Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 34
Mynd 2. Sýnishorn af álnavöru með skoðunargerð á Bás- endum 1752. ishorn eru nokkuð dæmigerð fyrir álna- vörusýnishorn sem fylgja skoðunargerð- um, vöruúttektum, sem gerðar voru hérlendis um miðja 18. öld nema sums staðar er úrvalið fjölbreyttara, einkum af fínni efnum, eins og t.d. silki og plussi. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá skoðunargerðinni í Grindavík eru efst vinstra megin tvö sýn- ishorn af ullarefnum sem nefnd eru Pachlac- ken. Sé röðinni fylgt niður koma næst fjögur nefnd Pýchlacken, síð- an fjögur nefnd Smal Twiffel og neðst eru þrjú hörléreftsefni. Við það efsta þeirra er skrifað verð, 10 fiskar alin, næsta er nefnt Westph.Lerred og neðsta Ultzinger. Efst hægra megin eru fjögur sýnishorn af ullarefnum nefnd Kiersei (Kirs- ey), síðan eru þrjú plussefni, Plýs. Þar fyrir neðan eru þrjú efni nefnd Sars, Callemang og Golgas. Síðan eru tvö tvílit sýnishorn nefnd Cartun, næst er einlitt efni með glansandi yfirborðsáferð og kallast Westphalitz og allra neðst er köflótt nafnlaust sýnishorn verð- lagt á 10 fiska alin. Frá Básendum eru eftirfarandi sýnishorn sbr. meðfylgjandi mynd.: Pachlacken, Pýchlacken, Bred Twiffel, Smal Twiffel, Kirsey, Rask, ljós Westphal. og Ultzinger Lerred, dökkt Westphalitz og Ultzinger Lerred. Jón Helgason, ritstjóri dagblaðs- ins Tímans, var maður glöggur og árið 1962 ritaði hann athyglisverða grein í Lesbók Tímans sem hann kallaði „200 ára fataefni." Þar fjall- ar hann um skoðunargerð sem gerð var á vörum í Grindavík árið 1748 og einnig fylgdu sýnishorn af innfluttri álnavöru. Jón veltir fyrir sér hvað hafi orðið um þessa vöru í höndum landsmanna og má segja, að við lestur þessarar grein- ar, rúmum tveimur áratugum eftir birtingu hennar, hafi mér orðið ljóst að þarna væru geymdar mik- ilvægar heimildir. Oneitanlega fylgdi því sérstök tilfinning er ég fór höndum um þessi 250 ára gömlu sýnishorn í fyrsta sinn. Mér þóttu þetta slíkar gersemar að varla mætti snerta þær, um leið og þær opnuðu fyrir mér nýja leið að rannsóknum á íslenskum fatnaði fyrri alda. Fljótlega skorti mig sér- þekkingu á ýmsu er varðaði þessi efni og þá fékk ég Sigríði Halldórs- dóttur og Áslaugu Sverrisdóttur til liðs við mig og höfum við í nokkur ár tengt sýnishornin rann- sóknum okkar á íslenskum textíl- um og textílsögu. Álíka skoðunargerðir og vöru- skrár voru gerðar víðar en hér í danska konungsríkinu og varð- veittar skýrslur og sýnishorn þar um allt frá fyrri hluta 18. aldar. Að auki eru m.a. varðveittar „prufu- bækur" í nokkrum helstu þjóð- minja- og skjalasöfnum Evrópu, sem textílsérfræðingar hafa að vonum haft dálæti á. I nágranna- löndum okkar hefur verið unnið mikið starf í að skrá, skilgreina og gefa út rit um slík sýnishorn. I þeim tilgangi var t.d. árið 1974 stofnaður vinnuhópur „Arbejds- gruppen for nordisk dragt- og tekstilfor- skning" með fulltrúum frá öllum Norðurlönd- unum með það að markmiði að skrásetja varðveitt „prufu- söfn". Þessu norræna samstarfi var haldið á- fram til 1980 og sem af- rakstur þess hafa a.m.k. komið út bækur um efnið í Svíþjóð og Danmörku (Cock- Clausen. 1987:14-15 og Goliger. 1984:11-14). Jón J. Aðils, sagn- fræðingur og háskóla- kennari, gefur m.a. yf- irlit yfir innflutta vefn- aðarvöru í bók sinni „Einokunarverslun Dana á íslandi 1602- 1787". Á bls. 454 í því þarfa riti má lesa: „Þó að vaðmálagerð tíðkaðist hér á landi frá alda öðli og menn notuðu það að öllum jafnaði til hversdagsfatnaðar, þá fluttust hingað samt sem áður klæði frá öðrum löndum bæði skorin og ó- skorin og alls konar líndúkar, ... Þegar einokunarverzlunin hófst, voru fluttar hingað að minsta kosti 4 tegundir af útlenzkum klæðum, misjafnar að gerð og gæðum, og komu þær oftast ef ekki ávalt frá Hollandi og Þýzkalandi, unz farið var að taka upp klæðagerð í Dan- mörku á fyrri hluta 18. aldar. Al- gengasta tegundin var hið svo nefnda varningsklæði („Vernings- klæde" í kaupsetn. 1619) og var það langódýrast. Þá var hálfstykkis- klæði svo kallað, að líkindum sama tegundin og kölluð er „Tvifl" í kaupsetn. 1619 og „Soltwedelsk Klæde" í kaupsetn. 1684. Enn var þriðjungaklæði svo kallað og stiku- klæði eða tvígilt klæði, og virðast þær tegundir einna helst eiga við það, sem kallað er „Pjukk" (Pyck) eða „Pyklaken" ( Pychlachen) og 34 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.