem hreindýr, hreindýrskálfa, refi og fleira. Eva Ásgeirsdóttir, Vaðbrekku, Jökuldal, framleiðir ýmiss konar vesti bæði fyrir börn og fullorðna. Antonía Sigurðardóttir, Mið- garði 6, Egilsstöðum, framleiðir ýmsa smávöru svo sem eyrna- lokka, hálsfestar, nælur og fleira. Þær Olavía, Eva og Antonía selja vörur sínar að Ullartanga 3, Fellabæ, hjá Aðalsteini Aðalsteins- syni. Þar er einnig seld framleiðsla nokkurra fleiri kvenna sem einnig hafa unnið muni úr hreindýra- skinni síðustu ár. Það eru þær Sig- ríður Sigurðardóttir, kona Aðal- steins, og einnig þær Sigrún Jóns- 20 Hugnr og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.