Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 19
listaverk. Hann tók lokapróf úr
myndmótunardeild 1983 og hefur
síðan verið sístarfandi fyrir skól-
ann, að mestu leyti á sumrin.
Hann kenndi málmsuðu á tveimur
önnum, sinni hvorn veturinn og
fannst skemmtilegt að kenna,
enda vantaði ekki áhugann hjá
nemendunum.
Alexíus segir að öll aðstaða hafi
batnað í skólanum síðan hann
byrjaði þar. Hann gefur kennurun-
um góð meðmæli og nefnir sér-
staklega Jón Gunnar Arnason
deildarkennara, sem hann segir að
hafi verið mikill listamaður og
góður smiður. Annar minnisstæð-
ur maður var Ragnar Kjartansson.
Unnið úr ýmsum efnivið
Eftir Alexíus liggur mikill fjöldi
listaverka, olíumálverk hans eru
farin að nálgast tuttugu, auk fjölda
vatnslitamynda. Hann hefur skor-
ið margar styttur í tré, stórar og
minni. Athygli vekur stytta af sjó-
garpinum Magnúsi á Hrauni,
tengdaföður hans, en kona Alexí-
usar er Ingibjörg Magnúsdóttir frá
Hrauni í Grindavík. Hann hefur
einnig gert mikið af lágmyndum,
styttum og skúlptúrum úr eir, leir,
járni og stáli, auk skartgripa úr eir
og silfri. Mikið af verkum hans
hefur farið til tækifærisgjafa. Hann
hefur smíðað skemmtilegan skírn-
Magnús Hafliðason,
bóndi á Hrauni í Grindavík.
- Brenndur leir.
er áhuginn sá sami og hann vonast
til að geta gert eitthvað meira.
Hann segir að gaman væri að vera
orðinn ungur í annað sinn og geta
byrjað á ný. Nú stefnir hann að
því að safna saman öllum verkum
sínum og halda á þeim sýningu.
En enginn veit ævi sína fyrir.
Alexíus Lúthersson lést nú á
haustdögum.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Maður. - Eir.
Skírnarfontur.
- Marmari og eir.
Bryggjan. - Slegið járn.
arfont með ljós undir skálinni og
er hann farandskírnarfontur við
skírnir barnabarnanna.
Alexíusi finnst mest gaman að
vinna í eir vegna skemmtilegra lit-
brigða sem koma fram þegar efnið
hitnar. Hann hefur unnið mikið af
litlum styttum úr eir, en aðalvinnan
hefur verið í litlum skúlptúrverk-
um úr málmi. Hann hefur einnig
prófað að höggva í marmara.
Þó aldurinn færist yfir Alexíus,
Hugur og hönd 1996 19