Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 23

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 23
m Frá sýningunni í Hafnarborg. flík við 6 liti, þar sem verið var að hanna uppskriftir sem venjulegt prjónafólk átti að geta fylgt, það gekk ekki vel. Þá var ákveðið að gera tilraun með uppskrift með 20 litum. Sumum þótti það reyndar algerlega vonlaust að fá fólk til að kaupa uppskrift með svo mörgum litum, en á einum mánuði seldust yfir 7000 pakkar með uppskrift og garni! Og þar með var garn- hnykillinn farinn að rúlla. Uppskriftir Kaffe Fassetts eru seldar þannig að í einn pakka er látin uppskrift að flík ásamt því garni sem í hana þarf þannig að fólk þurfi ekki að kaupa heilar dokkur af öllum þeim litum sem í flíkina fara. Svo hafa líka verið gefnar út bækur með munstrum hans. Hér á landi er það verslunin Storkur- inn sem selur þessa garnpakka, bækur og einnig garn í lausasölu frá Rowan, ásamt því að halda námskeið í að prjóna munsturprjón, þ.e. að prjóna alltaf á réttunni en það er oft betra þegar prjónað er munstur eða jafnvel mynd í mörgum litum. Munstrin sem Fassett hannar eru mjög fjölbreytt enda sækir hann innblástur sinn víða. Hann hefur rnikið skoðað gamla textíla á söfnum og er þar af nógu að taka því Bretar hafa safnað munum alls staðar að úr heiminum. Einnig leitar hann mikið út í náttúruna og- þar er fjölbreytileikinn óendanlegur. Heimili hans á Englandi er fullt af hlutum sem hann hefur sankað að sér og verða honum oft kveikja að lit- skrúðugum flíkum. Undanfarið hefur Kaffe Fassett leit- að aðeins til baka á fornar slóðir, haldið í vesturátt og í nýrri uppskriftabók sem væntanleg er frá honum leitar hann innblásturs í Kaliforníu. Kaffe Fassett segist vona að lrann verði sem flestum hvatning til þess að fara að prjóna litskrúðugar flíkur því hann sé sönnun þess að mikil tækni sé hreint ekki nauðsynleg. Við sem bara kunnum brugðið og slétt fyllumst bjartsýni við þessi orð, og nú er bara að taka fram prjónana og fitja upp. Sæunn Þorsteinsdóttir Ljósmyndir lánaði Malín Örlygsdóttir Peysur úr nýju prjónabókinni þar sem Fassett sækir innblástur sinn í litadýrð náttúrunnar í Kaliforníu. Hugur og hönd 1996 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: