Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 48
Sígild og ný hönnun: Stóllinn til vinstri var framleiddur í allmörgum eintökum hjá Blindraiðn fyrr á árum og mun enn hægt að fá hann gerðan þar eftir pöntunum. Stóllinn til hægri heitir Basti og er hannaður af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur húsgagnahönnuði. Grindin er framleidd í GKS í Kópavogi en seta og bak fléttað af Stefáni Stefánssyni í körfugerð Blindrafélagsins. Blint og sjónskert fólk hefur öldum saman unnið að handverki. Eftir að jafnrétt- ishugsunin kom til skjalanna og farið var að líta á fatlað fólk sem nýta þjóðfélagsþegna sem ættu rétt á menntun og vinnu við hæfi varð handverk af ýmsu tagi at- vinnugrein hinna blindu og sjón- skertu. Tvær vinnustofur Hér á landi hafa starfað tvær blindravinnustofur frá því fyrir miðja öldina, annars vegar á veg- um Blindrafélagsins og hins vegar Blindravinafélagsins. Blindravina- félagið, styrktarfélag blindra og sjónskertra, var stofnað snemma árs 1932. Þar var Þórsteinn Bjarna- 48 Hugur og hönd 1996 son körfugerðarmeistari, sonur Bjarna frá Vogi, í forsvari. Hann hafði lært körfugerð í Danmörku. Þórsteinn setti á fót vinnustofu og hafði blint fólk og sjónskert í vinnu við vefnað og burstagerð. Vinnu- stofan Blindraiðn er enn starfandi í Ingólfsstræti í Reykjavík. Þar er unnið að körfugerð og starfa þar tvær konur, önnur þeirra er sjón- skert. Blindrafélagið Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, var stofnað í Reykja- vík árið 1939. Með stofnun þess tóku blindir og sjónskertir stjórn sinna mála í eigin hendur og börð- ust sjálfir fyrir hagsmunamálum sínum. Arið 1941 hóf félagið starf- rækslu blindravinnustofu sem enn starfar af miklum krafti. Hún er til húsa í húsnæði félagsins í Hamra- hlíð 17. Þar er burstagerðin fyrir- ferðarmest og hefur sú starfsemi blómstrað undanfarin ár, enda um góða markaðsvöru að ræða. En einnig er að finna körfugerð í kjall- aranum í Hamrahlíðinni. Þar starfar einn maður í hlutastarfi, Stefán Stefánsson. Hann er lista- maður í höndunum og útsjónar- samur að brydda upp á nýjungum og leita nýrra leiða í körfugerð. Meðal þess sem Stefán vinnur að um þessar mundir er að flétta set- ur og bök í stólgrindur sem fram- leiddar eru hjá húsgagnaverk- smiðju GKS í Kópavogi. Þessir stólar eru seldir í verslun GKS í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: