Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 36
al þess sem kallaður var „allur fatnaður forn" eða alfatnaður, enda er trúlegt, að miðað við þær hörmungar sem gengu yfir ís- lensku þjóðina á seinni hluta 18. aldar hafi flestum þótt allgott að eiga tvenn ígangsklæði og einn helgidagafatnað. Við skoðun á dánarbúsupp- skriftum frá 18. öld má víða sjá, að hversdags- og utanyfirfatnaður var oftast úr heimatilbúnum efn- um og prjónlesi en helgi- og hátíð- arbúningum flestra tilheyrði nærri alltaf innflutt kramvara af ein- hverju tagi, auðvitað mismikið eft- ir efnahag. I rituðum heimildum, að vísu flestum frá 19. öld, kemur einnig víða fram að margir eign- uðust sínar fyrstu spariflíkur við fermingu og svonefndur helgi- daga- og hátíðaklæðnaður var iðu- lega brúðarföt fólks sem það not- aði síðan sem helgi- og/eða hátíð- arbúning mestalla ævi. Hvers- dagsföt skyldu fyrst og fremst vera hlý og endingargóð. Sama gilti einnig um spari- og hátíðar- fatnað nema hvað kapp var einnig lagt á að hafa hann fallegan, helst glæsilegan, og úr vandaðasta og besta efni sem völ var á. Þegar saumuð voru brúðarföt var áætl- að, að þau yrðu notuð sem spari- föt næstu 20-40 ár og þess vegna mátti eyða til þeirra fjármunum og mikilli vinnu. Dánarbúsuppskrift- ir fyrri alda virðast staðfesta, að flestir létu a.m.k. eftir sig eitthvað sem tilheyrði sparifatnaði en hversdagsfatnaður var víðast nýttur upp til agna svo oft var lít- ið eftir af honum til að skrá og verðleggja. Hugum nú að dánarbúum úr nágrannabyggðum Grindavíkur og Básenda og víkjum að árinu 1752 og árunum þar á eftir í leit að flíkum úr efnunum frá Grindavík og Básendum. Anno 1756, þann 18. nóvember, kom sýslumaður Guðmundur Runólfsson að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd til að láta upp- skrifa bú Hálfdáns Eyvindarsonar. Þar var uppskrifað m.a. af karl- mannafatnaði rauð klæðispeysa með látúnshnöppum, nærbuxur af lifrauðu klæði, kalemangs brjósta- dúkur fóðraður, ditto (sama) af flonelli fóðraður gamall og rauð- röndóttur buxnaklútur. Orðið brjóstadúkur var á þessum tíma notað yfir flík sem seinna var köll- uð vesti og buxnaklútur er líkleg- ast sama og vasaklútur. Af kven- fatnaði var m.a. í búi Hálfdáns klæðisfat blátt nýlegt, ditto kirsey blátt gamalt, svunta nýleg af rauðu klæði, ditto blá nærri ný, treyja af bláu klæði, ditto gömul og bætt, nýtt traf (höfuðbúnaður kvenna) og tveir klútar röndóttir. Það sem hér er upptalið sem ný- legt gæti hæglega verið frá 1752. Ellegar eru hér notuð flest þau efni sem voru á boðstólum í krambúð- unum fyrrnefndu og er þau trú- lega að finna í dánarbúsuppskrift- um næstu 30-50 árin. I búi Þorvarðs Einarssonar, Brautarholti á Kjalarnesi, var árið 1769 m.a. af kvenfatnaði blár nið- urhlutur af 50 fiska klæði, rauður ditto af 50 fiska klæði, blá kirsu (kirsey) svunta með „3ur" silfur- hnöppum, 1 ditto græn af „Zartz" (sars), 1 ditto blá af kirsu slitin með einum silfurhnappi, rauður sars kragi með „31ögðum flöjels- borða", 2 cattuns tröf, bládröfnótt- ur klútur með köflóttu, 3 hvítir lé- reftstreflar bornir, 2 ditto bláir bornir, og lítilfjörlegur úr grænu silki. Með sængurfatnaði í sama búi er m.a. upptalið sparlak af rauðu cattun og bláköflóttur lé- refts svæfill. Með karlmannsfatnaði í búi Odds Stefánssonar er árið 1783 m.a. að finna lérefts skyrtu, ditto gamla og bætta, calemangs brjóstadúk fóðraðan með lérefti, ditto af kersu tvíhnepptan. Með kvenfatnaði þar var cartunstraf fornt, lítilfjörlegur silkiklútur, blár höfuðklútur og rauður klútur forn. Hér má sjá hvernig þeir sem upp- skrifa búin nota lýsingarorð til að leggja áherslu á mat á viðkomandi flík sbr. forn, gamall, lítilfjörlegur, bættur, slitinn o.s.frv.. Einnig eru efnin nefnd og nöfn þeirra skrifuð 11 1^5* » V ■' L-K-d-x /D ^ d? .? y UyrLC, Mynd 4. Hluti af texta með skoðunargerð í Grindavík 1752. 36 Hiignr og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: