Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 37
á mismunandi hátt eftir því hver skrifaði upp. Að lokum skulum við líta á flík- ur frá árinu 1786, því að árið 1787 varð breyting á verslunarháttum hérlendis. Þá aflétti einokun Dana og svonefnd fríhöndlun (1787- 1855) tók við, þ.e. verslunin fór úr höndum verslunarfélaga eða Dana- konungs og komst í hendur ein- stakra kaupmanna eða fyrirtækja, sem jafnvel höfðu aðsetur erlendis. Heimildum ber flestum saman um, að þá hafi innflutningur svokall- aðrar munaðarvöru aukist til muna. Mörgu andlegu og verald- legu yfirvaldinu þótti slíkt mesta ó- heillaþróun, sem bæri að stöðva með góðu eða illu enda var á 18. öld talið eðlilegt, að stjórnvöld og æðri máttarvöld hefðu vit fyrir al- menningi á sem flestum sviðum. Anno 1786, þann 23. maí, er uppskrifað og virt bú ekkjunnar Kristínar Björnsdóttur, Gerðum í Garði. Fataeigur Kristínar voru sortuð kvenhempa lítið brúkuð, ditto forn og ditto sortuð gömul og slitin, borin treyja af klæði, lérefts- skyrta, blár niðurhlutur af 20 fiska klæði nýlegur, rautt raskfat fornt og slitið, blá rask svunta með víra- virkishnappi, nýleg blá svunta af kirsu, rauð kirsu svunta, þrjú car- túns tröf, bláröndóttur og bládrop- óttur klútur, tvær einskeftuskyrt- ur, önnur gömul og bætt en hin nýleg, blátt upphlutsfat fornt og slitið, tvö styttubönd, nærfat sauð- svart nýlegt af einskeftu, tvennir vettlingar svartir, rauðir sokkar nýlegir og ditto þrennir fornir slitnir. Til að átta sig á hver hlutur fatnaðarins var í eigu ekkjunnar miðað við aðrar aðaleignir hennar má bæta við, að hún átti að auki fjórar álnir af dökkblárri einskeftu í tveimur stykkjum og af búfénaði, eða í fríðu, átti hún eina kú 10 vetra, einn ærhrút, eitt veturgam- alt trippi, þrjár ær með lömbum og fimm kindur veturgamlar. En það verðmætasta í búi Kristínar var eitt fimmmannafar með öllu til- heyrandi, sem metið var á rúmlega tvö kúgildi. Hún skyldi þó ekki hafa stundað róðra eða rekið út- gerð? Að minnsta kosti var í búinu af skinnklæðum tvennar skinn- brækur, tveir skinnstakkar og sjó- skór. Til fróðleiks má geta þess að efni með sama nafni og þau sem voru til sölu 1752, er einnig að finna í uppskriftum dánarbúa fyr- ir þann tíma. I uppskriftum frá árinu 1722 úr Gullbringusýslu er t.d. að finna „rödt Klædes skört, blaa og hvid Cartuns törklæder og hvid Lærritz traf". Árið 1739 er m.a. upptalið í búi í Eyjafirði bláar klæðisnærbux- ur, rask niðurhlutur, rauð rask- svunta, sars svunta gömul og kersu svunta. Tveimur árum seinna var m.a. í öðru eyfirsku búi klæðistreyja með raskfóðri og brjóstadúkur úr flaneli með silfur- hnöppum. Eldri gerðir erlendra efna, sbr. tilvitnun hér að framan í Jón J. Að- ils, koma einnig fram í dánarbús- uppskriftum langt fram á 18. öld. Sem dæmi má nefna að árið 1752 eru uppskrifaðar í búi Sólveigar Helgadóttur í Eyjafirði buxur af varningsklæði, buxur úr „Hol- lensku Töjer" eru skráðar að Litla Dunhaga árið 1768 og að Fram- húsum, Fagraskógi, er ennþá til blátt varningsklæðis „pilltz" árið 1786. Þessar flíkur voru e.t.v. í upphafi spariflíkur en eftir því sem árin færðust bæði yfir þær og eigendur þeirra, samfara breyting- um á smekk og tísku, þjónuðu þær líklega í lokin sem hversdagsflíkur á einn eða annan hátt. Það var sjálfsagt hlutskipti flestra spari- flíka meðan þröngt var í búi hjá ís- lensku þjóðinni. Sennilega hafa þetta verið haldgóð efni. í þessari grein hefur ekkert ver- ið fjallað um magn innfluttra efna á umræddum árum né heldur verð þeirra, enda er magnið oft óljóst í skoðunargerðunum, þrátt fyrir að víða er tilgreint verð en verðein- ingar og verðlag á 18. öld eru hag- fræði út af fyrir sig. Fljótt á litið virðist mest hafa verið flutt inn af ódýrari gerðum af ullarefnum, þeim sem nefnd voru Pýchlacken, Twiffel og Kirsey (ódýrast) og notuð voru bæði í kven- og karlmannafatnað. Rask var frekar ódýrt, þunnt en áferðar- fallegt og einkum ætlað í fóður í betri- og utanyfirflíkur eins og hempur, treyjur, „kjóla" (jakka), og buxur karla, en var einnig mikið notað sem aðalefni í flíkur almenn- ings, niðurhluti (pils), svuntur og barnafatnað. Af öðrum efnum sem seld voru í Grindavík (sbr. mynd) var svokallað Sars sem m.a. var notað í svuntur, pils og treyjur. Efn- istegundin Callemang var einkum haft í brjóstadúka eins og fram hef- ur komið en röndótt Callemang var einnig notað í svuntur kvenna og trúlega í millipils sem iðulega voru skrautleg. Litskrúðugt efni sem nefnt var Golgas (eða Flonel og Flaniele) var líklega mest notað í karlmannafatnað, brjóstadúka, treyjur og „kjóla" en líka í svuntur, kraga, skrautbekki og borða á kvenfatnaði. Mælt í álnum virðist mest hafa verið flutt inn af bómullar- og hör- efnum, Lerred og Cartun. Að vísu er það ekki raunhæf viðmiðun um magn þar sem þau voru mjórri en ullarefnin. Geta má nærri að marg- ir hafi reynt að eignast þau, t.d. í nærskyrtur, nærbuxur og hvers kyns klúta um höfuð og háls þar sem þau voru léttari og mýkri en ullarefnin. Samkvæmt dánarbús- uppskriftum virðast Lerred og Cartun mikið hafa verið notuð í nærfatnað, höfuðbúnað kvenna, fóður í flíkur, hvers kyns heimilis- lín, rúmtjöld og rúmfatnað en sjálfsagt hefur það einnig verið notað í kraga og ermalíningar á ullarnærskyrtur, lausa kraga, lík- klæði o.fl. Sýnishornið af einlita, dökka Westphal. Lerred efninu (næst neðst hægra megin á skjalinu frá Grindavík) er með gljáandi yfir- borðsáferð (meðhöndlun eftir vefn- aðinn) þannig að það hrindir nokk- uð frá sér vætu og óhreinindum. Það gæti því hafa verið gott í utan- yfirflíkur til ferðalaga en sam- kvæmt erlendum venjum átti það einkum að þjóna sem fóður í flíkur sem sjaldan þyrfti að þvo. Bláköflótta efnið á sama skjali hef- ur vafalítið verið notað í klúta, svuntur, „sýnilegt" fóður og hvers kyns heimilislín. Einlitt blátt og hvítt Cartun var vinsælt í höfuð- búnað kvenna, tröf og skaut eins og Hugur og hönd 1996 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: