Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 38
áður er sagt auk þess í slæður og trefla og því allmikið flutt inn af því. Aþrykkt Cartun, sbr. sýnis- hornin frá Grindavík, virðist líka hafa verið notað í hvers kyns klúta fyrir bæði konur og karla, sparlök (tjöld fyrir rúmstæði, lokrekkju), og sem „sýnilegt" fóður í betri flíkur. Minnst var flutt inn af fínustu, dýrustu efnunum Plýs og Silki. Plýs var annars notað í alls konar skrautlíningar, kraga, leggingar, borða, hatta, kirkjumuni o.fl. og silki, einkum sem skrautklæði um háls, herðar og höfuð kvenna. í heimildum er víða nefnt að flest- um konum hafi verið metnaðar- mál að eignast slíka kjörgripi sem sjálfsagt voru lagðir með alúð og varfærni í kistuhandraðann eftir hverja notkun. Stöðugt ömuðust yfirvöld samt yfir því að „örsnauð vinnuhjú" og svonefndur „kota- lýður" léti sér ekki nægja minna en silkiklúta en trúlega hafa þeir með litadýrð sinni, mýkt og léttleika verið heillandi sem sterk andstæða við einfaldleika daglegs lífs, harða lífsbaráttu og óblíða íslenska veðr- áttu. En hvers konar efni hef ég verið að fjalla um? Hvaða efnisgerð og mismunandi eiginleika hafa þau? Hvernig voru þau ofin og hvaða meðhöndlun fengu þau eftir vefn- aðinn? Hvernig voru þau lituð og með hvaða litarefnum? Hinar margfróðu Sigríður Halldórsdóttir og Aslaug Sverrisdóttir skýra og lýsa þeim þáttum í greinum sínum hér á eftir. Fríður Ólafsdóttir Klæðavefsmiðjur og tauvefsmiðjur s 18. öldinni giltu víða í Evrópu flóknar reglur um vefnaðarvöruframleiðslu, ekki síður í Danmörku en annars staðar. Þar lærðu menn af og tóku ýmislegt upp eftir nágrönnum sem voru lengra komnir í iðninni. Þetta voru m.a. opinberar tilskip- anir eða lög um hverjir mættu framleiða og hverjir selja hinar ýmsu vörutegundir. I samræmi við efnahagsstefnu danska ríkisins Mynd 5. Einskefta. Myndin sýnir hvernig þræðir bindast eða fléttast saman í einskeftuvoð (voð með ein- skeftuvend eða einskeftubindingu). Bindingin er eins þétt og hugsast getur, þannig að allir þræðir liggja til skiptis yfir einn og undir annan þráð. Einskefta er eins á bæði borð, áferðin er slétt og ómunstruð, er því vel fallin til að munstra með litum. Með litum í uppistöðu fæst langröndótt voð, með litum í ívafi myndast þverbekkjótt voð, með lit- um bæði í uppistöðu og ívafi verður til köflótt voð. (kaupauðgistefnuna) voru megin- markmiðin að vernda innlendan iðnað sem á þessum tíma byggðist eingöngu á handiðnaði (De danske Tekstilerhverv. 1965: 111). Til að fá full réttindi þurftu iðnaðarmenn hinna ýmsu greina að uppfylla vissar námsskyldur, sem voru stundum margra ára verklegt nám í viðkomandi verkstæði eða iðnað- arfyrirtæki. Þessum fyrirtækjum hafði oftast verið veittur einkarétt- ur til starfa og var stjórnað af meist- urum í faginu, í Danmörku munu þeir í upphafi þessa iðnaðar í land- inu oftast hafa verið af erlendu bergi brotnir. Vefnaðarvöruframleiðsla, eink- um úr ull, var tvenns konar. Ann- ars vegar klæðagerð, þ.e.a.s. voðir af sérstakri gerð sem gengu undir nafninu klæði (d. klæde; s. kláde; e. cloth; þ. Tuch). Hins vegar voru vefstofur eða vefsmiðjur („fabrikkur") þar sem framleidd var vefnaðarvara sem hafði allt aðra eiginleika en klæði, fjölbreyti- legri að munstri, gerð og efni. Þessar voðir höfðu margvísleg nöfn (sarge, golgas, flannel, kartun, rask, camlott, calemang o. fl.; stafsetning nafnanna var á ýmsa vegu), en framleiðsla þess- ara vefsmiðja í heild var nefnd einu nafni d. toj, s. stoff eða tyg, e. worsted, þ. Zeug, en vefsmiðjurn- ar nefndust á d. tojmageri eða toj Mynd 6. Vaðmál 2:2. Vaðmálsvend einkennist af skálínum í voðinni, sem verða til við það að bindingin færist til um einn þráð með hverj- um þræði á báða vegu. Skálínur liggja í sömu voðinni öðrum megin frá vinstri til hægri, hinum megin frá hægri til vinstri.Til eru ótal margar vaðmálsbindingar, ofnar á 3 sköft (minnst) eða fleiri. Þegar talað er um vaðmál á Islandi, það sem ofið var frá landnámstíð og fram á þessa öld á heimilum, er átt við 4-skeft vaðmál sem oft er einkennt með töl- unum 2:2. í því bindast þræðimir þannig að þeir liggja undir tvo og yfir tvo til skiptis, og er áferð hlið- anna (röngu og réttu) eins að undan- skildum skálínunum. Þetta er sama vaðmálsbinding og nefnd er í grein- inni, að sé á Kersei og Sars. Fabriqver, s. stoff- eða ylletygsfa- brikker, e. worsted fabrics, þ. Zeugmanufactur. Hér á eftir verða þessar voðir nefndar tau, og verksmiðjurnar taugerð eða tauvefsmiðjur. 38 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.