Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 22

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 22
Prjónamaðurinn Kaffe Fassett Dagana 6. janúar til 19. febr- úar á þessu ári voru sýn- ingarsalirnir í Hafnarborg í Hafnarfirði lagðir undir litskrúð- ugt prjónles og útsaum. Þarna var á ferðinni sýning sem farið hefur víða um heim, þar á meðal til Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar, Finn- lands, Astralíu, Kanada og Hollands, og hefur hvarvetna ver- ið vel tekið. Sýningin var ekki síð- ur vel sótt hér á landi enda eigum við mikið af áhugafólki um prjón og útsaum. A sýningunni gat að líta alls kyns flíkur stórar og smá- ar, með einföldum munstrum og flóknum, útsaum af ýmsum stærð- um og í einu herbergi var sett upp nokkurs konar stúdíó þar sem voru ýmsar prufur, litaprufur og munsturprufur ásamt fleiru því sem listamaðurinn notar sér til innblásturs að litadýrðinni sem hann skapar. I öðru herbergi var svo myndbandstæki og þar var sýnd kynningarmynd um lista- manninn sem heitir Kaffe Fassett. Hann var upphaflega listmálari 22 Hugnr og hönd 1996 sem bjó og vann í Kaliforníu í Bandaríkjunum, en árið 1968 fór hann afdrifaríka ferð til Bretlands og hefur búið þar síðan. Það var nefnilega í þessari ferð sem Kaffe Fassett lærði að prjóna. Hann var að ferðast á Norður-Englandi og heimsótti þar garnverksmiðju. Hann heillaðist algerlega af litaúr- valinu og áður en hann fór út hafði hann keypt 20 mismunandi litar garndokkur og prjóna. I lestinni á leiðinni til London fékk hann svo konu sem ferðaðist í sama klefa til þess að kenna sér að prjóna slétt og brugðið. Áður en lestin rann inn á brautarstöðina í London var hann kominn vel á veg með fyrstu peysuna sína, afskaplega fallega röndótta peysu í mildum litatón- um sem var á sýningunni í Hafn- arborg, á lítið áberandi stað í „stúdíóinu". Kaffe Fassett hafði áður málað uppstillingar í hvítum litatónum, notaði svo til eingöngu hvítan lit og kannski örlítið út í brúnt, en um leið og hann skipti úr málun yfir í prjón þá breyttist lita- valið og varð töluvert fjölbreyttara og þegar maður gekk um sýning- arsalina í Hafnarborg var lita- dýrðin slík að maður velti því fyr- ir sér hvort það væri einhver litur sem hann notaði ekki. Híkurnar sem Kaffe Fassett hannar eru yfir- leitt einfaldar að sniði en munstrin geta verið af ýmsum gerðum, sum einföld, önnur flókin. Litanotkun- in gerir það að verkum að manni finnst sem hann hljóti að vera al- ger prjónasnillingur. Sjálfur segist hann ekki kunna mikið að prjóna, slétt og brugðið sé allt og sumt sem hann hafi lært, og hann hefur lagt á það mikla áherslu að hver sem er geti prjónað flíkurnar hans. Kaffe Fassett hefur um árabil verið í samstarfi við Rowan Yarns garn- verksmiðjuna sem sér honum fyrir öllum þeim litatónum sem hann þarfnast, og það er ekki svo lítið því hann hefur sjálfur sagt að hann vilji helst hafa nokkur hundruð liti í sömu flíkinni. í byrjun samstarfs- ins við Rowan var Fassett beðinn að takmarka litafjöldann í hverri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: