Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.1996, Side 29
Útskorinn askur. Koparsleginn vínkútur og lekabytta. Utskurðarmeistarinn Asgeir Torfason / Ihálfa öld var Isafoldarprent- smiðja í húsinu Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. Áður stóð á þessari lóð hús Erlends Magnús- sonar gullsmiðs en um og upp úr síðustu aldamótum var Erlendur einn fremsti gullsmiður í Reykja- vík. Hans verk var m.a. gullsveig- ur sá er íslendingar sendu til að leggja á kistu Kristjáns IX árið 1906. Nú er ísafoldarprentsmiðja ekki lengur í Þingholtsstrætinu, húsið hefur fengið nýtt hlutverk. Nokkr- ir einstaklingar hafa keypt húsið. Þeir gerðu samning við Reykjavík- urborg um styrk til viðgerða og endurbóta á húsnæðinu með það að markmiði að þar skyldi lista- mönnum og handverksfólki leigð starfsaðstaða. Margir einstaklingar og hópar sýndu því áhuga að nýta sér þetta tilboð og má segja að allt húsrými þar sé nú fullnýtt. Þeir fé- lagar sem keyptu húsið eiga hrós skilið og það á Reykjavíkurborg einnig fyrir að styrkja þetta góða framtak. Ásgeir Torfason. Einn þeirra sem tók tilboði um að leigja þarna húsnæði er út- skurðarmeistarinn Ásgeir Torfa- son. Hann hafði í 25 ár haft verk- stæði sitt í leiguhúsnæði á Lauga- vegi 89, húseigendur þar þurftu nú að nota húsnæðið til annarra hluta og þess vegna kom það sér vel fyrir Ásgeir að eiga kost á að- stöðu í Isafoldarprentsmiðju sem nú er í gamni og alvöru kölluð „Eldgamla Isafold". I desember 1995 flutti Ásgeir verkstæðið í húsnæði á annarri hæð. Þar hafði undirritaður fyrst viðtal við hann í lok febrúar, en þá var Ásgeir önnum kafinn við að skera út forkunnarfögur spjöld á gestabók. Húsnæðið sem hann hefur til umráða er á annarri hæð, ekki stórt en vistlegt og bjart. Vest- urglugginn gefur góða birtu og standi maður við hann er gott út- sýni yfir Þingholtsstrætið. Eg spurði Ásgeir um uppruna hans, æskustöðvarnar og hvernig það kom til að hann fór að leggja fyrir sig útskurð sem aðalatvinnu og hvernig gengið hefur að lifa af þessu starfi. Ásgeir Torfason er fæddur árið 1927 á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar ólst hann upp. Snemma vaknaði áhugi hans á útskurði og smíðum. Það Hugur og hönd 1996 29

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.