Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 30
Útskorin hvaltönn. kom því eins og af sjálfu sér að Ás- geir fór að reyna fyrir sér við þessa iðju og áhugi hans óx þegar hann sá að hann gat leikið ýmsar listir á þessu sviði. Magnús afi hans var kunnur hagleiksmaður, Ásgeir tel- ur ekki ólíklegt að hann hafi feng- ið áhuga á útskurði við að skoða verk hans. Ásgeir fór ekki í skóla til að nema útskurð, hann lærði af eigin reynslu og af handbragði og verktækni heimamanna og ná- granna, einnig af smíðisgripum og útskurði sem hann skoðaði. Þeir bræður Ásgeir og Hjálmar, sem einnig smíðaði og skar út í tré, unnu saman og lærðu hvor af öðr- um. Fyrstu gripirnir sem þeir seldu voru bréfahnífar sem þeir smíðuðu og skáru út, hnífana seldu þeir fyrst aðallega á Akur- eyri. Ásgeir og Hjálmar bróðir hans smíðuðu þvínæst aska og skáru út, einnig útskorna kassa og kistla sem þeir seldu bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þessir gripir voru eftirsóttir og seldust mjög vel, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Höfðu þeir af þessu þónokkrar aukatekjur. Hjálmar flutti til Reykjavíkur og fór í gullsmíðanám og er þekkt- ur gullsmiður í höfuðstaðnum. Ásgeir fór í Búnaðarskólann á Hvanneyri og varð búfræðingur. Árið 1959 kvæntist hann Hrafn- hildi Ólafsdóttur frá Húsavík og fóru þau að búa á Halldórsstöð- um. Byggðu þau þar fallegt ein- býlishús. Þá gafst oft lítill tími frá byggingum og búskap til að fást við útskurð, en alltaf var þó reynt að nýta hverja stund er gafst. Spurðist víða út að hann smíðaði og skæri út fallega hagleiksgripi. Pöntunum í smíðisgripi hans fjölg- aði og af sjálfu sér leiddi að hann tók meiri og meiri tíma til að sinna þeim verkefnum. Ásgeir og Hrafnhildur hættu búskap árið 1969 og fluttu til Reykjavíkur. Hann hafði sterklega í huga að byggja afkomu sína á út- skurði og smíði minjagripa og að hafa þá iðju að aðalstarfi. Reyndar hafði Ásgeir þá einnig áhuga á gullsmíðanámi, en útskurðurinn varð hans ævistarf. Hann tók á leigu húsnæði undir verkstæði sitt ofarlega á Laugaveginum og var þar til húsa frá desember 1970 og fram í desember 1995 er hann flutti með verkstæðið í „Eldgömlu ísa- fold". Samstarf Ásgeirs við Heimilis- iðnaðarfélag Islands hófst svo að segja strax eftir að hann kom verk- stæði sínu á fót í Reykjavík og hann segir það félaginu að þakka að hann gat strax helgað sig út- skurðinum eingöngu. Ásgeir segir samstarf sitt við verslun Heimilis- iðnaðarfélagsins ætíð hafa verið 30 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: