Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 27

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 27
Kaffe Fassett og myndprjónið Vinsældir myndprjóns hafa aukist til muna vegna áhrifa hönnuðar- ins og listamannsins Kaffe Fassett, en fjallað er um sýningu hans í Hafnarborg á öðrum stað í blað- inu. Sumir hafa jafnvel skilið það svo að hann hafi fundið mynd- prjónið upp. Það er þó að sjálf- sögðu á misskilningi byggt enda hefur slyngt prjónafólk fyrir löngu séð út þá aðferð að bregða bandi í nýjum lit yfir bandið sem áður var prjónað með þegar skipt er um lit svo að ekki myndist göt milli lit- flata. Hefðbundnu myndprjóni fylgir hins vegar sá vandi að vefja þarf upp litla garnhönk fyrir hvern lit- flöt í mynstrinu. Þessar litlu hank- ir dansa lausar þegar prjónað er og endarnir eiga það til að flækjast illilega saman. Hættan á flækju eykst enn meira þegar stykkinu er snúið við til að prjóna rönguna og oft er erfitt að átta sig á mynstri þegar til skiptis er horft á réttu og röngu. Fassett sá að auðveldast væri að snúa réttunni alltaf að sér, þ.e. að prjóna fyrst lykkjurnar af vinstri prjóninum upp á þann hægri og svo öfugt. Sú aðferð ásamt ýmsu fleiru hefur svo orðið til að losa um ýmsar óskrifaðar reglur sem mörgum hefur fundist gilda um prjónaskap. Meðal þess sem einkennir verk Fassetts eru reglubundin (geo- metrísk) mynstur sem eru endur- tekin með mörgum mismunandi litum. Oft sækir hann fyrirmyndir í gömul mynstur, t.d. úr hannyrð- um, mósaikmyndum eða veggflís- um, en leikur sér að litum, leggur saman tvo mismunandi þræði og fær þannig tilbreytingu í flöt sem annars væri einlitur. Ef garnendi er ekki nógu langur til að hægt sé að ljúka við mynsturflöt ráðleggur hann fólki að taka aldrei alveg sama lit til að ljúka við flötinn, heldur einhvern rétt við hliðina, í svipuðum lit eða litarstyrk, þannig verður verkið líflegra. íslenska aðferðin Rósaleppaprjónið íslenska var yf- irleitt notað í litla. hluti svo að vandinn með mismunandi band- hankir var ekki óviðráðanlegur. Einkenni þess er að notað er garðaprjón, mynstrin eru reglu- bundin með hægri og vinstri hlið eins (samhverf) og oftast byggð upp af litlum reitum úr tveimur lykkjum og tveimur görðum (fjór- um umferðum). Framhlið og bak- hlið eru því mjög líkar og auðvelt að hafa sýn yfir mynstrið. Ekki er getið um hliðstæðar að- ferðir í yfirlitsritum um prjón á Norðurlöndum en í bók um prjón sem var gefin fyrst út í Bretlandi árið 1935, Mary Thomas's Knitting Book, er talað um „geometric knitting" sem notað sé á skoska karlmannasokka og hægt sé að nota í sessur o.þ.h. Þar er um að ræða slétt prjón með mismunandi litum tiglum og röndum en ekki virðist höfundurinn gera ráð fyrir því að prjónuð séu flóknari mynst- ur en það. Ekki virðist hafa tíðkast hér á landi að prjóna slétt prjón á þennan hátt. Hvernig og hvenær það vildi til að Islendingar fóru að prjóna leppa með garðaprjóni og mynd- um verður líklega ekki upplýst úr þessu. Það er hins vegar ekki síður umhugsunarefni að aðferðin virð- ist næstum því hafa dáið út við það að fólk eignaðist skófatnað sem hélt því sæmilega þurru á fót- unum og hætti að ganga á sauð- skinnsskóm. Ekki bara íleppar Þó að rósaleppaprjónið hafi tengst fótabúnaði sterkum böndum hef- ur ýmislegt fleira en íleppar verið prjónað með því. Árið 1928 er í Hlín birt mynd af hluta prjónaðrar gólfábreiðu úr tvílitum ferningum. Litaskilin liggja á ská yfir ferning- ana og í skýringartexta segir: Nr. 3. Dálítil garðaprjónuð gólfá- breiða frá Arnkelsgerði í Múlaþingi, fjekk verðlaun hjá „Hlín" 1927. Tent þar sem litirnir koma saman, 2 garðar íhverritönn (stalli). (Hlín, 1928, bls. 157) Hér og hvar um landið hafa varðveist svipaðir hlutir og sem dæmi má nefna að á Þjóðminja- safni er stór prjónuð sessa með flóknu mynstri. Mynd af henni er í bókinni Vefnaður eftir Halldóru Bjarnadóttur (bls. 103) en þar er hún reyndar sögð saumuð með augnsaumi. Á Byggðasafni Akur- eyrar er fallegt lítið rúmteppi þar sem skiptast á rauðir ferningar með svartri átta blaða rós og svart- ir ferningar með rauðri rós. Gróa á næsta leiti við Fassett Á Byggðasafninu í Skógum eru sessa og lítið teppi, eða dúkur, eft- ir Gróu Jakobsdóttur, húsfreyju í Heysholti í Landsveit (f. 1868, d. 1953). Gróa er sögð hafa verið list- ræn í sér og mikil tóskapar- og vef- kona. Gripirnir eftir hana eru eins og skólabókardæmi um hvernig er hægt að leika sér að afmörkuðum grunnformum en eiga einnig ým- islegt sameiginlegt með verkum áðurnefnds Kaffe Fassetts. I sessunni eftir Gróu (mynd 1) eru níu ferningar, prjónaðir eins og miðja í rósalepp og saumaðir sam- an. Litirnir eru alls 15: Ijósbrúnn (drappaður), brúnn, dökkgrár, milligrár, ljósgrár, ljósbleikur, bleikur, dökkblágrænn, dökkblár, gulur, laxbleikur, ljósblágrænn, hvítur, gulur og rauður. Sérstak- lega er laxbleiki liturinn mjög ójafn og „lifandi". I flestum ferninganna er grunn- liturinn ljósbrúnn (drappaður) en í þremur þeirra er hann dökkur. Þar eru lagðir saman ljósgrár þráður, milligrár og dökkblár eða blá- grænn, þ.e. dökki grunnliturinn er ekki alltaf eins þó að svo virðist í fyrstu. Sömu litir eru í dökkum flötum sumra rósanna en í öðrum dökkum flötum eru litirnir brúnn og grár lagðir saman, stundum er skipt á þessum samsetningum í sama fleti, t.d. í rósinni í hægra horninu efst á myndinni. Á öllum ferningunum nema einum er átta blaða rós en engar tvær eru alveg eins. Tvær og tvær eru þó svipað- ar og þær eru þá sín hvorum meg- in við miðju. Á einum ferninganna er tigull, staðsetning hans ræðst af grunnlitnum auk þess sem litirnir í tiglinum eru svipaðir litunum í rósinni í andstæðu horni. I teppinu (mynd 2) eru þrjár lengjur. Á þeim eru einnig vel þekkt rósaleppamynstur, rósir og Hugur og hönd 1996 27

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.