Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Side 33

Hugur og hönd - 01.06.1996, Side 33
Innflutt álnavara árið 1752 Inngangur I Þjóðskjalasafni eru meðal annarra skjala varðveittar skrár yfir vörubirgðir í verslunarstöðum frá tímum einokunar- verslunarinnar (1602-1787). Samkvæmt tilteknum versl- unarskilmálum skyldi fara fram vöruskoðun í íslenskum höfnum til athugunar á því hvort aðflutt vara væri ósvikin, eða varningur hefði skemmst í flutningum. Einnig skyldi skoða og skrá hvort vörubirgðir frá fyrra ári hefðu skemmst í húsum yfir veturinn. Sýslumönnum var falið að sjá um framkvæmd vöruskoðunarinnar (Jón.J.Aðils. 1919:186-87). I slíkum vöruskrám er upp taiinn varningur af ýmsu tagi, þar á meðal álnavara og fylgja sumum skránum sýnishorn. Þessi sýnishorn afinnfluttri álnavöru sem ætluð var landan- um ífatnað og aðra hluti til gagns og prýðifyrir tvö til þrjú hundruð árum eru einkar forvitnilegt viðfangsefni fyrir þá sem rannsaka búningasögu og textílnotkun íslendinga, reyndar forvitnilegt rannsóknarefni öllum sem gefa sig að textílsögu. I eftirfarandi samantekt er fjallað um hluta af álnavöru sem tilgreind er í vöruskrám frá þeim tíma sem Hörmangar- ar höfðu Islandsverslunina með höndum; er aðallega ein til- tekin skrá höfð til hliðsjónar við nánari greiningu á sýnis- hornum sem fylgja skránni. Frásögnin er í þremur stuttum greinum eftir þrjá höfunda. Afmarkað rými í blaðinu tak- markar umfjöllunina, greinarnar eru því einungis glefsur teknar úr umfangsmeiri ritgerðum og því hætta á að sam- hengi sé ábótavant. Höfundar vonast samt sem áður til að greinarnar varpi nokkru Ijósi á gerð og notkun álnavöru frá fyrri tíð. Sameiginleg heimildaskrá er aftan við síðustu greinina. Aslaug Sverrisdóttir Grindavík og Básendar Skjalið sem hér er tekið til lauslegrar umfjöllunar er í fórum Þjóðskjalasafns ís- lands merkt: Rentukammer Isl. Jo- urnal A nr. 1632. Skjal þetta inni- heldur skoðunargerðir á vörum í Grindavík og á Básendum, sýnis- horn af vefnaðarvörum og bréf til danska Rentukammersins frá Magnúsi Gíslasyni lögmanni, skrifað á Bessastöðum 3. ágúst 1752. Skoðunargerðin frá Básend- um er dagsett 26. júní 1752 og henni fylgja 10 smá-sýnishorn af vefnaðarvöru sem hverju um sig er pakkað inn í litlar pappírsræm- ur og merkt með tegundarheiti. Skoðunargerðin frá Grindavík er dagsett 5. júlí 1752 og henni fylgir pappírsörk með 27 ásaumuðum vefnaðarsýnishornum, fremur smáum, eða 5-6 cm á breidd og 1,7-2,5 á hæð. Við hlið þeirra er skrifað tegundaheiti nema við tvö er skrifað verðgildi þeirra. Þetta eru því sýnishorn af þeim inn- fluttu efnum sem voru til sölu í krambúðunum í Grindavík og á Básendum þegar skoðunargerð- irnar fóru fram. Hér er einkum um að ræða þykk, einlit ullarefni af mismunandi gæðum auk hör-, bómullar- og plussefna. Þessi sýn- Mynd 1. Sýnishorn af álnavörum með skoðunargerð í Grindavík 1752. Hugur og hönd 1996 33

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.