Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 42

Hugur og hönd - 01.06.1996, Síða 42
Mynd 8. Hluti af sýnishornum með skoðunargerð í Grindavík 1752. ið Indigofera. Þar af er Indigofera tinctoria sú tegund sem best er þekkt. Talið er að jurtin eigi upp- runa á Indlandi og í Kína. Indigó litar blátt og var algengasta efnið til litunar haldgóðra blárra lita í textíliðnaði 18. aldar en það var jafnframt notað með öðrum litum sem undir- eða yfirlitur. Þannig voru t.d. lituð ýmis blæbrigði af grænum lit með indígói yfir eða undir gulan lit og rauðbláir litir með rauðum sem undir- eða yfirlit. (Sjá t.d. O. Olavius. 1786: 41.) Indigó var haft til sölu í molum. Það er ekki uppleysanlegt í vatni. Indigólitunin hafði ævinlega nokkra sérstöðu og þótti vanda- söm. Ef lita átti haldgóðan lit með indigói varð litarinn að koma sér upp gerjunarlegi til að leysa upp indigóið. Vandasamt var að halda slíkum litunarlegi í því ástandi, þ.e. því kemíska jafnvægi og ná- kvæma hitastigi, að það útleysti indigólitinn sem best. Ymis efni voru notuð til að koma af stað gerj- un í indigólitunarlegi, nefna má krapprót, hveitiklíð, pottösku og leskjað kalk. Efnið sem litað var kom gulleitt upp úr lit- unarbaðinu en þegar vatnið var undið úr því kveikti súrefnið í loft- inu bláa litinn. Indigó var algengasta efnið til litunar blárra lita í iðn- aðarlitun 18. aldar. Rubia tinctorum er latneska heitið á jurt- inni sem ber litunar- efnið sem nefnt hefur verið á íslensku krapp eða krapprót. I rót jurtarinnar er efni sem nefnist alizarin oggef- ur það rauða liti. Jurtin var ræktuð í Dan- mörku á 18. öld. Ræktunin var liður í á- taki dönsku stjórnar- innar til að renna stoð- um undir innlendan litunariðnað. Krapp- rótin var sett á markað þurrkuð og möluð. Krapprótarlitnum er oftast lýst sem rauðum eða rauðgulum. Eins og nafnið ber með sér er kaktuslúsin skorkvikindi. Rautt litarefni fæst úr kvendýrinu. Til munu vera nokkur svipuð skor- dýr sem lita rautt en sú lús sem að- allega var notuð í textíllitun 18. aldar mun nefnast á latínu coccus cacti og kom til sögunnar með landafundum Evrópumanna í Vesturheimi. Lúsin þrífst þar, einkum í Mexikó, á tilteknum kaktustegundum. Lúsin var sett þurrkuð á markað og var steytt fyrir litun. Krapprót og kaktuslús voru langalgengustu litunarefnin fyrir haldgóða rauða liti í litunar- iðnaði 18. aldar. Liturinn í báðum efnunum leysist upp í vatni og við litunina eru oftast notuð ýmiss konar málmsölt til að binda litinn og/eða ná mismunandi litbrigð- um. Eins og áður er minnst á var lit- að gult undir blátt (eða öfugt) til að fá haldgóðan grænan lit. Ymis efni úr jurtaríkinu voru notuð til að lita gult. Þeirra á meðal eru tvö efni sem nefnd eru í birgðaskrá lit- unarhússins við Elliðaár, guul træe (lat. Morus tinctoria) og Wau (lat. Reseda luteola). Bæði þessi efni voru álitin meðal bestu efna til lit- unar gulra lita, þau voru algeng í iðnaðarlitun 18. aldar. Wau mun hafa verið ræktað fyrir litunariðn- aðinn í Danmörku á 18. öld (Fischer. 1983: 13). Svart var m.a. litað þannig að fyrst var litað blátt með indigói og síðan yfir bláa litinn með jurtum sem voru ríkar af sútunarsýru og með þeim notað járnríkt málmsalt. Slíkar jurtir eru t.d. þær sem nefndar eru Ingeskiær (lat. Serra- tula tinctoria) og Sumak (lat. Rhus ) í birgðaskrá litunarhússins við El- liðaár. I svartan lit voru einnig notuð smáhnýði sem myndast þegar vesputegund ein stingur og verpir á blöð tiltekinna tegunda eikartrjáa. Hnýði þessi voru þurrkuð og möluð. Þau nefnast á dönsku galæble og eru ákaflega rík af sútunarsýrum (gall Eble í skrá litunarhússins við Elliðaár). Birgðaskrá litunarhúss, sem starfrækt var við Elliðaár um miðja 18. öld, hefur hér verið höfð til hlið- sjónar til að fá vísbendingar um lit- unarefni í iðnaðarlitun þess tíma. Sagt hefur verið frá hluta þeirra lit- unarefna sem þar eru skráð, - aðal- lega jurtum. Tré og skordýr hafa einnig verið nefnd. Mætti nefna slík efni úr jurta- og dýraríkinu grundvallarefni eða hin eiginlegu litunarefni. Ymis önnur efni, sem notuð voru við litunina, eru skráð í birgðaskránni. Efnin sem sagt hef- ur verið frá eru algengustu grund- vallarefnin sem notuð voru til lit- unar haldgóðra rauðra, blárra og grænna lita á 18. öld. Einnig hefur lauslega verið minnst á efni sem notuð voru til að fá svartan lit. Of- angreind efni hafa verið tekin hér til umfjöllunar því líkur benda til að þau hafi verið notuð í litina á voðunum sem sýnishornin frá Grindavík eru tekin úr. Hafa þarf í huga að við jurtalitun eru fjölda- mörg efni notuð með hinum eigin- legu litunarefnum, svo sem málm- sölt, sýrur og lútur eða lútarkennd efni. Hér hefur því einungis verið skoðað örlítið afmarkað brot í flók- innisögu. Áslaug Sverrisdóttir 42 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.