Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 7

Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 7
Ullariðnaður í Mosfellsbæ 100 ára / tilefni af aldarafmæli ullariðn- aðar á Álafossi hafði Hugur og hönd viðtal við Guðjón Krist- insson, framkvæmdastjóra Istex á Álafossi, en hann hóf störf hjá Ála- fossi 1975. Guðjón lærði textíl- tæknifræði í Mönchengladbach í Þýskalandi. Hann var verksmiðju- stjóri í spunaverksmiðju Álafoss og hafði umsjón með Ullarþvotta- stöðinni í Hveragerði síðustu árin. Hann var í fararbroddi við endur- reisn ullariðnaðar í Mosfellsbæ árið 1991 þegar Álafoss varð gjaldþrota og Istex var stofnað. Verksmiðja reist Álafossverksmiðjan var stofnuð 1. apríl 1896, eða fyrir hundrað árum og er eitt elsta starfandi fram- leiðsluiðnver á Islandi. Mosfells- bær byggðist að miklu leyti upp í kringum ullariðnaðinn, því marg- ir höfðu atvinnu af honum. Það var hugvitsmaðurinn, smiðurinn og bóndinn Björn Þor- láksson, sem keypti jörðina Varmá í þeim tilgangi að stofna verk- smiðju. Varmá var stór jörð og náði yfir svæðið þar sem skólarnir og sundlaugin eru og einnig upp gilið þar sem ullarverksmiðjan var reist. í upphafi þvoði Björn ull- ina í Varmá. Björn flutti ullarvinnsluvélar til landsins og reisti fyrsta verk- smiðjuhúsið við hliðina á fossin- um í Varmá, sem heitir Álafoss og nefndi fyrirtækið eftir honum. Á- stæðan fyrir því að Björn valdi þennan stað var sú, að þannig gat hann nýtt vatnsorkuna til að knýja vélarnar. Til að jafna rennslið í Álafossi byggði hann stíflu fyrir ofan fossinn. Eftir að stíflan hafði verið reist myndaðist uppistöðu- lón, sem notað var sem sundlaug, því mikið heitt vatn rann í Varmá áður en hitaveitan virkjaði svæðið. Vélarnar í verksmiðjunni voru því ekki drifnar með rafmagni eins og gert er í dag, heldur var vatnið látið snúa mylluhjóli og frá Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Istex. því var öxull í gegnum verksmiðj- una og reimar frá honum að hverri vél. Á fyrstu árunum unnu um 15- 20 manns í verksmiðjunni og bændur komu með ullina sína til vinnslu og fengu band eða ullar- efni sem greiðslu. Fyrsti vélknúni vefstóllinn Árið 1898 keypti Halldór Jónsson, bóndi á Varmá, tóvinnuvélarnar með húsum, vélum og stíflu. Hann varð fyrstur til að hefja vefnað með vélknúnum vefstólum hér á landi. Halldór átti verksmiðjuna til ársins 1910 og var forstjóri hennar til 1913. Bogi A. J. Þórðarson, bóndi á Lágafelli, átti verksmiðjuna til 1917. Þá eignaðist Sigurjón Péturs- son á Álafossi hlut í klæðaverk- smiðjunni og frá 1923 var hún í hans eigu og fjölskyldu hans þar til ríkið tók við rekstrinum 1974. Sigurjón og fjölskylda hans seldu mat til hermanna á stríðsár- unum og þeir greiddu einnig að- gang að sundlauginni, sem hann byggði. Á þessum árum var mikil uppbygging og vaxandi umsvif. Ásbjörn, sonur Sigurjóns, tók við rekstrinum árið 1949 og var þá byggt nýtt verksmiðjuhús, þar sem m.a. listamenn hafa aðsetur í dag. Útflutningur hefst Á árunum 1955 til 1960 hófst út- flutningur á íslenskum ullarvör- um, sem fór síðan stöðugt vax- andi. Árið 1963 var nýja spuna- verksmiðjan uppi á hæðinni tekin í notkun og keyptar nýjar kembi- Afmælissýning 1996. Á myndinni er Þrúður Helgadóttir. Hugur og hönd 1996 7

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.