Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 25
í kringum hann, og hefur ekki síður þurft hugvit til þess að finna upp slíkar þrautir. Gott dæmi um það síðastnefnda er sá leikur barna að giska á tölu tinda í dálkbeini, sem margir kannast við. Þá var sagt: „Gettu hvað margar árar eru á borð" (ef piltur átti í hlut) og dálk- beini síðan brugðið sem snöggvast á loft. Sá sem spurður var svaraði: „Til hvers er að vinna?" Hann fékk þetta svar: „Sessu og fat, sæng í skála, kopp á skör, könnu á hillu. Fríða mey fyrir framan þig, ef þú vinnur, en leiða, Ijóta og lúsuga, efþú tapar." Nú kom svarið og gat t.d. verið: „Ég giska á tíu og tek svo tvo af, hvort sem það er af eða á." I ágisk- un mátti skeika tveim tindum. Þessi þraut sýnir mjög vel að ekki þarf alltaf mikið að hafa fyrir því að búa til dægradvöl, hugvit er allt sem þarf. Hér á meðfylgjandi nryndum eru nokkrar af þrautun- um í Skógum, og eins og sjá má eru þær afar mismunandi en allar eiga þær það þó sameiginlegt að hafa áður stytt mönnum stundir, valdið heilabrotum, kannski reiði ef illa gekk en ánægju ef vel tókst til. Sumar þessara þrauta eru við það að falla í gleymsku, en sem betur fer er ennþá til fólk sem kann að leysa þær, og vonandi er gætt að því að færa þá vitneskju fram með því að kenna þeim sem yngri eru að hafa gaman af þess- um gömlu en þó síungu gesta- þrautum. Greinarhöfundur vill þakka Þórði Tómassyni, safnverði í Skógum, góðfúslega veitta aðstoð og upplýsingar. Sæunn Þorsteinsdóttir Dægradvöl smíðuð af Þórði Tómassyni eftir fyrirmynd frá Hannesi Hjartar- syni á Herjólfsstöðum. Þankapinni. Högnakylfa með 16 göddum, sbr.: Það var högg hann Högni gaf / hinn þurfti ekki fleiri. Sextán gaddar sukku á kaf, / sú var skeinan meiri. (Andrarímur fornu) Hugur og liönd 1996 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: