Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 14

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 14
Leikur að minni Mýrarflétta, prjón og hönnun Lopapeysan sem hér birtist hefur þróast út frá fyrri verkum mínum í lopa- peysuflokknum Fléttuverk, sem var á sýningu í Islenskum heimilis- iðnaði haustið 1995. Með þessari peysu, Mýrarfléttu, var ætlun mín að byggja á fyrri vinnu í þessum flokki varðandi efnivið, prjóna- aðferð og myndsmíð sem byggð er á fléttumunstri. Að ósk ritstýru fjalla ég lítið eitt um hönnun og rek þróun vinnu- ferlis þessa verkefnis. Að hanna er umfram allt að velja. Gefa sér valkosti, vega þá og meta. I vinnsluferli einnar prjónaflíkur fer mestur tími í það að þróa með sér hugmynd og aðferðir sem leiða til þeirra áhrifa sem sóst er eftir. Upphafleg hugmynd að verkefni getur átt rætur að rekja í efnivið eða garn, myndform og liti eða snið og form á flík en að verk- efnalokum er markmiðið að allir þessir þættir séu vel leystir og stuðli að heilsteyptu verkefni. Meðan á þróun verkefnis stendur er því mikilvægt að samhæfa þessa mismunandi þætti. Þróunar- ferlið er mikilvægur liður í sér- hverri nýsköpunarvinnu. Mikil- vægt er að vera gagnrýninn á eigin verk og læra af því sem miður fer því af vinnsluferlinu má ýmislegt læra. Ef vel er staðið að þróunar- ferlinu er oft hægt að nýta hug- myndir fyrir önnur verk, sem ekki eiga heima innan þess ramma sem unnið er við þá stundina. En það er engin ein leið til að vinna eftir. Það er að mörgu að hyggja til þess að ná fram heildstæðu myndformi og áferð í flík. Margvíslegar aðferðir geta komið að góðum notum hvort sem hugað er að upp- byggingu hugmyndar eða útfærslu. Víða er hægt að leita fanga eftir hugmyndum eða fyrir- myndum, en eins og fyrr hefur komið fram, er fyrsta skrefið í hönnun að gefa sér stefnu og velja sér markmið eða „vandamál" til að leysa og síðan að vera gagn- rýnin á hvernig það þróast og vinnst. Eg hef einbeitt mér einna mest að prjóni eftir að textíl- og hönnunarnámi lauk og leitað leiða til að tjá mig með þeim miðli. I lopapeysuflokknum, Fléttuverk, hef ég unnið úr íslenskri ull og einna helst léttlopa. Mýkt lopans og léttleiki eru eiginleikar sem njóta sín einna best í flíkum og klæðum, þar sem form og hreyfing líkamans fer saman. I Fléttuverkum hafa hugmyndir mínar um myndsmíð fallið einkar vel að hringprjónahefðinni. Hringprjón gefur kost á samfelldu munstri erma og bols vegna jafnrar úrtöku og óslitið munstur gefur kost á heildstæðri myndsmíð í flík. I þessum verkum hef ég sótt í norræna arfleið. Hér á ég við flétt- ur þær sem einkenna forna list- muni. Munsturfléttur birtast í ólíku formi á ýmsum slóðum, t.d. í keltneskri og íslamskri list. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna fléttunnar eða vísun en í norrænni listhefð kemur fléttan oft fyrir sem slanga eða dýr, sem hringar sig, eða jurtasveigar, þ.e. náttúru- minni. Fléttumunstur frá fornum tíma sem finnast yfirleitt í útskurði eða skartgripum eru úr efnum sem varðveitast vel. Ég hef glímt við að aðlaga þessa listhefð prjóni og lopapeysusniði. Að gera hringa- eða fléttumunstur og vinna í hringprjón fer vel saman. Þetta verkefni hófst með vali á þema og gaf ég mér að vinna innan ákveðins ramma eða kerfis, 14 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.