Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 21
dóttir og Bergþóra Arnórsdóttir.
Auk þess hefur leðurvaran ver-
ið til sölu á nokkrum fleiri stöðum.
Má þar nefna Dalakaffi, Jökuldal,
markaðinn Viðbót skammt utan
Egilsstaða, og handverks- og at-
vinnusýningar víða um land.
Fyrir rúmu ári opnaði ég undir-
rituð vinnustofuna DeSign-ý að
Lyngási 12, Egilsstöðum. Þar vinn
ég auk annars vöru úr hreindýra-
leðri. Má þar nefna hefðbundna
leðurjakka, vesti, buxur, húfur og
hatta. Eg reyni að fara nýjar leiðir
og prófa ýmsar nýjungar. Meðal
annars nota ég loðsútað leður af
fæti hreindýrsins til skreytingar.
Einnig nota ég handunnar tölur úr
hreindýrshorni sem framleiddar
eru í Eik á Miðhúsum. Sérstaka
áherslu legg ég á framleiðslu vesta
og jakka fyrir veiðimenn þar sem
ég vinn með þarfir hvers og eins í
huga hvað varðar snið, vasa og
hanka fyrir skot svo nokkuð sé
nefnt. Einnig bý ég til módelflíkur,
svo sem kjóla, pils og vesti og þar
eru engar tvær flíkur eins.
Mér fannst það mikil ákvörðun
fyrir ári að hefja með formlegum
hætti framleiðslu á vöru úr hrein-
dýraleðri og setja á stofn vinnu-
stofu eða verkstæði til þess að
vinna í fullu starfi að framleiðslu
þessari. Margt hvatti mig hins veg-
ar til þess. Fyrst og fremst var það
viljinn og löngunin til að vinna
með þetta einstæða hráefni, en ég
hafði komið lítils háttar nálægt því
í nokkur ár. Einnig var það sú
reynsla og menntun sem ég hef
sem kennari frá K.H.I. og síðan
hönnuður frá Danmörku sem mig
langaði til að nýta.
Starfsemin hefur gengið vel og
sala er alltaf að aukast. Enn sem
komið er er framleiðslan þó ein-
göngu seld frá vinnustofunni,
enda áhersla lögð á að dekra við
viðskiptavinina og sinna þörfum
hvers og eins.
Ég tel að vörur úr hreindýra-
leðri séu góð viðbót við þá fram-
leiðslu sem fyrir er í landinu. Ur
leðrinu er nú framleidd fjölbreytt
vara, sem hæfir vel nútímafólki,
sem vill vandaða náttúruvöru úr
íslensku hráefni.
i
Signý Ormarsdóttir
Myndir: Sigurður Mar o.fl.
Hugur og hönd 1996 21