Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 4

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 4
Listakonan Inga Elín Kristinsdóttir Maddama. - Steinleir. Stór gullskreyttur kertastjaki. - Steinleir. Minningarkross um Ólöfu Kristjánsdóttur, systur Ingu Elínar, á altari Mosfellskirkju. - Gler og steinsteypa. Keramik- og glerlistaverk Ingu Elín- ar Kristinsdóttur hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun og fjölbreyti- leika. Undirritaður gekk á fund hennar til að fræðast um listakonuna sjálfa, list- menntun hennar og hvernig henni hefur vegnað í listinni að námi loknu. Inga Elín er innfæddur Mosfellingur, þar býr hún og starfar enn. Snemma bar á góðum teiknihæfileikum og segir hún að sér hafi alltaf fundist teikn- ing skemmtilegasta námsgreinin í barna- skólanum. Móðir hennar veitti hæfileikun- um athygli og hvatti hana og þegar Inga Elín var 13 ára gaf hún henni fyrir námskeiði í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Það nýttist vel, henni fór vel fram og áhuginn efldist. Vorið 1974, þegar Inga Elín var 15 ára, stóðst hún inn- tökupróf í Myndlista- og handíðaskólann, eftir það fannst henni framtíð sín ráðin, myndlistin átti þá orðið hug hennar allan. Þegar fornámi í skólanum lauk valdi hún að fara í kennaradeild skólans, hún er hagsýn og hugsaði með sér að það gæti verið gott til vara að hafa myndmenntarkennarapróf og atvinnu- möguleika á því sviði ef á þyrfti að halda. Hún útskrifaðist úr kennaradeildinni vorið 1978, um haustið réði hún sig til kennslu og var við það starf í þrjú ár. Kennslustarfið féll henni vel en áhuginn var alltaf brennandi að læra meira á mynd- listarsviðinu. Hún fór því aftur í Myndlista- og hand- íðaskólann árið 1982, nú í keramikdeildina. Sumarið eftir sótti hún um inngöngu í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og fékk jákvætt svar. Þar stundaði hún nám í 5 ár og tók lokapróf frá keramikdeild og glerlistadeild skólans. Hún byrjaði þar í keramikdeild- inni en eftir árs nám þar fengu nemendurnir að reyna fyrir sér í glerlistadeild skólans. Þar kynntist hún fyrst þeim möguleikum til listsköpunar sem glerið býr yfir og varð hugfangin af því. Inga Elín afréð að fara þá strax í glerlistadeildina en fékk því líka framgengt að hún gæti einnig fengið að vera áfram í keramikdeildinni, var það í fyrsta skipti sem skólinn leyfði slíkt. I glerlista- deildinni lærði hún m.a. glerblástur. Inga Elín Kristinsdóttir. 4 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.