Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 41

Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 41
Um litunarefni á 18. öld Litirnir á sýnishornunum sem fylgja með vöruskránni frá Grindavík (Þ.í. Rtk. 32. 21. Isl. Journ. A. 1632), eru rautt, blátt, grænt og svart. Blærinn á hverjum lit er svolítið mismun- andi milli sýnishorna (litblærinn á sýnishornunum hefur hugsanlega breyst eitthvað í tímans rás, eins og raunin virðist vera með sýnis- horn merkt blaat Westfaphl í vöruskránni). Þessir litir hafa allir verið afar algengir á 18. öld. Sum sýnishornin af þæfðu og lóskornu voðunum bera þess merki að voðin sjálf hefur verið lit- uð en ekki garnið fyrir vefnaðinn. I sárinu þar sem sýnishornin eru klippt eða skorin glittir víða í hvít- leitan grunnlitinn. Einnig eru vís- bendingar um að flosið (Plys í vöruskránni) hafi einnig verið lit- að sem heil voð. Liturinn á grunn- inum og flosinu er reyndar hvor með sínum blæ en slík blæbrigði verða stundum þegar litaður er hlutur samsettur úr mismunandi efnum eða tilteknu efni sem unnið er á mismunandi máta. Ef hér er rétt ályktað um að flosið hafi verið litað sem voð þá er líklegast að ekki hafi verið skorið upp úr flos- lykkjunum fyrr en eftir litunina. Einlita léreftið, áður blátt [?] nú grænt (merkt blaat Westfaphl í vöruskránni) hefur sennilega einnig verið litað sem heil voð. Garnið í kambgarnsvoðunum (Sars og Callemang í vöruskránni) og bláa garnið í köflótta léreftinu hefur verið litað í hespum. Munst- ur á sýnishorni úr ullareinskeftu (Golgas í vöruskránni) er gert með því að nota gegnskorin mót, hvort á móti öðru, á sérstakan hátt. Tvö munstruð Cartun sýnishorn eru í vöruskránni. Annað með rauðu munstri á ljósum grunni, gert með því að þrykkja rauða lit- inn á grunninn. Líklega með út- skornu trémóti fremur en kop- arplötum. Hitt sýnishornið er með ljósu munstri á bláum grunni, gert þannig að sá hluti voðarinnar sem sýnir ljósleitt munstur var þakinn með sérstakri efnablöndu sem varði þann hluta litun. Voðin var síðan lituð blá og efnið, sem þakti munstrið, hreinsað burt. Ljósleitt munstrið kom þá fram á bláum grunni. (Sjá t.d. Rawert. 1834: 395- 96 og 1831: 124.) Litirnir í ofangreindum álna- vörusýnishornum frá 1752 eru af þeirri gerð sem nú eru nefndir jurtalitir til aðgreiningar frá venju- legum verksmiðjutilbúnum litum. Um miðja 18. öld voru litunarefni úr ríki náttúrunnar, svo sem ýmsar viðartegundir, jurtir og skordýr, ennþá undirstaðan í textíllitun, líkt og verið hafði frá upphafi litunar- sögunnar. Old síðar komu verk- smiðjutilbúnir litir til sögunnar. I iðnaðarlitun lagðist notkun jurta og annarra gamalla litunarefna smám saman af og nýr kafli hófst í sögu textíllitunar. Orðugt er að segja til um með vissu, án þess að nota efnafræði- legar rannsóknaraðferðir, hvaða jurtalitunarefni hafa verið notuð til litunar voðanna sem sýnishornin eru tekin úr. Litirnir rautt, blátt og grænt ásamt litblæ gefa þó vís- bendingar sem vert er að athuga nánar. Það má fá hugmynd um efni sem notuð voru í iðnaðarlitunar- húsi á 18. öld af úttektum og birgðaskrám sem til eru í skjala- söfnum. Nærtækt er að skoða út- tektir sem gerðar voru við litunar- hús, starfrækt í tengslum við vefsmiðju Innréttinganna, fyrirtæk- is sem stofnað var hér á landi um miðja 18. öld. Vefsmiðjan var stað- sett á svæðinu þar sem nú er Aðal- stræti í Reykjavík. Litun Innrétt- inganna var í byrjun sett niður við Elliðaár en síðar flutt og starfrækt í nágrenni vefsmiðjunnar. Vefsmiðja Innréttinganna var angi af dönsk- um textíliðnaði. (Sjá einkum Hrefnu Róbertsdóttur. 1994.) Litari var fenginn frá Danmörku og efni og áhöld fengin ýmist þaðan eða annars staðar frá, - valin sam- kvæmt fyrirmælum meistara við vefsmiðjuna. (Sjá t.d. reikninga yfir litunarefni í bókhaldsgögnum Inn- réttinganna. Lbs. J.S. 82 fol. Ekki er þó gert ráð fyrir því hér að sýnis- hornin frá Grindavík séu hluti af framleiðslu Innréttinganna.) Ein af úttektunum frá fyrstu árum starfsemi Innréttinganna er dagsett 31. október, 1759 (Þ.í. Skjalasafn amtmanns II. 87). Þá hafa m.a. verið skráðar við Far- veriet birgðir af litunarefnum og öðrum efnum sem nota þurfti. Meðal litunarefna eru skráð: Röed træe... guul træe... Wau... Ingeski- ær... Ficeth Træe ... gall-Eble... Sumak... Sandel... Curcuma... Concenell... og Indigoe. I þessari upptalningu er að finna sum af þekktustu litunarefn- um 18. aldar. Þeir sem kunnugir eru sögu litunar munu þó sakna þess efnis í upptalningunni sem á íslensku hefur verið nefnt krapp eða krapprót, á Norðurlöndum oftast nefnt krap. Krapprótin var eitt af mikilvægustu litunarefnum gömlu iðnaðarlitunarinnar. Ef að er gáð má finna Krab-röed garn skráð, í sömu úttekt, meðal birgða við þann hluta vefsmiðj- unnar sem framleiddi kambgarns- voðir (zieug-mager fabriqve). Sennilega er hér átt við krapprót- arlitað garn. Staðið hefur þannig á við úttektina 1759 að birgðir af krapprót hafa verið gengnar til þurrðar. Meðal reikninga í bók- haldsgögnum Innréttinganna yfir innkaup á litunarefnum má finna reikning yfir innkaup á krapprót frá árinu 1753 (Lbs. J.S. 82 fol. skjal 300.) Ljóst er að þetta ágæta efni hefur verið notað við litunina í Farveriet við Elliðaárnar. Efnin þrjú sem nefnd eru síðast í upptalningunni hér að ofan, þ.e. kaktuslús (Concenell), indigó og krapprót eru álitin meðal bestu og mikilvægustu litunarefna fyrri tíma. Indigó þeirra mikilvægast. Skal nú gerð nánari grein fyrir þessum þremur efnum því ekki er ósennilegt að þau hafi verið notuð við litun rauðu, bláu og grænu lit- anna í sýnishornunum sem fylgja með vöruskránni frá Grindavík. Litunarefnið indigó er unnið úr jurtum sem hafa latneska ættarheit- Hugur og hönd 1996 41

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.