Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 8
Sýnishom af framleiðslu ístex. Gömul verðlaunapeysa, mismunandi litir. og spunavélar. Þetta var mjög mikil fjárfesting, sem fyrirtækið réð illa við og kom þá ríkið til að- stoðar með nýtt hlutafé í rekstur- inn. Árin 1969 til 1983 var stöðug aukning í útflutningi ullarvara og afkastageta verksmiðjunnar marg- földuð með nýjum og fullkomnum vélum. Á þessum árum voru starfsmenn verksmiðjunnar um 420, þegar mest var. Eftir 1984 fór síðan að halla und- an fæti og salan dróst saman, sem endaði með gjaldþroti Álafoss árið 1991. ístex stofnað Istex var stofnað um miðjan októ- ber 1991 til að taka við ullarþvotta- stöð og bandframleiðslu, sem varð gjaldþrota skömmu áður. Það voru fjórir fyrrverandi starfsmenn Ála- foss, sem höfðu frumkvæðið að því að koma starfseminni af stað aftur. Þeir lögðu fram hlutafé og fengu til liðs við sig erlenda við- skiptaaðila, bændur og nokkur kaupfélög. Hlutaféð, sem þessir aðilar lögðu fram, var notað til að kaupa vélar og birgðir af þrotabú- inu. Ákveðið var að breyta nafni fyrirtækisins, því Álafoss var þekkt fyrir að hafa tapað miklum fjárhæðum við gjaldþrotið. Nýja fyrirtækið var nefnt Istex, sem er skammstöfun á íslenskur textíliðn- aður, en Álafossnafnið er þó enn í eigu fyrirtækisins og notað á fram- leiðsluvörurnar. Istex er eina fyrirtækið á land- inu, sem tekur á móti ull frá bænd- um og metur hana í gæðaflokka. Fyrirtækið hefur ullarmatsstöðvar út um land og síðan er ullin þveg- in í eigin þvottastöð í Hveragerði. Nú koma um 700 tonn af hreinni íslenskri ull til fyrirtækisins á ári. Bestu flokkarnir eru nýttir í eigin framleiðslu í Mosfellsbæ, þar sem framleitt er fjölbreytt úrval af bandi, en lakari flokkarnir eru fluttir úr landi. Stefnt er að því að nýta alla flokka hér á landi og nota þá lakari í gólfteppaband. Áhersla á handprjónaband Aðaláhersla var lögð á sölu hand- prjónabands og var þegar hafist handa við útgáfu á prjónaupp- skriftum og nýrri hönnun. Á rúm- um fjórum árum, sem liðin eru, hafa verið gefnar út fimm vegleg- ar uppskriftabækur og áhuginn á lopanum fer sívaxandi og salan eykst stöðugt. Auk handprjóna- bandsins er framleitt vélprjóna- band og vefnaðarband fyrir inn- lenda framleiðendur, Foldu og prjónastofur. Síðan er framleitt gólfteppaband, sem fer til útflutn- ings. I dag eru framleidd um 450 tonn af bandi og enn er yfirdrifið framboð af íslenskri ull. Megin- framleiðslan er lopi og íslenskt ull- arband. Flíkur úr Flórubandi þola þvott í þvottavél og er vaxandi sala á Flóru og lopanum, en það er eingöngu lopinn sem er fluttur út til Kanada og Bandaríkjanna, flestallra landa í Norður-Evrópu og Japans. Tiltölulega lítið magn af ull er flutt inn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, sem fer í fram- leiðslu á mjúku ullarbandi, en með því að framleiða Flóru og kamb- garn úr mjúkri ull er verið að keppa við innflutning á erlendri framleiðslu. Védís Jónsdóttir hefur verið hönnuður hjá ístex frá upphafi, en Guðríður Ásgeirsdóttir sér um að 8 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.