Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 31
mjög ánægjulegt. Verslun félagsins
seldi gripi hans og verkefnin voru
næg og stundum meira en það.
Vinnudagurinn varð því oft lang-
ur. Einnig kom Heimilisiðnaðarfé-
lagið verkum hans á framfæri á
sérstökum sýningum í verslun
sinni og á samsýningum í London
og Kaupmannahöfn. Mest smíðaði
hann og skar út aska, könnur,
kistla, prjónastokka og gestabæk-
ur, einnig hagleiksgripi úr horni,
beini og hvaltönn. En hann segir
að askarnir hafi ætíð verið vinsæl-
ustu gripirnir til tækifærisgjafa.
Asgeir hefur smíðað nokkur silfur-
búin horn, silfurskreytingarnar
smíðaði hann einnig sjálfur.
Við smíði gripa sinna styðst As-
geir yfirleitt við hefðbundin form
og gamla íslenska útskurðinn sem
hann þó útfærir ætíð á persónuleg-
an hátt. Hann hefur alltaf lagt
mikla áherslu á góða hönnun
gripa sinna, segir það undirstöðu-
atriði. Hann er óþreytandi að leita
betri lausna við smíði gripanna,
útfærslu, útskurð og aðrar skreyt-
ingar.
Asgeir er sérfræðingur í að
skera út höfðaletur og notar það á
hann er skorið höfðaletursstafróf
með miklu brugðningsverki, þetta
er líklega stærsta útskurðarverk
Asgeirs.
Þess má geta að mynd af aski
sem Asgeir smíðaði og skar út var
notuð á íslenskt frímerki.
Silfurbúið og útskorið
drykkjarhorn eftir Asgeir.
mjög smekklegan hátt þar sem það
á við sem letur, skreyting eða hluti
munsturs.
Nokkur stærri útskurðarverk
liggja eftir Asgeir, má þar til nefna
nokkra kirkjugripi, s.s. söngtöflu
sem hann gerði fyrir Hvamms-
kirkju í Norðurárdal, mjög stóra
sérstæða kertastjaka sem hann
gerði fyrir kirkjuna í Bjarnanesi í
Austur- Skaftafellssýslu. Tréhring
frægan gerði hann og skar út eftir
teikningu dr. Gunnlaugs S. E.
Briem leturgerðarmeistara. Tré-
hringurinn er 75 cm í þvermál, í
Útskornir
fundahamrar.
Aðspurður segir Ásgeir að hann
kunni vel við sig á nýja staðnum
og að það sé gott og jákvætt að
vera í nábýli við lista- og hand-
verksfólkið sem hefur starfsað-
stöðu í þessu ágæta húsi við Þing-
holtsstrætið í Reykjavík.
Þórir Sigurðsson
Ljósmyndir: Guðmundur
Ingólfsson / ímynd
Hugur og hönd 1996 31