Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 22
Prjónamaðurinn Kaffe Fassett
Dagana 6. janúar til 19. febr-
úar á þessu ári voru sýn-
ingarsalirnir í Hafnarborg
í Hafnarfirði lagðir undir litskrúð-
ugt prjónles og útsaum. Þarna var
á ferðinni sýning sem farið hefur
víða um heim, þar á meðal til Dan-
merkur, Noregs, Svíþjóðar, Finn-
lands, Astralíu, Kanada og
Hollands, og hefur hvarvetna ver-
ið vel tekið. Sýningin var ekki síð-
ur vel sótt hér á landi enda eigum
við mikið af áhugafólki um prjón
og útsaum. A sýningunni gat að
líta alls kyns flíkur stórar og smá-
ar, með einföldum munstrum og
flóknum, útsaum af ýmsum stærð-
um og í einu herbergi var sett upp
nokkurs konar stúdíó þar sem
voru ýmsar prufur, litaprufur og
munsturprufur ásamt fleiru því
sem listamaðurinn notar sér til
innblásturs að litadýrðinni sem
hann skapar. I öðru herbergi var
svo myndbandstæki og þar var
sýnd kynningarmynd um lista-
manninn sem heitir Kaffe Fassett.
Hann var upphaflega listmálari
22 Hugnr og hönd 1996
sem bjó og vann í Kaliforníu í
Bandaríkjunum, en árið 1968 fór
hann afdrifaríka ferð til Bretlands
og hefur búið þar síðan. Það var
nefnilega í þessari ferð sem Kaffe
Fassett lærði að prjóna. Hann var
að ferðast á Norður-Englandi og
heimsótti þar garnverksmiðju.
Hann heillaðist algerlega af litaúr-
valinu og áður en hann fór út hafði
hann keypt 20 mismunandi litar
garndokkur og prjóna. I lestinni á
leiðinni til London fékk hann svo
konu sem ferðaðist í sama klefa til
þess að kenna sér að prjóna slétt
og brugðið. Áður en lestin rann
inn á brautarstöðina í London var
hann kominn vel á veg með fyrstu
peysuna sína, afskaplega fallega
röndótta peysu í mildum litatón-
um sem var á sýningunni í Hafn-
arborg, á lítið áberandi stað í
„stúdíóinu". Kaffe Fassett hafði
áður málað uppstillingar í hvítum
litatónum, notaði svo til eingöngu
hvítan lit og kannski örlítið út í
brúnt, en um leið og hann skipti úr
málun yfir í prjón þá breyttist lita-
valið og varð töluvert fjölbreyttara
og þegar maður gekk um sýning-
arsalina í Hafnarborg var lita-
dýrðin slík að maður velti því fyr-
ir sér hvort það væri einhver litur
sem hann notaði ekki. Híkurnar
sem Kaffe Fassett hannar eru yfir-
leitt einfaldar að sniði en munstrin
geta verið af ýmsum gerðum, sum
einföld, önnur flókin. Litanotkun-
in gerir það að verkum að manni
finnst sem hann hljóti að vera al-
ger prjónasnillingur. Sjálfur segist
hann ekki kunna mikið að prjóna,
slétt og brugðið sé allt og sumt
sem hann hafi lært, og hann hefur
lagt á það mikla áherslu að hver
sem er geti prjónað flíkurnar hans.
Kaffe Fassett hefur um árabil verið
í samstarfi við Rowan Yarns garn-
verksmiðjuna sem sér honum fyrir
öllum þeim litatónum sem hann
þarfnast, og það er ekki svo lítið
því hann hefur sjálfur sagt að hann
vilji helst hafa nokkur hundruð liti
í sömu flíkinni. í byrjun samstarfs-
ins við Rowan var Fassett beðinn
að takmarka litafjöldann í hverri