Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 4
Listakonan Inga Elín Kristinsdóttir Maddama. - Steinleir. Stór gullskreyttur kertastjaki. - Steinleir. Minningarkross um Ólöfu Kristjánsdóttur, systur Ingu Elínar, á altari Mosfellskirkju. - Gler og steinsteypa. Keramik- og glerlistaverk Ingu Elín- ar Kristinsdóttur hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun og fjölbreyti- leika. Undirritaður gekk á fund hennar til að fræðast um listakonuna sjálfa, list- menntun hennar og hvernig henni hefur vegnað í listinni að námi loknu. Inga Elín er innfæddur Mosfellingur, þar býr hún og starfar enn. Snemma bar á góðum teiknihæfileikum og segir hún að sér hafi alltaf fundist teikn- ing skemmtilegasta námsgreinin í barna- skólanum. Móðir hennar veitti hæfileikun- um athygli og hvatti hana og þegar Inga Elín var 13 ára gaf hún henni fyrir námskeiði í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Það nýttist vel, henni fór vel fram og áhuginn efldist. Vorið 1974, þegar Inga Elín var 15 ára, stóðst hún inn- tökupróf í Myndlista- og handíðaskólann, eftir það fannst henni framtíð sín ráðin, myndlistin átti þá orðið hug hennar allan. Þegar fornámi í skólanum lauk valdi hún að fara í kennaradeild skólans, hún er hagsýn og hugsaði með sér að það gæti verið gott til vara að hafa myndmenntarkennarapróf og atvinnu- möguleika á því sviði ef á þyrfti að halda. Hún útskrifaðist úr kennaradeildinni vorið 1978, um haustið réði hún sig til kennslu og var við það starf í þrjú ár. Kennslustarfið féll henni vel en áhuginn var alltaf brennandi að læra meira á mynd- listarsviðinu. Hún fór því aftur í Myndlista- og hand- íðaskólann árið 1982, nú í keramikdeildina. Sumarið eftir sótti hún um inngöngu í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og fékk jákvætt svar. Þar stundaði hún nám í 5 ár og tók lokapróf frá keramikdeild og glerlistadeild skólans. Hún byrjaði þar í keramikdeild- inni en eftir árs nám þar fengu nemendurnir að reyna fyrir sér í glerlistadeild skólans. Þar kynntist hún fyrst þeim möguleikum til listsköpunar sem glerið býr yfir og varð hugfangin af því. Inga Elín afréð að fara þá strax í glerlistadeildina en fékk því líka framgengt að hún gæti einnig fengið að vera áfram í keramikdeildinni, var það í fyrsta skipti sem skólinn leyfði slíkt. I glerlista- deildinni lærði hún m.a. glerblástur. Inga Elín Kristinsdóttir. 4 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.