Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 56

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 56
Yfirlitsmynd frá sýningunni. Norrænu heimilisiðnaðar- samtökin, sem Heimilis- iðnaðarfélag íslands tek- ur þátt í, halda þing þriðja hvert ár og er þá efnt til sýningar á ýmiss konar heimilisiðnaði auk þess sem haldnir eru fyrirlestrar og nám- skeið fyrir þátttakendur. Síðasta þing var í Lillehammer í Noregi sumarið 1995. Hafði þá staðið undirbúningur að sýningu um skeið. Islenska sýningarnefndin leitaði eftir munum hjá hand- verksfólki og brást það vel við. Ljósmyndir og hugmyndir að munum voru sendar norsku sýn- ingarnefndinni, sem valdi alla sýningargripina. I apríllok 1995 voru þeir sendir utan og hófst sýn- ingin í Maihaugen í Lillehammer um miðjan júní. Sú hugmynd að sýningin yrði farandsýning, var viðruð snemma árs 1995 og reynd- ist vera áhugi hjá Finnum, Dönum og okkur. Sýningin var opnuð hér 16. mars að viðstöddum forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, norrænum ráðherrum og fjöl- menni. Hún stóð til 6. apríl og sóttu hana um 3000 manns. Sýningarmunum var skipt í flokka eftir uppruna efnanna sem þeir voru unnir úr. Ilát til skrauts og nytja. Úr sjó og vötnum: Roð, tennur úr sel og hval, skeljar, kuðungar, selskinn og sef. Af akri: Hör og hálmur. Úr mó og mel: Torf, steinar, hraun og leir. Af dýrum: Ull, skinn, hrosshár, kýrhalahár, bein og horn. Úr skóginum: Pappírsband, tágar, greinar, næfrar og viður. Endurnýtt efni var flokkur sem hafði að geyma margt sérstætt úr fjölbreyttum efnum. Sýningarmunir voru á þriðja hundrað og gat þar að líta listagott handbragð og hugmyndaríka úr- vinnslu, jafnt í hefðbundnum verkum sem og nýsköpun. Það meginmarkmið að kynna og sýna vel unnið handverk virtist nást, því sýningin hlaut almennt lof þeirra sem hana sáu. Norræna húsið bauð strax fría sýningaraðstöðu hér og var sam- starfið við starfsfólk þar hið á- gætasta. Anna Margrét Björnsdóttir varaformaður og Guðrún Einars- dóttir gjaldkeri leituðu styrkja í ýmsum áttum og var vel tekið. Hópar félagsmanna tóku að sér hin fjölbreyttustu verk, s.s. að velja verk á sýninguna og senda, hafa samband við fjölmiðla, koma sýn- ingunni upp, sitja yfir og taka nið- ur. Félagsmenn sýndu auk þess fjöl- breytt vinnubrögð tvo sýningar- daga og efnt var til tískusýningar. Þótti viðfangsefnið skemmtilegt; og hafi félagsmenn og aðrir sem lögðu sýningunni lið bestu þakkir fyrir. Síðast en ekki síst ber að þakka ís- lenska handverksfólkinu, 13 talsins, sem léði verk sín, fyrir sinn skerf. Var sómi að munum þeirra. Það er von okkar sem að sýn- ingunni stóðum, að hún hafi verið Heimilisiðnaðarfélaginu til sóma og íslensku handverksfólki hvatn- ing til enn frekari dáða. Heiður Vigfúsdóttir 56 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: