Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 37
á mismunandi hátt eftir því hver
skrifaði upp.
Að lokum skulum við líta á flík-
ur frá árinu 1786, því að árið 1787
varð breyting á verslunarháttum
hérlendis. Þá aflétti einokun Dana
og svonefnd fríhöndlun (1787-
1855) tók við, þ.e. verslunin fór úr
höndum verslunarfélaga eða Dana-
konungs og komst í hendur ein-
stakra kaupmanna eða fyrirtækja,
sem jafnvel höfðu aðsetur erlendis.
Heimildum ber flestum saman um,
að þá hafi innflutningur svokall-
aðrar munaðarvöru aukist til
muna. Mörgu andlegu og verald-
legu yfirvaldinu þótti slíkt mesta ó-
heillaþróun, sem bæri að stöðva
með góðu eða illu enda var á 18.
öld talið eðlilegt, að stjórnvöld og
æðri máttarvöld hefðu vit fyrir al-
menningi á sem flestum sviðum.
Anno 1786, þann 23. maí, er
uppskrifað og virt bú ekkjunnar
Kristínar Björnsdóttur, Gerðum í
Garði. Fataeigur Kristínar voru
sortuð kvenhempa lítið brúkuð,
ditto forn og ditto sortuð gömul og
slitin, borin treyja af klæði, lérefts-
skyrta, blár niðurhlutur af 20 fiska
klæði nýlegur, rautt raskfat fornt
og slitið, blá rask svunta með víra-
virkishnappi, nýleg blá svunta af
kirsu, rauð kirsu svunta, þrjú car-
túns tröf, bláröndóttur og bládrop-
óttur klútur, tvær einskeftuskyrt-
ur, önnur gömul og bætt en hin
nýleg, blátt upphlutsfat fornt og
slitið, tvö styttubönd, nærfat sauð-
svart nýlegt af einskeftu, tvennir
vettlingar svartir, rauðir sokkar
nýlegir og ditto þrennir fornir
slitnir. Til að átta sig á hver hlutur
fatnaðarins var í eigu ekkjunnar
miðað við aðrar aðaleignir hennar
má bæta við, að hún átti að auki
fjórar álnir af dökkblárri einskeftu
í tveimur stykkjum og af búfénaði,
eða í fríðu, átti hún eina kú 10
vetra, einn ærhrút, eitt veturgam-
alt trippi, þrjár ær með lömbum og
fimm kindur veturgamlar. En það
verðmætasta í búi Kristínar var
eitt fimmmannafar með öllu til-
heyrandi, sem metið var á rúmlega
tvö kúgildi. Hún skyldi þó ekki
hafa stundað róðra eða rekið út-
gerð? Að minnsta kosti var í búinu
af skinnklæðum tvennar skinn-
brækur, tveir skinnstakkar og sjó-
skór.
Til fróðleiks má geta þess að
efni með sama nafni og þau sem
voru til sölu 1752, er einnig að
finna í uppskriftum dánarbúa fyr-
ir þann tíma.
I uppskriftum frá árinu 1722 úr
Gullbringusýslu er t.d. að finna
„rödt Klædes skört, blaa og hvid
Cartuns törklæder og hvid Lærritz
traf". Árið 1739 er m.a. upptalið í
búi í Eyjafirði bláar klæðisnærbux-
ur, rask niðurhlutur, rauð rask-
svunta, sars svunta gömul og
kersu svunta. Tveimur árum
seinna var m.a. í öðru eyfirsku búi
klæðistreyja með raskfóðri og
brjóstadúkur úr flaneli með silfur-
hnöppum.
Eldri gerðir erlendra efna, sbr.
tilvitnun hér að framan í Jón J. Að-
ils, koma einnig fram í dánarbús-
uppskriftum langt fram á 18. öld.
Sem dæmi má nefna að árið 1752
eru uppskrifaðar í búi Sólveigar
Helgadóttur í Eyjafirði buxur af
varningsklæði, buxur úr „Hol-
lensku Töjer" eru skráðar að Litla
Dunhaga árið 1768 og að Fram-
húsum, Fagraskógi, er ennþá til
blátt varningsklæðis „pilltz" árið
1786. Þessar flíkur voru e.t.v. í
upphafi spariflíkur en eftir því
sem árin færðust bæði yfir þær og
eigendur þeirra, samfara breyting-
um á smekk og tísku, þjónuðu þær
líklega í lokin sem hversdagsflíkur
á einn eða annan hátt. Það var
sjálfsagt hlutskipti flestra spari-
flíka meðan þröngt var í búi hjá ís-
lensku þjóðinni. Sennilega hafa
þetta verið haldgóð efni.
í þessari grein hefur ekkert ver-
ið fjallað um magn innfluttra efna
á umræddum árum né heldur verð
þeirra, enda er magnið oft óljóst í
skoðunargerðunum, þrátt fyrir að
víða er tilgreint verð en verðein-
ingar og verðlag á 18. öld eru hag-
fræði út af fyrir sig.
Fljótt á litið virðist mest hafa
verið flutt inn af ódýrari gerðum
af ullarefnum, þeim sem nefnd
voru Pýchlacken, Twiffel og Kirsey
(ódýrast) og notuð voru bæði í
kven- og karlmannafatnað. Rask
var frekar ódýrt, þunnt en áferðar-
fallegt og einkum ætlað í fóður í
betri- og utanyfirflíkur eins og
hempur, treyjur, „kjóla" (jakka), og
buxur karla, en var einnig mikið
notað sem aðalefni í flíkur almenn-
ings, niðurhluti (pils), svuntur og
barnafatnað. Af öðrum efnum sem
seld voru í Grindavík (sbr. mynd)
var svokallað Sars sem m.a. var
notað í svuntur, pils og treyjur. Efn-
istegundin Callemang var einkum
haft í brjóstadúka eins og fram hef-
ur komið en röndótt Callemang var
einnig notað í svuntur kvenna og
trúlega í millipils sem iðulega voru
skrautleg. Litskrúðugt efni sem
nefnt var Golgas (eða Flonel og
Flaniele) var líklega mest notað í
karlmannafatnað, brjóstadúka,
treyjur og „kjóla" en líka í svuntur,
kraga, skrautbekki og borða á
kvenfatnaði.
Mælt í álnum virðist mest hafa
verið flutt inn af bómullar- og hör-
efnum, Lerred og Cartun. Að vísu
er það ekki raunhæf viðmiðun um
magn þar sem þau voru mjórri en
ullarefnin. Geta má nærri að marg-
ir hafi reynt að eignast þau, t.d. í
nærskyrtur, nærbuxur og hvers
kyns klúta um höfuð og háls þar
sem þau voru léttari og mýkri en
ullarefnin. Samkvæmt dánarbús-
uppskriftum virðast Lerred og
Cartun mikið hafa verið notuð í
nærfatnað, höfuðbúnað kvenna,
fóður í flíkur, hvers kyns heimilis-
lín, rúmtjöld og rúmfatnað en
sjálfsagt hefur það einnig verið
notað í kraga og ermalíningar á
ullarnærskyrtur, lausa kraga, lík-
klæði o.fl.
Sýnishornið af einlita, dökka
Westphal. Lerred efninu (næst
neðst hægra megin á skjalinu frá
Grindavík) er með gljáandi yfir-
borðsáferð (meðhöndlun eftir vefn-
aðinn) þannig að það hrindir nokk-
uð frá sér vætu og óhreinindum.
Það gæti því hafa verið gott í utan-
yfirflíkur til ferðalaga en sam-
kvæmt erlendum venjum átti það
einkum að þjóna sem fóður í flíkur
sem sjaldan þyrfti að þvo.
Bláköflótta efnið á sama skjali hef-
ur vafalítið verið notað í klúta,
svuntur, „sýnilegt" fóður og hvers
kyns heimilislín. Einlitt blátt og
hvítt Cartun var vinsælt í höfuð-
búnað kvenna, tröf og skaut eins og
Hugur og hönd 1996 37