Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 11
létta hönd og listrænt handbragð og notaði svo lítið garn að sá varla á garnskammtinum, þó að hún væri búin að sauma stórt sýnis- horn". Auður hefur unnið margs konar handavinnu. Púði með örsmáum krosssaumi vekur athygli vegna mynsturs og litasamsetninga. Hún hefur prjónað mikið úr einspinnu, kjóla, pils og peysur og farið þá eftir tískunni hverju sinni. Flest er það gert án uppskrifta og fyrir- mynda, hún hannar sjálf sínar uppskriftir. Maríuklæðið á Þjóðminjasafni er altarisklæði frá Reykjum í Tungusveit og sennilega frá 16. öld. Höfundur þess er óþekktur, en listakonunni hefur tekist að skapa einstakt listaverk. Þegar Auður sá Maríuklæðið fyrst var hún í fylgd með móður sinni á Þjóðminjasafninu. Theodóra Thoroddsen sýndi þeim ofan í kistu þar sem það var geymt. Auð- ur segist strax hafa orðið hrifin af því. Theodóra var mjög næm fyrir allri skemmtilegri handavinnu, en Matthías Þórðarson taldi klæðið ekki vel gert og unnið af miklum vanefnum, þar sem það er allt auk- ið saman úr bótum og mynstrið gert úr smápjötlum og er það á- stæðan fyrir því að það var ekki látið hanga uppi. Síðar var því sýndur meiri sómi, þegar safnið var flutt í önnur húsakynni og nú hangir það meðal höklanna á safn- inu. Teiknaði á safninu Veturinn 1946-47 fór Auður í Handíða- og myndlistaskólann. Þar kenndi Valgerður Briem teikn- ingu. Að áeggjan Auðar fór hún með nemendur sína á Þjóðminja- safnið þar sem teiknuð voru upp gömlu mynstrin og þá teiknaði Auður Maríuklæðið. Það var mik- ið og erfitt verk því að klæðið var svolítið skakkt. Teikningin fyllti heila teikniblokk. A árunum eftir stríð voru efni af skornum skammti í verslunum, svo ekki reyndist hægt að fá efni, hér á landi, í sama lit og upphaf- lega klæðið. Auður ákvað að sitt klæði skyldi vera nákvæm eftirlík- ing af Maríuklæðinu, bæði efni og Auður Laxness. garn. Hér voru þá eingöngu í tísku skærir litir, sem minntu ekkert á litina í klæðinu á safninu. Svo var það árið 1948 að þau Halldór fóru utan til fleiri landa að Auður fékk loks blátt efni í klæðið í Stokk- hólmi, en enn fengust ekki réttir litir í myndverkið. Hún komst svo yfir hvíta einskeftu og rauða efnið átti hún sjálf. Tileinkað Halldóri Árið 1955 hlaut Halldór Laxness nóbelsverðlaun fyrir skáldverk sín og af því tilefni vildi Auður, kona hans, gera eitthvað eftirminnilegt og Maríuklæðið varð fyrir valinu. Það er tileinkað Halldóri og gert til minningar um dvöl þeirra í Sví- þjóð á þessum tímamótum. Nú voru litir frumklæðisins komnir í tísku, svo að hún gat keypt þá alla í sömu búðinni. Hún átti líka af- ganga af roði, sem hún hafði feng- ið á stríðsárunum. Eftir jólin var Halldór enn er- lendis í heilan mánuð og var þá hafist handa við að teikna á bláa efnið með hvítum kalkipappír. En það reyndist erfitt, því að efnið tók ekki við litnum, svo að Auður varð að þræða allar útlínur á mynstrinu með elnagarni. Hún segist oft hafa setið við að sauma fram til klukk- an tvö og þrjú á nóttunni þennan mánuð og þegar Halldór kom heim var klæðið tilbúið. Nákvæm eftirlíking Grunnur klæðisins er dökkblár einskeftudúkur. Það er um 95 cm á hæð og um 80 cm breitt. Myndirn- ar eru úr hvítri einskeftu og silki í ýmsum öðrum litum, lagðar ræm- um af roði, sem saumaðar eru nið- ur með forn-íslenskum saumi. Jesúbarnið og höfuð kvennanna eru fyllt upp. Konurnar eru allar með gult, slegið hár og í skósíðum kjólum. Aðalmynd klæðisins er ferkantaður reitur, fremur neðar- lega, og honum er skipt í þrjá jafn- stóra fleti. I miðreitnum stendur María mey með Jesúbarnið nakið á hægri armi. Út frá Maríu stafar geislum í allar áttir og undir fótum hennar er hálfmáninn, sem er tal- inn tákn Maríu. Yfir höfði hennar er kóróna með tólf stjörnum og geislabaugur. I öllum hornum reitsins eru krjúpandi englar og grunnurinn er þakinn stjörnum. Beggja megin við Maríureitinn eru sex reglulegir hringir, sem er brugðið hverjum inn í annan og inni í þeim öllum eru myndir. Þar skiptast á kona, dúfa, rós og mynd, sem flestir hafa talið fanga- mark Maríu. Fyrir ofan og neðan eru sjö sams konar hringir með sama myndefni. Efst á klæðinu er svo hringaröð, sem er ólík hinum fyrri að því leyti að hringirnir eru mjög óreglulegir að lögun og myndirnar eru heldur ekki eins. Klæðið er allt fóðrað með ljósum einskeftudúk og dúskar sitt hvor- um megin að neðan, nákvæmlega eins og á klæðinu á safninu. Auður ákvað að hnika hvergi frá myndefni upprunalega klæðis- ins. Hvers vegna efsti bekkurinn á Maríuklæðinu á Þjóðminjasafni er ekki eins formfastur og hinir er ekki vitað. Flest bendir til þess að þessi hringaröð hafi verið saumuð síðast, en það segir ekki alla sögu. Klæðið hennar Auðar hefur hlotið verðskuldaða athygli. Ingiríður Danadrottning var hér á ferð og sá það á sýningu í Reykja- vík. Henni þótti mikið til þess koma, bæði myndefnis þess og allrar gerðar. Árið 1957 kom Svía- drottning í heimsókn að Gljúfra- steini og sá þar Maríuklæðið og varð mjög hrifin af því, enda er það listaverk sem ber að varðveita. Guðrún Hafsteinsdóttir Ljðsmynd af Maríukiæði: Guðmundur Ingólfsson / Imynd Hugur og hönd 1996 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: