Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 57
Listagilið á Akureyri
að hefur verið fróðlegt að
fylgjast með þróun Akur-
eyrarkaupstaðar undanfarin
60 ár. Þá á ég ekki aðeins við
byggðar- og atvinnuþróun heldur
einnig þróun á nær öllum sviðum,
ekki síst á sviði menningar og
lista.
I stuttri grein um Listagilið á
Akureyri er ekki mögulegt að bera
saman að gagni Grófargilið eins
og það var á síðustu árum fyrir
stríð og Listagilið eins og það er í
dag. Þó ætla ég að reyna í örfáum
orðum að segja frá þessu svæði
eins og ég þekkti það sem dreng-
ur.
Grófargilið sker Akureyrar-
brekku, fram undan því er Torfu-
nefið og efst í gilinu sundlaugin.
Kaupvangsstræti heitir gatan sem
liggur eftir gilinu. Aðalstöðvar
Kaupfélags Eyfirðinga ásamt
verslunum voru og eru enn neðst
í Gilinu að norðanverðu, neðst að
sunnanverðu Caroline Rest, hús á
tveim hæðum, á neðri hæðinni
var hesthús, ætlað hestum sveita-
manna sem voru í kaupstaðarferð-
um, á efri hæðinni íbúðir. Þetta
hús er nú horfið. Ofan við þessi
hús upp með gilinu báðum megin
Kaupvangsstrætis risu smám
saman verksmiðjuhús KEA, efst
að norðanverðu Efnaverksmiðjan
Sjöfn. Litlu neðar Mjólkursamlag-
ið. Að sunnanverðu við gilið var
einnig reist iðnaðarhúsnæði.
Á þessu svæði og í Hafnar-
strætinu var og er hinn eiginlegi
miðbær Akureyrar, kennileiti enn
svipuð og fyrir hálfri öld en flest
annað breytt.
Minnisstætt er mannlífið eins
og það var. Þá, ekki síður en nú,
var þarna ys og þys á virkum dög-
um, á morgnana komu mjólkur-
bílarnir úr sveitunum, með þeim
einnig farþegar, mjólkurpóstarnir
óku vögnum hlöðnum mjólkur-
vörum frá Samlaginu. Iðnverka-
fólk, verslunar- og skrifstofufólk
hraðaði sér til vinnu, skólanem-
endur hlupu við fót upp gilið og
Hafliði Helgason framkvæmdastjóri
Listasumars á Akureyri.
verkamenn voru farnir að vinna á
Torfunefsbryggju. Allan daginn
var þarna mikil umferð gangandi
fólks og farartækja.
Sterkustu minningarnar frá
þessu svæði eru ef til vill frá snjóa-
vetrum þegar allir vegir voru
ófærir bílum og bændur fluttu
mjólkina á hestasleðum í Samlagið.
Þá var sjón að sjá langa sleðalest-
ina koma eftir ísi lagðri Eyja-
fjarðará út yfir Leirurnar og Poll-
inn, ef hann var lagður, og upp í
Hafnarstrætið og Grófargilið að
Samlaginu.
En allt er breytingum háð og
hefur sinn tíma. Þar kom að verk-
smiðjuhúsin við Kaupvangsstræti
þóttu ekki lengur heppileg sem
slík og athafnasvæðið í Grófargil-
inu alltof þröngt. Ný verksmiðju-
hús voru reist á öðrum heppilegri
stöðum í bænum. Smám saman
lagðist mestöll verksmiðjustarf-
semi KEA niður í Grófargilinu og
flest húsin stóðu auð.
Myndlistaskólinn á Akureyri,
sem var stofnaður 1974, fékk Sjafn-
arhúsið til afnota árið 1990.
Akureyrarbær keypti öll iðnaðar-
húsin í Grófargili árið 1991 og
leigði eða seldi síðan hluta þeirra
til lista-og handverksmanna og á-
hugamanna um stofnun listamið-
stöðvar í Grófargili. Þeir stofnuðu
Gilfélagið í nóvemberlok 1991, fé-
lagið hafði það að markmiði sínu
að byggja upp listamiðstöð í hús-
um KEA í Grófargili. Vorið 1992
gerðu Akureyrarbær og Gilfélagið
með sér samning um afnot af
Kaupvangsstræti 23 og jarðhæð í
Mjólkursamlaginu. Akureyrarbær
veitti Gilfélaginu fjárstuðning til
uppbyggingar þessa húsnæðis. í
Kaupvangsstræti 23 er nú Gallerí,
vinnustofur arkitekta, hönnuða og
málara, einnig Deiglan, fjölnota-
salur Gilfélagsins, og Café Carol-
ina. Gestaíbúð og vinnustofa er
þar til afnota fyrir listamenn.
Félagið hefur einkum tekjur sín-
ar af rekstri húsnæðisins. Tekjurn-
ar eru notaðar til að byggja upp og
efla starfsemina í Gilinu og til að
standa fyrir menningarviðburðum
af ýmsu tagi. Félagið rekur sjálft
Deigluna og leigir salinn til ein-
staklinga og félaga til myndlistar-
sýninga, tónleika, fyrirlestra og
fundahalda. Gilfélagið hefur
einnig frumkvæði að því að fá
listamenn til að sýna og koma
fram og til að halda fyrirlestra.
Áhugi er fyrir því að standa beint
að menningarviðburðum, en því
hamlar fremur fjárskortur en vilja-
og hugmyndaleysi.
Sá hópur fer vaxandi sem sækir
menningarviðburði í húsnæði fé-
lagsins og er starfsemin stöðugt að
festa sig betur í sessi.
Einn er sá þáttur í starfsemi Gil-
félagsins sem sérstaklega er vert
að minnast á. Það er Listasumar,
menningarviðburður sem var í
fjórða sinn efnt til sumarið 1996.
Listasumar er samstarfsvettvang-
Hugur og hönd 1996 57