Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 7
Ullariðnaður í Mosfellsbæ 100 ára / tilefni af aldarafmæli ullariðn- aðar á Álafossi hafði Hugur og hönd viðtal við Guðjón Krist- insson, framkvæmdastjóra Istex á Álafossi, en hann hóf störf hjá Ála- fossi 1975. Guðjón lærði textíl- tæknifræði í Mönchengladbach í Þýskalandi. Hann var verksmiðju- stjóri í spunaverksmiðju Álafoss og hafði umsjón með Ullarþvotta- stöðinni í Hveragerði síðustu árin. Hann var í fararbroddi við endur- reisn ullariðnaðar í Mosfellsbæ árið 1991 þegar Álafoss varð gjaldþrota og Istex var stofnað. Verksmiðja reist Álafossverksmiðjan var stofnuð 1. apríl 1896, eða fyrir hundrað árum og er eitt elsta starfandi fram- leiðsluiðnver á Islandi. Mosfells- bær byggðist að miklu leyti upp í kringum ullariðnaðinn, því marg- ir höfðu atvinnu af honum. Það var hugvitsmaðurinn, smiðurinn og bóndinn Björn Þor- láksson, sem keypti jörðina Varmá í þeim tilgangi að stofna verk- smiðju. Varmá var stór jörð og náði yfir svæðið þar sem skólarnir og sundlaugin eru og einnig upp gilið þar sem ullarverksmiðjan var reist. í upphafi þvoði Björn ull- ina í Varmá. Björn flutti ullarvinnsluvélar til landsins og reisti fyrsta verk- smiðjuhúsið við hliðina á fossin- um í Varmá, sem heitir Álafoss og nefndi fyrirtækið eftir honum. Á- stæðan fyrir því að Björn valdi þennan stað var sú, að þannig gat hann nýtt vatnsorkuna til að knýja vélarnar. Til að jafna rennslið í Álafossi byggði hann stíflu fyrir ofan fossinn. Eftir að stíflan hafði verið reist myndaðist uppistöðu- lón, sem notað var sem sundlaug, því mikið heitt vatn rann í Varmá áður en hitaveitan virkjaði svæðið. Vélarnar í verksmiðjunni voru því ekki drifnar með rafmagni eins og gert er í dag, heldur var vatnið látið snúa mylluhjóli og frá Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Istex. því var öxull í gegnum verksmiðj- una og reimar frá honum að hverri vél. Á fyrstu árunum unnu um 15- 20 manns í verksmiðjunni og bændur komu með ullina sína til vinnslu og fengu band eða ullar- efni sem greiðslu. Fyrsti vélknúni vefstóllinn Árið 1898 keypti Halldór Jónsson, bóndi á Varmá, tóvinnuvélarnar með húsum, vélum og stíflu. Hann varð fyrstur til að hefja vefnað með vélknúnum vefstólum hér á landi. Halldór átti verksmiðjuna til ársins 1910 og var forstjóri hennar til 1913. Bogi A. J. Þórðarson, bóndi á Lágafelli, átti verksmiðjuna til 1917. Þá eignaðist Sigurjón Péturs- son á Álafossi hlut í klæðaverk- smiðjunni og frá 1923 var hún í hans eigu og fjölskyldu hans þar til ríkið tók við rekstrinum 1974. Sigurjón og fjölskylda hans seldu mat til hermanna á stríðsár- unum og þeir greiddu einnig að- gang að sundlauginni, sem hann byggði. Á þessum árum var mikil uppbygging og vaxandi umsvif. Ásbjörn, sonur Sigurjóns, tók við rekstrinum árið 1949 og var þá byggt nýtt verksmiðjuhús, þar sem m.a. listamenn hafa aðsetur í dag. Útflutningur hefst Á árunum 1955 til 1960 hófst út- flutningur á íslenskum ullarvör- um, sem fór síðan stöðugt vax- andi. Árið 1963 var nýja spuna- verksmiðjan uppi á hæðinni tekin í notkun og keyptar nýjar kembi- Afmælissýning 1996. Á myndinni er Þrúður Helgadóttir. Hugur og hönd 1996 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: