Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 48

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 48
Sígild og ný hönnun: Stóllinn til vinstri var framleiddur í allmörgum eintökum hjá Blindraiðn fyrr á árum og mun enn hægt að fá hann gerðan þar eftir pöntunum. Stóllinn til hægri heitir Basti og er hannaður af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur húsgagnahönnuði. Grindin er framleidd í GKS í Kópavogi en seta og bak fléttað af Stefáni Stefánssyni í körfugerð Blindrafélagsins. Blint og sjónskert fólk hefur öldum saman unnið að handverki. Eftir að jafnrétt- ishugsunin kom til skjalanna og farið var að líta á fatlað fólk sem nýta þjóðfélagsþegna sem ættu rétt á menntun og vinnu við hæfi varð handverk af ýmsu tagi at- vinnugrein hinna blindu og sjón- skertu. Tvær vinnustofur Hér á landi hafa starfað tvær blindravinnustofur frá því fyrir miðja öldina, annars vegar á veg- um Blindrafélagsins og hins vegar Blindravinafélagsins. Blindravina- félagið, styrktarfélag blindra og sjónskertra, var stofnað snemma árs 1932. Þar var Þórsteinn Bjarna- 48 Hugur og hönd 1996 son körfugerðarmeistari, sonur Bjarna frá Vogi, í forsvari. Hann hafði lært körfugerð í Danmörku. Þórsteinn setti á fót vinnustofu og hafði blint fólk og sjónskert í vinnu við vefnað og burstagerð. Vinnu- stofan Blindraiðn er enn starfandi í Ingólfsstræti í Reykjavík. Þar er unnið að körfugerð og starfa þar tvær konur, önnur þeirra er sjón- skert. Blindrafélagið Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, var stofnað í Reykja- vík árið 1939. Með stofnun þess tóku blindir og sjónskertir stjórn sinna mála í eigin hendur og börð- ust sjálfir fyrir hagsmunamálum sínum. Arið 1941 hóf félagið starf- rækslu blindravinnustofu sem enn starfar af miklum krafti. Hún er til húsa í húsnæði félagsins í Hamra- hlíð 17. Þar er burstagerðin fyrir- ferðarmest og hefur sú starfsemi blómstrað undanfarin ár, enda um góða markaðsvöru að ræða. En einnig er að finna körfugerð í kjall- aranum í Hamrahlíðinni. Þar starfar einn maður í hlutastarfi, Stefán Stefánsson. Hann er lista- maður í höndunum og útsjónar- samur að brydda upp á nýjungum og leita nýrra leiða í körfugerð. Meðal þess sem Stefán vinnur að um þessar mundir er að flétta set- ur og bök í stólgrindur sem fram- leiddar eru hjá húsgagnaverk- smiðju GKS í Kópavogi. Þessir stólar eru seldir í verslun GKS í

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.