Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 40

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 40
vefjarefni og einskeftuvend. Hin sýnishornin eru vel þæfð og þykk. Vegna þess hve klæðasýnis- hornin eru mikið þæfð og nær ó- gerningur að sjá vefnaðargerð, hafa vaknað spurningar um hana. Ymsar heimildir styðja þó þá hug- mynd að klæði hafi jafnan verið ofin með einskeftuvend, sjá 5. mynd (Rawert. 1834: 405). Skoðunargerðir og sýnishorna- arkir sýna að þessar þrjár nefndu tegundir klæða hafa verið fluttar inn á flesta verslunarstaði á þeim tíma sem umræddar skoðunargerð- ir ná yfir. Sii tegund sem nefnd var Twiffel mun hafa verið ódýrust og mest notuð, ef dæma má eftir magni í skoðunargerðum. í skjal- inu Rtk. Isl. Journal A nr. 2051 á Þjóðskjalasafni Islands eru t.d. tald- ar 216 V8 alin af Smal Twiffel og kosta 20 fiska, að öllum líkindum hver alin. I sömu skoðunargerð eru 106 álnir af Pyklaken sem kosta 30 fiska og aðeins 41 3/8alin af Packla- ken, en verðið á því er 50 fiskar. Neðst sýnishorna í þessari röð eru 3 af ólituðu hörlérefti, öll ein- skeftubundin. 11. Við þetta stendur 10 f. Hef- ur væntanlega kostað 10 fiska hver alin. Þéttleiki þráðanna er 19 þr. x 16 frd./cm. 12. Sýnishornið er merkt West- phalisk. Þéttleiki þráðanna er 18 þr. x 13 frd./cm. 13. Þetta er merkt Ultzinger. Þéttleiki þráða er hér 17 þr. x 13 frd./cm. Nöfnin Westphalisk og Ultzin- ger munu benda til framleiðslu- staða léreftanna. Efst í röðinni hægra megin eru 4 sýnishorn af Kiersei. Þau bera sterkan svip af klæðavoðum, eru grófar þæfðar ullarvoðir í svipuð- um litum og klæðin. Voðir með þessu nafni eru þó stundum taldar taugerð. Þær munu ofnar með vaðmálsvend (Rawert. 1834: 405) þó að ekki sjáist hún greinilega á þessum sýnishornum, sjá 6. mynd. 14. rautt, 15. blátt, 16. grænt, 17. svart. Þetta sýnishorn virð- ist úr öðru efni en hin, áferðin er mjög jöfn, snögg og slétt. Næst koma 3 sýnishorn í þrem- ur litum merkt Plys. Á þeim er urn 1 cm breiður einskeftubundinn jaðar og virðist grunnurinn einnig einskefta. Loðnan (plussið) er stinn en ekki mjög þétt og hefur mikinn gljáa. Gæti verið ull. 18. dökkrautt, 19. dökkgrænt, 20. svart. Eitt sýnishorn nefnt Sars er ull- arvoð með greinilegri vaðmáls- vend, sjá 6. mynd. Vefjarefnið er afar smátt (um 24 þr./ cm) í tveim- ur litum. Annar þráðurinn (uppi- staðan ?) er rauður, hinn (ívafið ?) er grænn. 21. vaðmálsvoð úr rauðu og grænu vefjarefni. Þá er eitt sýnishorn með flóknu munstri kallað Callemang. Þetta er ullarvoð úr mjög fínu vefjarefni í tveimur litum (um 22 þr./cm) rauðri uppistöðu (snúðmeiri en hinn þráðurinn) og hvítu snúðlitlu ívafi. Eins konar damaskbinding er á sýnishorninu, byggð á mis- munandi vaðmálsbindingum, sjá 7. mynd. Það er flókinn vefnaður á þessu sýnishorni sem myndi krefjast óraunhæfs skaftafjölda, miðað við nútíma handvefstóla. Líklegast er að þarna hafi verið ofið í vefstól með einhvers konar dragskeftuútbúnaði (s. dragrustn- ing, dragordning; e. drawloom) og e.t.v. með aðstoð „hafaldasveina" (s. dragsven; e. drawboy) sem sátu uppi á vefstólunum og toguðu í strengi bundna í höföld eða haf- aldasköft til að mynda (munstur) skil fyrir vefarann (1700-tals tekstil. 1990: 45. Broudy. 1979:124- 137). 22. damaskbinding (?) úr mjög fínu rauðu og hvítu vefjarefni, kambgarnsspunnu. I bókinni Almindeligt Varelex- icon eftir O. J. Rawert, gefinni út í Kaupmannahöfn 1834, er Kala- mank eða Kalemank skilgreint á bls. 404 þannig: „et kippret, atlas- agtigt, hvidt eller fleerfarvet, glat, monstret eller faconneret uldent Toi, Petit 3/4 Al. bredt. (...) Der gives 2 Hovedsorter: 1) Det kipp- rede, som entet er glat, eensfarvet eller stribet og fleerfarvet; 2) det monstrede, egentligen uldent Damast." (Innskot SH: Þetta með skálínuna, „det kipprede", virðist hér eitthvað málum blandað. Skálínuáferð myndi þýða að bind- ingin væri vaðmál, en þessar voð- ir hafa verið greindar með 5- skeftri satinbindingu sem myndar ekki skálínur.) E.t.v. á seinni teg- undin við sýnishornið af því callemang sem hér um ræðir, en sýnishorn af fyrri tegundinni, einkum röndótt í mörgum litum, er í allmörgum skoðunargerðum frá íslensku verslunarstöðunum (Þ.í. Rtk. Isl. Journal A nr. 1491 og 2051). Næst kemur sýnishorn nefnt Golgas. Þetta er ullareinskefta, fremur þunnt efni með þrykktu munstri í bláu og rauðu á Ijósleit- urn grunni (10-12 þr./cm.) 23. Munstraður einskeftudúkur. Þá koma 2 sýnishorn af Cartun. Það er víða skilgreint sem áþrykkt bómullarefni og getur það staðið heima hvað þessi tvö sýnishorn varðar. 24. Dökkblátt með hvítu munstri, með einskeftubindingu. 25. Rautt munstur á ljósum grunni, einnig með einskeftubind- ingu. Neðst í þessari röð eru 2 sýnis- horn af hörlérefti. Við það efra er skrifað blaat Westph, hefur vafa- lítið verið blátt í upphafi en er nú nánast dökkgrænt. Neðsta sýnis- hornið er smáköflótt, blátt og hvítt. 26. Litað hörléreft, einskefta (um 12 þr./cm). 27. Köflótt höreinskefta (13 xl5 þr./cm). Þessi tegund er verðlögð á 10 fiska. Til gamans má geta þess að í Innréttingunum, sem hófu starf- semi sína upp úr 1752, voru fram- leiddar margar ofannefndra teg- unda, s.s. Pack Klæde, Pyck Klæde, Tviffel, Kersey, Serge (=Sars) og Calemanqve. Auk þess er vitað að hörléreft var ofið í Inn- réttingunum, a.m.k. einhver fyrstu árin (t.d. samtals 440 álnir árið 1757). (Lbs. 81 fol.) Sigríður Halldórsdóttir 40 Hugur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.