Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 50

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 50
Púðar lífga oft skemmtilega upp á umhverfið, og svo er líka alltaf gaman að gefa gjafir sem maður hefur sjálfur gert. Púðarnir sem uppskriftin er að eru í sjálfu sér ekki flóknir, en einfalt munstur í einhverjum þeim lit sem fellur að smekk manns ásamt svo kannski smávegis aukaskrauti virkar oft vel. Púðarnir á mynd- inni eru í mínum uppáhaldslitum, einn blár, einn grænn, en garnið sem notað er fæst í mun fleiri litum þannig að möguleikarnir eru mun fleiri. Perlurnar voru áður á festi sem mér fannst mjög falleg en not- aði þó næstum aldrei, en perlur af ýmsum stærðum og gerðum fást í föndurbúðum og kannski víðar. Hér er ofin voðin aðeins notuð sem framhlið á púða, bakhliðin er úr ólituðu hrásilki, en eflaust væri mjög fallegt að hafa báðar hliðar úr handofinni voð. Ef einhver vill hafa púðana þannig þá þarf að lengja slönguna í 402 cm og kaupa þeim mun meira af garni. Stærð:44x44. Vend: Hringjavaðmál. Uppistaða: Hör nr. 16, hvítur. ívaf: Rowan silk tweed nr. 11. Rowan silk tweed nr. 14. Skeið: 60/10,1 þráður í hafaldi, 2 þræðir í tönn, 12 þræðir á cm. Breidd í skeið: 44 cm. Þráðafjöldi: 528, rakið með 2 þráðum. Slöngulengd: 292 cm. Hver púði er ofinn 42 cm, mælt slakt í vefstól, og auk þess 2 cm hvorum megin í saumfar. A hvern cm koma 7 fyrirdrög þannig að ekki má slá vefinn mjög fast. Það þarf að gæta þess að gefa upp í með því að láta fyrirdragið liggja dálítið á ská í opnu skili þegar slegið er. Sæunn Þorsteinsdóttir 50 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: