Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 8

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 8
Sýnishom af framleiðslu ístex. Gömul verðlaunapeysa, mismunandi litir. og spunavélar. Þetta var mjög mikil fjárfesting, sem fyrirtækið réð illa við og kom þá ríkið til að- stoðar með nýtt hlutafé í rekstur- inn. Árin 1969 til 1983 var stöðug aukning í útflutningi ullarvara og afkastageta verksmiðjunnar marg- földuð með nýjum og fullkomnum vélum. Á þessum árum voru starfsmenn verksmiðjunnar um 420, þegar mest var. Eftir 1984 fór síðan að halla und- an fæti og salan dróst saman, sem endaði með gjaldþroti Álafoss árið 1991. ístex stofnað Istex var stofnað um miðjan októ- ber 1991 til að taka við ullarþvotta- stöð og bandframleiðslu, sem varð gjaldþrota skömmu áður. Það voru fjórir fyrrverandi starfsmenn Ála- foss, sem höfðu frumkvæðið að því að koma starfseminni af stað aftur. Þeir lögðu fram hlutafé og fengu til liðs við sig erlenda við- skiptaaðila, bændur og nokkur kaupfélög. Hlutaféð, sem þessir aðilar lögðu fram, var notað til að kaupa vélar og birgðir af þrotabú- inu. Ákveðið var að breyta nafni fyrirtækisins, því Álafoss var þekkt fyrir að hafa tapað miklum fjárhæðum við gjaldþrotið. Nýja fyrirtækið var nefnt Istex, sem er skammstöfun á íslenskur textíliðn- aður, en Álafossnafnið er þó enn í eigu fyrirtækisins og notað á fram- leiðsluvörurnar. Istex er eina fyrirtækið á land- inu, sem tekur á móti ull frá bænd- um og metur hana í gæðaflokka. Fyrirtækið hefur ullarmatsstöðvar út um land og síðan er ullin þveg- in í eigin þvottastöð í Hveragerði. Nú koma um 700 tonn af hreinni íslenskri ull til fyrirtækisins á ári. Bestu flokkarnir eru nýttir í eigin framleiðslu í Mosfellsbæ, þar sem framleitt er fjölbreytt úrval af bandi, en lakari flokkarnir eru fluttir úr landi. Stefnt er að því að nýta alla flokka hér á landi og nota þá lakari í gólfteppaband. Áhersla á handprjónaband Aðaláhersla var lögð á sölu hand- prjónabands og var þegar hafist handa við útgáfu á prjónaupp- skriftum og nýrri hönnun. Á rúm- um fjórum árum, sem liðin eru, hafa verið gefnar út fimm vegleg- ar uppskriftabækur og áhuginn á lopanum fer sívaxandi og salan eykst stöðugt. Auk handprjóna- bandsins er framleitt vélprjóna- band og vefnaðarband fyrir inn- lenda framleiðendur, Foldu og prjónastofur. Síðan er framleitt gólfteppaband, sem fer til útflutn- ings. I dag eru framleidd um 450 tonn af bandi og enn er yfirdrifið framboð af íslenskri ull. Megin- framleiðslan er lopi og íslenskt ull- arband. Flíkur úr Flórubandi þola þvott í þvottavél og er vaxandi sala á Flóru og lopanum, en það er eingöngu lopinn sem er fluttur út til Kanada og Bandaríkjanna, flestallra landa í Norður-Evrópu og Japans. Tiltölulega lítið magn af ull er flutt inn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, sem fer í fram- leiðslu á mjúku ullarbandi, en með því að framleiða Flóru og kamb- garn úr mjúkri ull er verið að keppa við innflutning á erlendri framleiðslu. Védís Jónsdóttir hefur verið hönnuður hjá ístex frá upphafi, en Guðríður Ásgeirsdóttir sér um að 8 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.