Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 23

Hugur og hönd - 01.06.1996, Qupperneq 23
m Frá sýningunni í Hafnarborg. flík við 6 liti, þar sem verið var að hanna uppskriftir sem venjulegt prjónafólk átti að geta fylgt, það gekk ekki vel. Þá var ákveðið að gera tilraun með uppskrift með 20 litum. Sumum þótti það reyndar algerlega vonlaust að fá fólk til að kaupa uppskrift með svo mörgum litum, en á einum mánuði seldust yfir 7000 pakkar með uppskrift og garni! Og þar með var garn- hnykillinn farinn að rúlla. Uppskriftir Kaffe Fassetts eru seldar þannig að í einn pakka er látin uppskrift að flík ásamt því garni sem í hana þarf þannig að fólk þurfi ekki að kaupa heilar dokkur af öllum þeim litum sem í flíkina fara. Svo hafa líka verið gefnar út bækur með munstrum hans. Hér á landi er það verslunin Storkur- inn sem selur þessa garnpakka, bækur og einnig garn í lausasölu frá Rowan, ásamt því að halda námskeið í að prjóna munsturprjón, þ.e. að prjóna alltaf á réttunni en það er oft betra þegar prjónað er munstur eða jafnvel mynd í mörgum litum. Munstrin sem Fassett hannar eru mjög fjölbreytt enda sækir hann innblástur sinn víða. Hann hefur rnikið skoðað gamla textíla á söfnum og er þar af nógu að taka því Bretar hafa safnað munum alls staðar að úr heiminum. Einnig leitar hann mikið út í náttúruna og- þar er fjölbreytileikinn óendanlegur. Heimili hans á Englandi er fullt af hlutum sem hann hefur sankað að sér og verða honum oft kveikja að lit- skrúðugum flíkum. Undanfarið hefur Kaffe Fassett leit- að aðeins til baka á fornar slóðir, haldið í vesturátt og í nýrri uppskriftabók sem væntanleg er frá honum leitar hann innblásturs í Kaliforníu. Kaffe Fassett segist vona að lrann verði sem flestum hvatning til þess að fara að prjóna litskrúðugar flíkur því hann sé sönnun þess að mikil tækni sé hreint ekki nauðsynleg. Við sem bara kunnum brugðið og slétt fyllumst bjartsýni við þessi orð, og nú er bara að taka fram prjónana og fitja upp. Sæunn Þorsteinsdóttir Ljósmyndir lánaði Malín Örlygsdóttir Peysur úr nýju prjónabókinni þar sem Fassett sækir innblástur sinn í litadýrð náttúrunnar í Kaliforníu. Hugur og hönd 1996 23

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.