Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 50

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 50
Púðar lífga oft skemmtilega upp á umhverfið, og svo er líka alltaf gaman að gefa gjafir sem maður hefur sjálfur gert. Púðarnir sem uppskriftin er að eru í sjálfu sér ekki flóknir, en einfalt munstur í einhverjum þeim lit sem fellur að smekk manns ásamt svo kannski smávegis aukaskrauti virkar oft vel. Púðarnir á mynd- inni eru í mínum uppáhaldslitum, einn blár, einn grænn, en garnið sem notað er fæst í mun fleiri litum þannig að möguleikarnir eru mun fleiri. Perlurnar voru áður á festi sem mér fannst mjög falleg en not- aði þó næstum aldrei, en perlur af ýmsum stærðum og gerðum fást í föndurbúðum og kannski víðar. Hér er ofin voðin aðeins notuð sem framhlið á púða, bakhliðin er úr ólituðu hrásilki, en eflaust væri mjög fallegt að hafa báðar hliðar úr handofinni voð. Ef einhver vill hafa púðana þannig þá þarf að lengja slönguna í 402 cm og kaupa þeim mun meira af garni. Stærð:44x44. Vend: Hringjavaðmál. Uppistaða: Hör nr. 16, hvítur. ívaf: Rowan silk tweed nr. 11. Rowan silk tweed nr. 14. Skeið: 60/10,1 þráður í hafaldi, 2 þræðir í tönn, 12 þræðir á cm. Breidd í skeið: 44 cm. Þráðafjöldi: 528, rakið með 2 þráðum. Slöngulengd: 292 cm. Hver púði er ofinn 42 cm, mælt slakt í vefstól, og auk þess 2 cm hvorum megin í saumfar. A hvern cm koma 7 fyrirdrög þannig að ekki má slá vefinn mjög fast. Það þarf að gæta þess að gefa upp í með því að láta fyrirdragið liggja dálítið á ská í opnu skili þegar slegið er. Sæunn Þorsteinsdóttir 50 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.